Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 7
starfa og þótti hans sæti jafnan Vel skipaS. Hann var hreppsnefnd- armaður um fjölda ára, bæði í Kelduhverfi og þar eystra, formað ur Búnaðarfélags Páskrúðsfirðinga og margt fleira. Hann var og einn af forgöngumönnum og stofnend- um kaupfélagsins á Páskrúðsfirði og formaður þess um skeið. Björn Daníelsson var glæsilegur í sjón, hár vexti og karlmannlegur, kvikur í spori og snar í hreyfing- um, enda glímumaður góður á yngri árum. Svipur hans var í senn einarður og festulegur, en hreinn og bjartur og lýsti vel þeim huga, sem að baki bjó. Trygglyndi hans og vinátta brást engum. Hann var gestrisinn, glaður og reifur jafn- sn, þrátt fyrir örðugar heimilis- ástæður. Þeim hjónum varð Þriggja barna auðið. Dó eitt þeirra í bernsku, en á lífi eru Baldur, verzlunarmaður á Páskrúðsfirði, og Hrefna, búsett í Kópavogi. Konu sína missti hann árið 1964. Eftir að hann hætti kennslustörf nm, dvaldi hann hjá börnum sín- nm og einkum dótturinni, Hrefnu. Síðustu æviárin brast heilsa þessa starfsglaða atorkumanns. Varð hann eftir það löngum að dvelja á sjúkrahúsum hér í Reykjavík. Hann Tézt á elliheimilinu Grund 24. janúar 6.1. Langvinnar sjúkdómslegur eru hverjum manni þungt böl og þó einkum þeim, sem hefur fundið lífsnautnina og lífsáhugann í at- hofn og starfi. Sál hans átti erfitt sætta sig fyllilega við það að búa í hrörnuðum líkama og mátt- förnum, innan þröngra veggja sjúkrastofunnar. Þess vegna voru lok dagsins og koma næturinnar hinztu honum góð gjöf. Þess vegna Verður það honum fagnaðarefni, er ®ú nótt nú ber hann í ljós nýs og hjartari dags. En minningin um daginn hans hér, björt og hlý og góð, eins og hann var sjálfur, hún vadr og geymist í hjörtum barna hans, ætt- úigja og mörgu vina. Þær minn- ingar gleymast ekki. Sveinn Víkingur. f „Sízt vil ég tala um svefn við þig, þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda.“ Björn Daníelsson kennari, frá Eáskrúðsfirði andaðist hér í ÍSLENDINGAÞÆTTIR Reykjavík 24. janúar, 86 ára að aldri. Með nokkrum orðum vil ég kveðja vin okkar hjóna, Björn Daníelsson, og votta honum virð- ingu okkar og síðasta þakklæti fyr ir mikla og góða vináttu og tryggð. Ég man fyrst eftir Birni fyrir 45 árum, þá kom hann mér þann- ig íyrir sjónir. Hann var alveg ó- venjulega glæsilegur maður, frið- ur sínum, hár og vel vaxinn, spengilegur og röskur í fasi. Hár hafði hann skollitað, uppkembt og strokið aftur og fór vel, augun voru dökkgrá, hvöss og fjörleg, svipmót og allt yfirbragð hlýtt og drengilegt. Björn var mesti atorku maður og hamhleypa til allra verka, talinn með allra beztu sláttu mönnum og mikilvirkur við jarða- bætur, ágætur íþróttamaður, góð- ur gTímumaður og mikiTl hesta- maður. í bæfiteikum Björns virt- ust flestar góðar gjafir .-vera sam- einaðar. Hann var greindur, hag- sýnn, listrænn, gamansamur, bók- hneigður og ritfær í bezta lagi, ágætur ræðumaður, hvort heTdur sem reyndi á rökfimi eða orðríki. Menntun sína hlaut Björn hjá Torfa í Ólafsdal og útskrifaðist þar um aldamótin, og fór síðan utan til Danmerkur til frekara náms. Björn kom heim aftur fullur af áhuga og krafti, trú á land og þjóð, mennina og þeirra mál, en umfram aHt trú á sigur góðra mál- efna. Skömmu eftir heimkomuna fór hann til Fáskrúðsfjarðar og lagði stund á kennslu, og gerðist skólastjóri að Búðum i Páskrúðs- firði, og varð hann til fýrirmynd- ar í stétt sinni. Hann hafði sameinaða alla þá kosti, sem góður kennari þarf. Honum þótti gaman að kenna. Hann var sífellt ungur í anda og átti samleið með heilbrigðri æsku. Hann gat gert hvert viðfangsefni skemmtilegt og út frá honum lagði yl og birtu, sem gerði þægilegt að vera í návist hans. Auk kennslustarfa, hlóðust á hann ýms önnur störf fyrir byggð- arlagið. Um tíma var hann oddviti og hreppsnefndarmaður. Lengi var hann bókavörður og var með ein- dæmum vinsæll í því starfi. Björn var félagslyndur að eðlisfari, góð- ur félagsmálamaður og starfaði mikið í ungmennafélögum, áhuga- maður mikiU um samvinnumál. Hann var einn af aðalstofnendum Kaapfélags PáskrúðSfirðinga og í stjórn félagsins frú upphafi og um l'engri tíma formaður félagsstjóm- ar. 1 í störfum sínum fyrir kaupffé- | lagið beitti Björn sínum fjölþættu hæfileikum og manndómi til þess að efla og tryggja viðgang og vöxt félagsins, og lagði hann alveg sér- staka alúð við að undirbúa jarð- . veginn fyrir félagslegri og lífrænni samvinnu í verzlun, sem er og verð ur aðalkjarninn í samvinnuhreyf- ingunni, — það má segja, að Björn hafi verið einn af helztu ráða- mönnum Búðakauptúns á þessum árum. Þó Björn væri ákveðinn framsóknarmaður, beitti hann jafn an gætni og drengskap við and- stæðinga sína, og aldrei lét hann skoðanainun hindra samstarf um almenn mál. Sú var líka raunin, að Björn var dáður og vel treyst fyrir óvenjulega og margháttaða yflrburði, bæði af vinum og and- stæðingum. Giftur var Björn Guðnýju Ein- arsdóttur frá Búðum í Fáskrúðs- firði, og er hún látin íyrir nokkr- um árum. Þau hjón eignuðust tvö börn, sem upp komust. Baldur Björnsson, kaupmaður Páskrúðs- firði, kvæntur Valborgu Björgvins dóttur, og Hrefna Björnsdóttir, húsfrú, giít Sigurði Haraldssyni, út- ge vðarmanni í Kópavogi. í hugum okkar, sem þekktum Björn, mun hann i minningunni geymast sem einn aff hinum síð- ustu og merkilegustu fulltrúum þeirrar félagsmenningar, sem hófst með tilkomu ungmennafélagshreyf ingarinnar. — Nú skiljast leiðir, gamli vinur, og við hjónin kveðj- um þig hinztu kveðju með alúðar þokk fyrir samfylgdina. Góða ferð, niegi Guðs friður fylgja þér til eilífðarljóssins. Björn Stefánsson. t

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.