Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Qupperneq 19
árinu 1909 og gegndi hún því
starfi tii ársins 1959. Eins og kunn
ugt er, hafði sú kenning, er Louis
Pasteur (1822—1895) setti fram
árið 1864 um það, að sýklar yilu
sumum sjúkdómum, átt mjög erf
itt uppdráttax og var komið fram
yfir fyrri heimsstyrjöld, er hún
hafði öðlazt fullkomna viðurkenn-
ingu. Hef ég sannfrétt, að á þeim
árum hafi aðeins hinir yngri lækn-
ar viðurtkennt hana til fulLs. En
ástæðan til þess, að ég minnist á
þetta hér, er sú fullyrðing fróðra
manna, að í hinni hræðilegu
„'spönsku veiki“ árið 1918 hafi
Hafnarfjörður og nágrenni gold
ið minna afhroð en ýmis önnur
byggðarlög. T1 þessa Uggja að
sjálfsögðu margar ástæður, en ein
ástæðan er vafalaust sú, að á þess
ii,m árum voru íbúar Hafnarfjarð-
ar svo lánsamir að hafa í sinni
þjónustu tvær ungar og duglegar
manneskjur, sem báðar höfðu ver
ið við framihaldsnám í helbrigðis-
fræðum í Danmörku og komu tl
starfa í bænum 1917. Þessar mann
eskjur voru Sigríður E. Sæland,
Ijósmóðir og Bjarni Snæbjörns-
son læknir. Hinn ágæti héraðs-
læknir, sem hér starfaði þá, Þórð
ur Edilonsson, tók veikina og lá
mestallan tímann, sem hún geis-
aði. Eitt er vist, að þau Sigríður
og Bjarni lágu ekki á liði sínu þá
fremur en æ síðan í þjónustu
sinni við bæjarbúa. Ekki ber svo
að skiija, að bæjarbúar hafi ekki
rétt hver öðruim hjálparhönd eftdr
því sem hægt var, og bjartur ljómi
verður ávallt yfir lýisingunni af
norska trúboðanum Ólsen, sem
gekk um bæinn og vatt bakstra
með þvottavindu fyrir fúlk.
Árið 1937, eða 25 árum eftir að
Sigríður var fyrst í Danmörku, fór
hún enn utan tl frekara náms í
sérgrein sinni. Fór hún þá tl
Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur
og kynnti sér nýjungar í fæðing-
arhjálp. Ekki er mér grunlaust
um, að með þessari námsför hafi
hún vljað leitast við að búa sig
sem bezt undir enn frekara þjón-
ustustarf fyrir Hafnfirðiuga, er
„Sóílivangur“ hæfi starfsemi sína.
Aldrei fékk hún þó svo mikið sem
tækifæri tl þess að sækja um
stöðu þar og munu það hafa orð-
lð henni mikl vonbrigði, því fátt
er jafn sárt og vanþakklæti fyrir
vel unnin störf.
Allir, sem tl þekkja vita, að þótt
hún sinnti fljótlega tveimur störf-
um, húsmóðurstarfinu og ljósmóð
urstarfinu, þá hefux hún rækt
hvort tveggja af mikll skyidti-
rækni og án tillits tl þess, hvort
greiðslugeta væri fyrir hendi, en
sllíkt mun hafa verið nokkuð al-
gengt á fyrstu starfsárum henn-
ar sem ljósmóður. Starfsþrek og
starfsgeta hennar hefur verið með
fádæmum og vissulega þarf hún
ekki að óttast þann dóm, sem að
tókum verður kveðinn upp yfir
okkur ölum og leggur tl grund
valar þau störf, sem við höfum
innt af höndum. En Sigríður hefur
ekki látið sér nægja að hj'álpa fjöl-
mörgum Hafnfirðingum tl þess
að sjá dagsins ljós í fyrsta sinn,
heldur hefur hún látið sér mjög
annt um velferð þeirra og fylgt
þeim fram á þroskabraut. Þessum
áhugamiálum sínum hefur hún
sinnt af stakri prýði meðal ann-
ars innan barnaverndarnefndar
Hafnarfjarðar, en þar starfaði hún
í tvö kjörtímabU.
Auk ljósmóður- og húsmóður-
starfsins hefur hún látið félags
og menningarmál tU sín taka. Hinn
17. desember 1930 var stofnuð
kvennadeild í Hafnarfirði innan
Slysavarnafélags íslands, sem
hlaut nafnið „Hraunprýði“. Var
Sigríður frumkvöðuíU að stofnun
deildarinnar og formaður fyrstu
árin, en virkur félagi aUt til þessa
dags. Er óhætt að fulyrða, ?.ð
starfsenii „Hraunprýði11 hefur alla
tíð verið til mikiUar fyrirmyndar.
Árið 1928 gerðist Sigríður félagi í
Góðtempiarareglunni og hafa þau
hjónin, Sigríður og Stígur, innt af
höndum mikið og fórnfúst starf
í þágu þess félagsskapar. Mun hún
í þeim efnum hafa orðið fyrir mikl
um áhrifum af tengdaföður sín
um, Sveini Auðunssyni, en hann
var áhrifamikil félagsmálaskör-
ungur í Hafnarfirði.
Má með sanni segja, að Sigríð-
ur befur verið sístarfandi og sí-
hugsandi, enda hafa ábugamálin
verið fjölbreytUeg. Þá hygg ég, að
hugur hennar hafi hvað mest ver-
ið tergdur þeim, sem á einn eða
annai; hátt hafa mátt sín miður í
lífsbar tunni. Og vissulLega hefur
hugsur ’.rínáttur hennar aldrei ver-
ið sá a5 sitja með hendur í skauti
og láta aðra framkvæma það, sem
gera þurfti á ýmsum sviðum, held
ur leggja sjálf hönd á plóginn.
Hefur Sigríður í þeim efnum sýnt
meira hugrekki en flestar konur
gátu státað af á þeim árum, er
hún var tvisvar í framboði tU Al-
þingis árin 1942 og 1946 og er
mér enn í minni vaskleg frammi-
staða hennar gegn öðrum fram
bjóðendum, sem allir voru þjálfaö-
ir stjórnmálamenn.
Fyrir öl sin margvíslegu stört
hefur Sigríður hlotið verðskuldað
þakklæti og heiður. Meðal annars
er hún heiðursfélagi í Slysavaraa
ffélagi íslands, Góðtemplararegl-
unni og Ljósmæðrafélagi íslands.
Ég er viss um, að ég mæli fyr-
ir munn alra „bama“ hennar. er
ég óska henni og fjölskyldu henn-
ar tU hamingju með þennan da? og
þess, að hún megi njóta góðrar
heUisu og starfskrafta enn um
rnörg ár.
Vilhjálmur G. Skúlason
Helgi
Guðmundsson
tTramihiald af t>ls 23
í þessum efnum algjörlega sjálf-
lærður og engin próf tekið og
engra réttinda aflað sér og not ir
engan meistaratitil framan eða aft
an við nafn sitt, en hann er sann-
arlega meistari í hagræðingum og
hjálpsemi við náungann.
Nú vil ég að síðustu geta þess,
að hann var eftirlitsmaður naut-
griparæktarfélaganna, hér í sveit í
þrjátíu ár og í nágrannasveitunum.
Þetta starf rækti hann af vand-
virkni og samvizkusemi, en naut
litilla launa.
Margt mætti enn segja um Helga
Guðmundsson sjötugan, en ég veit
ekki hversu hrifinn hann yrði af
nánari greinargerð um störf hans
í þágu meðbræðra sinna.
Helgi er hæglátur og hógvær
maður og yfirlætislaus, vinsæil og
velkominn þar sem hann á nokk-
ur kynni.
Þessar línur eru ritaðar sem lít-
U1 þakklætisvottur, fyrir meir en
þrjátíu ára samvinnu, og hjálp-
semj við hugðarmál min og ann-
arra, er áttu að miða að bættri
aðstöðu bænda í lífsbaráttunni í
þessu fagra og góða landi.
Jóhannes Davíðsson,
Hjarðarholti.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
19