Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 24
FIMMTUGUR: AGNAR TRYGGVASON FRAM KVÆM DASTJÓRI Nýlega varð fimmtugur Agnar Tryggvason framkvæmdastjóri bú- vörudeildar SÍS. Agnar er fæddur í Reykjavík 10. febrúar 1919. Foreldrar hans voru merkishjónin Tryggvi Þór- hallsson alþingismaður og forsætis ráðherra og kona hans Anna Klem ensdóttir. Hann ólst upp í fjöl- mennu menningarheimili foreldr- anna í hópi margra systkina. Agnar gekk menntaveginn eins og systkini hans og varð stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík 1938. Þá fór hann til Kaupmanna- hafnar til framhaldsnáms og lauk prófi fra HandelshöjskoTen árið 1940. Þá voru leiðir lokðar til að komast heim vegna stríðsins og í- lentist hann því í Danmörku og var framkvæmdastjóri danskra fyr irtækja frá 1942—1946. í desem- bermánuði árið 1946 var hann ráð- inn til að koma á fót Véladeild Sambands ísl. Samvinnufélaga. Þá var íslenzk bændastétt að vakna til vitundar um breytt viðhorf og þótti nauðsyn á að mæta fækkun fólks í landbúnaðinum með alls- herjar vélvæðingu. Þessu fylgdi bylting í búskaparháttum. Til þess að nýta vélakost til bú- starfa þurfti stórfellda aukningu 1 ræktun og nýjar byggingar og mik ið þurfti að vinna á þeim vett- vangi á skömmum tíma. Því voru ræktunarsambönd bænda stofnuð á árunum 1946— 1947 og þau þurftu á miklum véla- kosti að halda. Af þessu öllu sköp- uðust óvenjulegar aðstæður. Það var þvi nauðsyn að fá ungan og dugmikinn mann til að byggja upp fyrirtæki, er sæi um kaup og inn- flutning þeirra tækja, er til þurfti. Agnar var valinn og sýndi hann fljótt mikinn dugnað, árvekni og samviskusemi í*"starfi. Náði hann góðum viðskiptasamböndum er- lendis og miklum viðskiptum inn- anlands og mótaði þessa starfsemi af framsýni og víðsýni. Árið 1949 var hann valinn til að standa fyrir skrifstofu SÍS í New York og var hann þar í 4 ár. Þá tók hann við skrifstofu SÍS í Kaup mannahöfn og var þar í önnur 4 ár, þá fór hann til Hamborgar og tók við forstöðu skrifstofu SÍS þar og var í því starfi í fimm ár. Árið 1962 kom Agnar heim og tók þá við framkvæmdastjóra- starfi við búvörudeild SÍS, er Helgi beit. Pétursson lét af því starfi fyrir aldurssakir og hefur hann gengt því síðan. Búvörudeild- in hefur fært úr kvíarnar jafnt og þétt og hafði á s.l. ári mesta um- setningú af öllum deildum sam- bandsins. Tiil þess að ná því marki hefur þurft mikla vinnu og árvekni. Agn ar hefur beitt sér fyrir ýmsum um- bótum í vinnslu og meðferð var. anna til að gera þær útgengilegri. Ennfremur hefur hann lagt sig fram um kynningu þeirra á erlend um mörkuðum. Því er stundum slegið fram að lítið sé að gert í þessu efni. Og stundum koma menn, sem segjast geta gert betur og er vissulega gott að sú trú er við lýði. En þegar slíkir menn hafa fengið tækifæri til að spreyta sig við söluna, hef- ur jafnan komið í ljós, að árangur- inn er lakari en hjá Agnari og það hefur sýnt sig að um vanþekkingu á markaðsaðstöðunni hefur verið að ræða. Agnar hefur í öllum störfum, er hann hefur sinnt, sýnt óvenjumik- inn dugnað, ásamt karlmannlegri bjartsýni. Hann er mikill tungu- málamaður og hefur náð verzlun- arsamböndum við menn í fjölmörg um löndum og er sí vakandi yfir öllum hugsanlegum möguleikum, er kunna að vera á að koma frarn- leiðsluvörum bænda í gott verð. Og vegna þess hve víða hann hef* ur dvalið við störf sín, hefur hanu fengið meiri kunnugíeika á þess- um efnum öllum en flestir aðrir íslendingar hafa. Þegar Agnar var erlendis vann hann allmikið að félagsmálum ís- lendinga og var m.a. um skeið for- maður fslendingafélagsins í Kaup- mannahöfn. Árið 1961 tók Agnar sæti í Frani leiðsluráði landbúnaðarins og hef- ur verið fulltrúi SÍS þar síðan. Jafnframt hefur hann átt sæti í framkvænidanefnd ráðsins og 1 stjórn Grænmetisverzlunar land búnaðarins. Ég, sem þessar línur rita, hef átt þess kost að starfa með Agnari á þessum vettvangi umrætt tímabil- Ég hef ásamt félögum mínuin ekki komizt hjá að veita atihygú því mikla kappi, karlmannlega Úf® þrótti og bjartsýni er einkennú' störf og framkomu Agnars. Hann mætir alltaf stundvíslega til funda og þarf þó oft-að sinna erlendum símtölum viðskiptaaðila sinna sam tímis. Hann er fljótur að átta && á aðalatriðum mála og á því með að taka ákvarðanir, þó vandasöm viðfangsefni sé að ræðU; Mér hefur þótt mjög gott ay eiga Agnar að samstarfsmann1- Hann er hugsjónamikill bjartsýniS' maður og einstaklega samvinnufns sanngjarn og drenglundaður í n"' um samskiptum. Agnar hefur oft verið skipaður í samninganefndir rikisins við e,r' lenda aðila á undanförnum árunn Agnar kvæntist 22. maí l9 , Hildi Sólveigu Þorbjörnsdóttur fra Geitaskarði í Langadal. ... Þau hjón eiga yndislegt heim11 með börnum sinum að Sunnu- braut 25 í Kópavogi. Ég sendi Agnari vini mínum °& fjölskyldu hans, innilegar halll_ ingjuóskir á þessum merku tíma mótum í ævi hans. , Ég vona að íslenzkur landbúna^ ur megi njóta mannkosta h® ’ dugnaðar og bjartsýni um lan^ framtíð. Ritað 12. febrúar 1969. Gunnar Guðbjartsso"-

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.