Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Page 24

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Page 24
ÁTTRÆÐ: VaLgerður BjarnacLóttir frá Hreggsstöðum Á norðurströnd Breiðafjarðar breiðir sólfögur sveit faðm sinn mót suðri. — Þar er mjótt undir- iendi við sjóinn þakið gulum sönd- um við sjávarmál. — Upp frá þvi ganga breið en stutt daladrög miHj brattra hlíða þar sem birki- kjarr breiðir úr sér austantil. — Þessi sveit er kölluð Barðaströnd. Hún er austasti hreppurinn í Vest- ur-Barðastrandasýslu. Öti á enda þessarar sveitar gengur lítið dalverpi upp til fjalla undir bröttum brúnum. Þarna er býlið Hreggsstaðir. Á síðari hluta seytjándu aldar settist þar að bóndi, Einar að nafni, með konu sinni Rann- veigu dóttur Jóns bónda Finnsson- ar í Flatey, þess er átti Flateyjar- bók. Faðir Einars var Gunnlaugur prestur Snorrason á Stað á Reykja- nesi. — Gunnlaugur Snorrason var kominn í beinan karllegg af Þórði Bjarnarsyni (Höfða-Þórði) í Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Kona Gunniaugs prests, Kristín, en móðir Einars, var dóttir séra Gísla á Stað Einarssonar prests í Eydöl- um. Hún var komin í tuttugasta iið frá Sæmundi hinum fróða. presti í Odda á Rangárvöllum. Einar Gunnlaugsson bjó fyrstur sinna kynsmanna á Hreggstöðum Af honum er komin svokölluð Hreggstaðaætt. Sonur Einars (líkl. sá eizti) héf Jón. Siðan skiptast á nöfnin Einar og Jón í sjö liði og búa þeir allir einhvern hluta ævi sinnar á Hreggstöðum. Fyrir og eftir síðustu aldamót bjuggu bræður tveir á Hreggstöð- um: Bjarni og Einar synir seinasta Jóns Einarssonar af þessari röð. — Sá Jón var bróðir Þórólfs föður Sigurðar Þórólfssonar skólastjóra á Hvítárbakka í Borgarfirði, föð- ur Kristínar f.v. alþm.v séra >or- gríms á Staðastað og Ásbergs f.v. sýslumanns og þeirra barna. Þeir bræður Einar og Bjarni á Hreggstöðum áttu mörg börn. Son- ur Einars hét Sturla og með hon- um brotnaði nafnaröðin: Einar — Jón. Móðir hans var Jónina Sturlu- dóttir af Kollsvíkurætt, föðursyst- ir Hákonar í Haga og þeirra barna. Sturla Einarsson kvæntist frænd konu sinni Valgerði dóttur Bjarna Jónssonar á Hreggstöðum. Hún var þriðja barn Bjarna af tólf, sem hann átti með konu sinni Jónfríði Helgadóttur Sæmundssonar bónda, kenndum við Skjaldvararfoss. En hann ólst upp hjá þeim nafn- kennda garðyrkjumanni Guðm. Sigmundssyni í Litluhlíð. — Móð- ir Jónfríðar var Ragnhildur Einars dóttir, náskyld Einari í Kollafjarð- arnesi. Dætur Einars Jónssonar á Hregg stöðum, Helga og Sigríður áttu börn sem eiga nú margt barna. Valgerður dóttir Bjarna Jónsson- ar á Hreggstöðum fæddist 17. okt. 1889. Hún á þvi áttræðisafmæii um þessar mundir. — Hún giftist frænda sínum Sturlu Einarssyni, sem fyrr er getið, þann 19. ckt. haustið 1908 og hófu þau búskap á Skriðnafelli á Barðaströnd vorið eftir. Síðar bjuggu þau í Holti í sömu sveit og fluttust svo að Hreggstöðum árið 1916 og bjuggu þar á þriðjungi jarðarinnar unz Sturla lézt 1930. Valgerður hélt þó áfram búi með börnum sínurn ungum unz hún fluttist til Reykja- víkur árið 1941, þrotin að heilsu og kröftum. Dvaldi hún þar hjá dætrum sinum lengi vel lengst af hjá Margréti, eða um tuttugu ár, unz nú seinustu árin sem hún hef- ur dvalizt á Hrafnistu, dvalarheim- ili aldraðra sjómanna. Þau Valgerður og Sturla eignuð ust alls sjö börn og eru fimm þeirra á lífi. — Fyrsta barn þeirra: Kristján Pétur, dó fárra vikna. Og þriðja barn þeirra: Jónína dó, er hún var tæpra seytján ára að aldri. — Þau sem lifa eru: 1. Ragnar Valdimar. Hann vinn- ur hjá Reykjavíkurborg. 2. Margrét Björg. Hún er glft Gunnari Bjargmundssyni, umsjónar manni Hamrahlíðarskóla. 3. Einar Bjarni. Skipasmlður I Bátalóni í Hafnarfirði. Hann er kvæntur Kristínu Andrésdóttur — þau búa á Akranesi. 4. Unnur Hólmfríður. Gift Svani Skæringssyni, pípulagningarmeist- ara í Reykj avík. 5. Kristjana Hálkonía, kona Sigur bergs Andréssonar, trésmiðs í Hlíð artúni Mosfellssveit. Þessi æviatriði, sem hér eru upp talin um Valgerði Bjarnadóttur, gefa þeim lítið til kynna, sem ekki til þekkja um raunveruleg ævi- kjör hennar. En það væri löng saga um harða baráttu við fátækt og erfiði, sem nútímafólk á erfitt með að gera sér grein fyrir, og ekki verður rakin hér. Hins skal held- ur minnast sem birtu veitti á ævi- skeiði hennar. — Hún hefur eign- azt margt af vinafólki 1 umhverfi því sem hún hefur dvalið í á langri ævi. Börn hafa ætíð hænzt að henni og þeir sem eldri eru ætíð virt hana mikils vegna hreinlyndis hennar og siðvandrar framkomu. Þótt heilsa hennar hafi um langa tíð verið bág, hefur hún lítið borið það með sér vegna tíguleika í framkomu, sem henni hefur venð 1 blóð borinn. Ætterni hennar, sem hér hefur verið rakið lítillega, er hér til gam- ans gert svo nokkrar tengdir henn- ar við þekkta meiði þjóðarinr.ar megi sjást. — Það sem enn er eft- ir af nánasta skylduliði hennar, fyr ir utan afkvæmin, er bræður benn- ar tveir á Patreksfirði: Jón Valdi- mar og Einar Bjarni. — Jón er næstur henni að aldri, eða tæpu ári yngri. Hann dvelur þar á sjúkrahúsinu. Hann er mesti fræða sjór um ættir og gamlar sagnir. Einar bróðir hennar er nýlega orð- inn sjötugur og hvers manns hug- ljúfi. Það sem veitir henni mesta gleði er að frétta um gott gengi barna sinna og barnabarna. En börnm eru fimrn, eins og áður er sagt, barnabörnin tuttugu og tvö og barnabarnabörnin eru orðin sjö. Það er áreiðanlegt að marg- hlýjar óskir og hugsanir streyma til hennar á þessum tímamótum. Sveitungi.

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.