Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Qupperneq 8
gtreymdi ofan frá himninum og utan úr mannlífinu til hennar. Ég heid áð Sigríður hafi tekið öllu, blíðu og stríðu, góðu og mót- drægu af alltumvefjandi gæzku- djúpi, sem virtist vera aðall og lífsuppistaða hjá þessari „heitu, biíðu, hraustu, djúpu sál.“ Af henni þurfti enginn að vænta annars en góðgirni, tryggðar og kærleika. Hún átti mörg þau einkenni barnsins, sem greinilega greina það frá öðrum mönnum. Það held ég að sé falslaus sannleiki, hrein- leiki hjartans og ástúðlegt trúnað- artraust. Iíún var þrátt fyrir það ekki barnaleg, heldur óvenju þroskaður einstaklingur í stað- fastri, ljúfri rósemi, öllum í ná- lægð til heilla, þrekmikil í öllu, sem að höndum bar. í Napólí'borg er gluggi á kvist- herbergi í stóru, skrautlegu húsi. í þessum glugga logar ljós allar nætur. Þar er alltaf ein nunna á bæn. Bænin þagnar aldrei, hvorki dag eða nótt. Og ljósið slokknar þar aldrei. Á Hafsteinsstöðum í Skagafirði hefur í mörg ár verið kona, sem átti bænarglugga opinn á móti himnum, þar sem Ijósið slokknaði ekki. Og síðustu árin, þegar hún gat ekki lengur haft starf með hönd- um, var Ijósið og bænin vakandi dag og nótt. Hve miklu sem iðjuhönd fær á- orkað, hve mikið sem hún fær eft- ir skilið, þá gæti samt verið, að við bænargluggann hafi lúnar hendur húsfreyjunnar unnið í það töfraklæði síðustu árin, þann sigur kufl, sem hennar barnabörnum og ástvinum verði dýrust eign. Nærvera Sigríðar og nærgætni var yndisleg fyrir börn. Lengi munu barnabörn hennar geyma minningar frá bænarstundum sin- um með henni. Lengi munu þau kunna vers, sem þau lærðu af munni hennar. Þsð var gæfa tónskáldsins að eiga slíka konu, sem dáðist að lög- um hans og unni söngstarfi hans. Varla hefði honum orðið jafnmik- ið ágengt við tónsmíðar, ef ekki hefði notið skilnings hennar og umhyggju. Hins má einnig geta, að hann var, þrátt fyrir list sina, ekki hirðulaus um heimilisnauð- syn. Þau áttu einn son, Steinbjörn, sem býr á Hafsteínsstöðum. Það Mýtur að hiafa verið þeim mikíS 8 MINNING Elín J. Einarsdóttir frá Hruna F, 14. júií 1884. D. 14. febr. 1969. Ég finn hj'á mér köllun, féstra min að ferðalokum þínum. Ég sé þlna mynd er sólin skín, hún svifur í huga mínum. Ég á eftir margt að þakka þér frá þessum liðnu dögum, þú sem varst fóstra og móðir mér og mótun á lífsins högum. Ég sé þinn kærleika hvar sem er, já, hvar sem er móðir að verki, hvert lítið barn, sem 1 fóstur fop, þar er faðmurinn þinn, hinn sterki. Ef strokið er tár af kaldri kinn, þá kemur þú fóstra í huga, mér finnst það oft vera vangi minn, það vildi mér forðum duga. Þótt leiðirnar Skilji, þinn andi er enn í öllu sem kærleika hrærir. Enn þurfa fóstur margir menn - — mættu þér verða jafnkœrir - — og börnin, sem þú hafðir afskipti af með ástúð fóstru og móður. Og þegar þú lögð ert á láfsins haf, þér lýsi hinn heilagi óður. Hinzta kveðja frá dóttur og fósturdóttur. yndi, að Steinbjörn fékk þá náð- argáfu, sem var einhver allra fegursta söngrödd, óaænju mikil og h'á tenórrödd. Það er gott þess að minnaát, að Sigriður fékk að dveljast á heim ili sínu næstum því til hinztu stundar, þó að hún væri orðin mik- ill sjúklingur. Meðan Skagafjörður fagri hvíldi að kveldi fyrir augum hennar, þegar sumar ték að iáða inn i haust, þá kvaddi hún. Hún dó klukkan ejö að morgni, á þeirri stund, sem margh’ menn víða um heim hefja samhæn. Oft verður til hennar hugsað með söknuði af eiginmanni, einka- íýni oig barniaibörnum og ungu hús- föeyjunni á Hafstelnsstöðum. Þannig mun sonur minn og við þrjú einnig oft til hennar hugsa. Davíð Stefánsson frá Fagraskógí i Eyjafirði segir í einu Ijóði: Og stundum fannst mér guðirnir og gæfan hafa sent þig til að gleðja allt, hugga allt, lækna allra mein. Og mór kenur 1 huga, hve hljóð- lega þeir hverfa, sem komu með græðandi smyrsl friá guði með sér inn í heimlnn. Þau blérn, sem hverfa úr mann- Mfi, segja við okkur, sem lifum enn: Gleym mér ei. í ástrikri minningu munu stund um geislar umivefja mig, sem ég kalla í huga mánumi Eyjafjarðar m. Rósa B. Blöndals. ISLENDENGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.