Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Page 9
Haukur Öxar Snorrason
F. 17. marz 1945.
D. 19. sept. 1969.
LEIÐRÉTTING
Höfundarnafn undir afmælisgrein
um Pál Þorsteinsson, alþingismann
í íslendingaþáttum Timans 23.
okt. átti að vera Vilhjálmur Hjálm-
arsson, en ekki Viliijálmur Vil-
Ihjálmsson, og eru hlutaðeigendur
beðnir afsökunar á mistökum
þessum-
Athugasemd
Ég er því ekki alls kostar óvan-
ur að sjá greinar mínar koma
meira og minna afbakaðar úr
prentsmiðju og sumar næsta illa
leiknar, ugglaust sakir óvandaðs
prófarkalesturs — og hef ekki
fengizt um. En þegar gloprað er
niður upp undlr 50 greinarmerkj-
um í stuttrl grein, svo að setning-
ar verða sumar linnulausar lang-
lokur, þá er það meiri misþyrm-
ing en svo, að þegja megi við. En
þannig var þvi farið um minning-
argrein mína um Guðrúnu sál. á
Sleitustöðum í 15. tbl. íslendinga-
þátta 26. sept. sl. .
4.10. ‘69.
Gísli Magnússon.
Hraðfleyg er stund, fyrir ljós og líf,
löngun og von og þrá.
Fyrir ókomna ævitíð,
engum er leyft að sjá.
Um endurfundi ekki spurt,
né okkar helgustu von,
um framtíðardag og fylling lífs.
Nú fylkja sér tár um vom son.
Hver leggur að sárum líknarhönd,
ljúflinginn kveður sem ber?
Leysir gátur og bindur bönd,
birtu gefur, þar myrkvað er?
Stillir vom harm, vort hugarstríð,
helgar oss kveðjustund,
ber okkur yfir þá óbærutíð
og eykur jafnvægislund?
1 ættargarði við áttum HAUK,
þar óx hann sem kvistur frá rót.
Jók okkur trú á tilgang lifs,
tók öllu sólskini mót.
Ljúflingur kær, um öll sín ár.
með eilífðarneista þann,
er verða hin beztu verkalaun
fyrir vel gerðan drengskaparmann.
Þú lyngmór á heiði, með litskraut þitt
og lognværa septemberkvöld,
hví réttir þú að okkur harmanna hleif
og húmröggvuð skýjanna tjöld,
lézt Hafragilsfoss kveða sorgarsöng,
yfir sveini við bamæskujörð
og haustmyrkrið leggjast hljótt og þungt,
á hvert heimili um Öxarfjörð.
Hver huggar okkur á iiljóðri stund,
og hjálpar í örlagastraum?
Að skynja þig gegnum alla ást,
sem eilífðar morgundraum.
Þitt skeið er nú mnnið, frá upptöku, að ós
og yfir þér guðsbirta skín.
Þú ert vor huggun, vort helga Ijós
og heilög er minning þín.
Amþór Ámason
frá Garði.
9,
ÍSLENDINGAÞÆTTIR