Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Síða 14

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Síða 14
stutta legu þar, en hafði átt við þunga vanheilsu að striða á þessu ári og dvaldi þá á sjúkrahúsi Alkraness. Jón var fæddur á Draghálsi í Svínadal þann 23. marz 1887. Þar ólst hann upp og hóf þar búskap og bjó þar alhnörg ár, þar til hann flutti að Geitabergi og bjó þar, þar til dóttir hans og tengdasonur tóku við jörðinni. Hann var ætíð kenndur við þá jörð hin siðari ár. Mig skortir kunnugleika til að rekja ætt Jóns Péturssonar, enda ?kki ætlunin. Það er maðurinn og 'aeimili hans, sem hugurinn dvel- ur við. í áratugi naut ég og þeim- li mitt hjálpsemi hans og holl- -áða. Sérlega eru mér hugitæð 'yrstu árin, er við fátækir fíam- óýlingar gerðumst grannar hans. Plest var þá með öðrum hætti og erfiðleikarnir margfaldir á við það, ,em nú gerist. Gott var að leita til 'ians með vanda sinn og hlita ráð- im hans, skarpskyggni hans og iómgreind var gott að styð.iast við. Jón Pétursson gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína jg var trúmennska hans og sam- vizkusemi þar í fyrirrúmi, sem og ætíð. Mér finnst það of hversdags- legt að fara að telja upp þau störf, ?r hann innti af höndum fyrir ?veit sína og granna, enda væri 'ionum enginn greiði gerður með ;líku. Jón var einn af þeim sem ^kkj naut nema lítils barnalaér- ióms á uppvaxtarárum sínum, og /ar svo með margan ungling þeirra ira, þótt löngun til menntunar /æri fyrir hendi. Hann varð þvi >jálfur að afla þeirrar þekkingar, ?r félagsmálastörf hans kröfðust if honum. Minni hans var ein- ?takt alveg til seinasta dags og "eikningur stóð honum mjö? op- rnn. Jón var alla tíð einn af vöku- mönnum síns tíma. Bætti jarðii únar eins og kostur var á þeim árum. Á yngri árum stundaði hann íjóróðra, og féll það mjög vel, og hugur hans stóð ekki síður til beirrar atvinnugreinar, þótt bónda staðan yrði hans ævistarf. Einnig voru önnur þjóðfélagsmál honum kært umræðuefni og kom þá bezt fram glöggskyggni hans og víð- sýni. Eftirlifandi kona Tóns er Steinunn Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Bjarnasonar, fyrrum bónda »g hreppstjóra að Geitabergi Þeim hjónum varð níu barna auðið og eru átta þeirra á lífi Pálmi son- ur þeirra lézt á bezta aldri, efnis- MINNING Halldór Haildórsson, arkitekt F. 4. marz 1900. D. 23. ág. 1969. Halldór Halldórsson, arkitekt, framkvæmdastjóri Húsnæðismála- stofnunar ríkisins, andaðist 23. ágúst s.l. Bar andlát hans mjög brátt að, því að hann Ihvarf heim til sín frá skyldustörfum á venju- legum tíma að kvöldi, en var lát- inn áður en næsti dagur rann. Halldór Halldórsson og kona hans voru meðal þeirra, sem mest og bezt beittu sér fyrir stofnun Styrktarfélags vangefinna. Fram á síðustu stundu vann Halldór að framgangi þeirra mála, sem félag- ið berst fyrir og var það síðasta verk hans að sitja þar stjórnar- fund. Á utanlandsferðum sætti hann jafnan lagi að kynna sér eitt- hvað það sem hagnýta mátti i bar- áttunni íyrir bættri aðstöðu hinna vangefnu. Þau trúnaðarstörf, sem Halldór vann fyrir Styrktarfélag vangef- inna voru mörg. Hann gerði teikn- ingar að dagheimilinu Lyngási og maður. Hin eru Sigríður, hús- freyja á Lundi í Lundareykjadal, Pétur, forstjóri Véltækni í Reykja- vík, Bjarni, prófessor í Ameríku, Einar, bifvélavirki í Reykjavik, Hall dóra, búsett í Kópavogi, Haukur, bifvélavirki í Reykjavík, Erna, hús freyja á Geitabergi, og Elísa, bú- sett á Akureyri. Löngu og heilla- drjúgu dagsverki er nú lokið. Þó ekkj sé skilinn eftir mikill verald- arauður, er það gæfa og styrkur hvers þjóðfélags að hafa notið slíkra manna sem Jón var, og hljóta í arf hóp af traustum og dugmiklum þegnum, eins og börn þeirra hjóna hafa reynzt. Nú er samfylgd og nágrenni lokið að sinni. Liðin baráttuár með traust- um og góðum granna, er gæfa hvers, er þess nýtur. Við, sem eft- ir stöndum, þökkum Jóni af heil- um hug samfylgdina og öll hans hollráð. Konu hans og börnum sendi ég hugheilar samúðárkveðj- ur. ■ Steini. tók ekki gjald fyrir, sat í bygg- inganefndum fyrir félagið, nú síð ast fyrir nýja dagheimilið, sem er í smíðum. Miðlaði hann þar sem annars staðar af þekkingu sinni og hagsýni. Halldór Halldórsson var óvenju- lega vinfastur og vinmargur mað- ur, enda sparaði hann aldrei krafta sína til að leysa vanda annarra og vildi hverjum manni vel. Hann var maður svo hjartahreinn, að sam- skipti við hann voru mannbætandi. Jafnan vildi hann skyggnast sem dýpst í rök tilverunnar, og mun skapstyrkur hans hafa aukizt af þeirri eilífðartrú, sem hann kapp- kostaði að styðja rökum skynsem- innar og ræktaði með sér af ein- lægni. Kvæntur var Halldór Sigur- laugu Ólafsdóttur frá Krossum og eiga þau eina dóttur barna, Ástu Alexander, sem er gift í Skotlandi. Sá heimilisfaðir mun vandfund- inn, er sýnt geti fjölskyldu sinni innilegri ástúð og umhyggju en Halldór gerði. Er því sízt að undra, að harmur þeirra mæðgna og ann- arra náinna vandamanna sé sár við fráfall þessa góða drengs. Við vinir hans og samstarfsmenn í Styi’ktafélagi vangefinna vott- um þeim mæðgum samúð okkar og þökkum þeim fyrir samfylgdina þennan áfanga. S.Th. 14 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.