Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Qupperneq 1

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Qupperneq 1
ISLENDIBTGAÞÆTTIR Timans FÖSTUDACUR 31. OKTÓBER 1969. 20. TBL. — 2. ÁRO. SIGURÐUR EGILSSON FRÁ LAXAMÝRI „Sumarblíðu sólskinsvorin saman gengu þeir og ég, vinir mínir, — allir, allir eins og skuggar liðu þeir inn í rökkurhljóðar íhallir, hallir dauðans — einn og tveir, einn — og — tveir.“ Guðm. Guðmundsson. Enn er einn til viðbótar úr hópi beztu vina minna liðinn inn í „rökkurhljóðar hallir dauðans“, Sigurður Egilsson frá Laxamýri. Hann lézt í sjúkrahúsi Húsavíkur 30. september s.l. og var jarðsung- inn frá Húsavíkurkirkju 11. októ- ber að viðstöddu f jölmenni. Sigurður var 77 ára gamall, en þrátt fyrir þann aldur, ennþá mik- ilsverður maður umhverfi sínu. Eft ir hann stendur opið skarð vand- fyllt. Maðurinn var svo vel gerður og margvíslega til liðsemdar. Sum- ir þreyta sig á því, meira en skyldi, að spyrna á móti breyttum tímum. Sigurður Egilsson aðlagaði sig manna bezt og oft með fögnuði nýjum tímum. Það hélt honum ungum, þótt árin liðu. Hann var alls ekki hvíldar þurfi frá lífinu, nema síðustu vikurnar, eftir að krabbameinið hafði tekið hann skyndilega heljartökum. Sigurður Egilsson fæddist á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu 11. ágúst 1892. Foreldrar hans voru merk hjón og mikilhæf: Arn- þrúður Sigurðardóttir og Egill Sig- urjónsson, bóndi, gullsmiður og úr smiður. Arnbrúður var frá Ærlækjarseli í Axarfirði í Norður-Þingeyjar- sýslu. Faðir hennar, Sigurður bóndi þar Gunnlaugsson bónda í Skóg- um í sömu sveit. (Sú ætt af sum- um nefnd Styrbirningaætt.) Móðir Arnþrúðar var kona Sigurðar, Kristín Björnsdóttir, ættuð úr Lax- árdal í Þistilfirði, systir Árna bónda á Bakka í Axarfirði (Dals- ætt). Faðir Egils var Sigurjón hinn Sögufrægi stórbóndi á Laxamýri Jóhannesson bónda þar (Hvassa- fellsætt). Móðir Egils, kona Sigur- jóns, Snjólaug Guðrún Þorvalds- dóttir frá Krossum við Eyjafjörð (Krossaætt). Móðurfaðir Snjólaug- ar var bróðir Hallgríms föður þjóð- skáldsins Jónasar. Systkin Sigurðar, börn Arnþrúð- ar og Egils voru: Snjólaug Guðrún, gift Jóni Jóns syni bónda í Kaldbak, síðar sund- hallarverði í Reykjavík. Hún and- aðist 1954. Kristín, bústýra í Reykjavík (hjá bræðrum sínum Sigurj. og Jóh.) Sigurjón, úrsmiður í Reykjaví-k. Stefán Gunnbjörn, starfsmaður hjá Rannsóknarráði rikisins, R- vlk. Kvæntur Oddrúnu Jóhannes- dóttur frá Tyrfingsstöðum í Blönduhlíð. Jóhannes Þorvaldur, húsgagna- smíðameistari, Reykjavík. Sigurður var elztur systkinanna, en þau eru annars í aldursröð ta\- in hér að framan. Árið 1895 tók Egill, faðir Sig- urðar, ásamt Jóhannesi bróður sín- um, Laxamýri á leigu af föður þeirra, Sigurjóni, sem þá var kom- inn á áttræðisaldur. Eftir 11 ár kej^ptu þessir bræður síðan jörð- ina og ásamt henni fjórar grann- jarðir, sem faðir þeirra átti: Kald- bak, Saltvík, Núpa og Knútsstaði. Allar voru þær í byggð og eru enn. Bjuggu bræðurnir félagsbúi á Laxamýri í nálega þrjá áratugi. Laxamýri var ein af glæsilegustu og kostaríkustu jörðum landsins. Þar var tún gott og engjar nær- tækar og heygóðar. Beitiland hag- fellt. Hlunnindi: laxveiði, silungs- veiði, æðarvarp, trjáreki. Réttur til sjósóknar frá lendingu næsta bæj- ar (Saltvík) og netalagna þar fyrir landi, — bæði til að veiða hrogn- kelsi og vöðusel, — og var sá réttur á þeim árum hagnýttu«r nokkuð- Margt fólk var jafnan á Laxa- mýri. Egill og Arnþrúður áttu sex börn: 4 sonu og tvær dætur, eins og áður er greint frá. Jóhannes, bróðir Egils og búfélagi, /ar kvæntur Þórdísi Þorsteinsdóttur frá Stóru-Hámundarstöðum á Ár-

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.