Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Síða 1
I
ISLEXDIBÍOAÞJEITTIR
. ■ ■■ ' Timans
14. TÖLUB. — 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. OKT. 1970 NR. 46
Guðmundur Hannesson
fyrrverandi bæjarfógeti, Siglufirði
Hinn 14. sept. andaðist í Landa-
kotsspítalanum hér í Reykjavík,
Guðmundur H. L. Hannesson, fyrr
verandi bæjarfógeti á Siglufirði.
Hann var á nítugasta aldursári er
hann Tézt. Jarðarfor hans verður
gerð í dag kl. 13,30 frá Dómkirkj-
unni.
Guðmundur Hallgrímur Lúther,
en svo hét hann fullu nafni, fædd-
ist 17. marz 1881, að Stað í Aðal-
vík. Foreldrar hans voru Hannes
Sigurðsson bóndi á Látrum í Aðal-
vík og kona hans Jórunn Einars-
dóttir Sívertsen. Guðmundur ólst
upp hjá foreldrum sínum og vand
ist þegar í æsku allri vinnu til sjós
og lands eins og títt var um ungl-
inga á síðasta tug 19. aldar.
Snemma bar á ríkri löngun hjá
honum til að læra meira en al-
mennt tlðkaðist að kenna íslenzkri
sveitaæsku á þeim tjma er hann
var að alast upp.
Þar sem*.saman fóru hjá þessum
unga Vestfirðingi rík menntaþrá
og góðar gáfur, tók móðurbróðir
hans, séra Páll Sívertsen sóknar-
prestur að Stað í Aðalvík hann til
sín um tíma og kenndi honum und
ir lærða skólann, það gerði einmig
séra Þorvaldur Jónsson prestur á
fsafirði.
Guðmundur Hannesson settist 1
fyrsta bekk lærða skólans haustið
1897, þá 16 ára gamall. Hann út-
skrifaðist þaðan vorið 1903 með 1.
einkunm. Þegar um haustið sigldi
hann til Kaupmannahafnar og
iagði stund á lögfræðinám. Próf í
forspjallsvísindum tók hann við
Hafnarháskóla 1904 og embættis-
próf f lögfræði við sama skóla 9.
janúar 1909. Hvort tveggja með 1.
einkunn.
Að loknu prófi gerðist hanrn þing
skrifari veturinn 1909, en fluttist
í maí sama ár til ísafjarðar þar
sem hann stundaði málaflutnings-
störf til vorsins 1918. Á þessum
árum gegndi hamn einnig störfum
vararæðismanns fyrir Noreg á ísa-
firði og bæjarfulltrúastörfum.
1918 var hann settur sýslumaður
Barðastrandarsýslu, en að hálfu ári
liðnu flutti hann aftur til ísafjarð-
ar.
9. maí 1919 var hann skipaður
lögreglustjóri í Siglufirði og þann
1. janúar 1920 var hann skipaður
bæjarfógeti þar.
Guðmundur Hannesson kvænt-
lst 15. ágúst 1915 Friðgerði Rann-
veigu Guðmundsdóttur, öndvegis
konu, vestfizkrar ættar og lifir
hún mann sinn.
Fyrstu bæjarstjórnarlög Siglu-
fjarðar kváðu svo á, að í Siglufjarð
arkaupstað skyldi vera lögreglu-
stjóri skipaður af dómsmálaráð-
herra með kr. 2,000,00 árslaun.
Hann skyldi jafnframt vera sjálf-
kjörinn oddviti bæjarstjórnar og
hafa atkvæðisrétt á fundum. Laun
fyrir oddvitastarfið skyldu vera kr.
500.00 á ári og greiðast úr bæjar-
sjóði.
Guðmundur Hannesson kom
eins og fyrr segir til Siglufjarðar
27. maí Í919. Hinn 28. maí 1919
var haldinn síðasti hreppsnefndar-
fundurinn. Á fundi þessum mætti
lögreglustjórinn í fyrsta sinn og
Var það síðasta verk oddvita
hreppsnefndar, séra Bjarna Þor-
steinssonar að bjóða hann velkom-
inn. Séra Bjarni mælti m.a. á þessa
'leið:
„Það hefur fallið í minn hlut að
vera síðasti oddviti Hvanneyrar-
hrepps og bjóða velkominn hinn
fyrsta, sérstaka valdsmann Siglu-
fjarðarkaupstaðar. Mér er Ijúft að
leggja niður völd sem oddviti
hreppsnefndarinnar. Hitt er mér
ekki síður ljúft að bjóða velkom-
inn þann mann, sem forsjónin hef-
ur sent okkúr til að vera oddviti
okkar á komandi tíð. Þótt Siglu-
fjörður sé ekki stór bær né mann-
margur, er þess ekki að dylja, að
þessi maður á talsvert vandasamt
starf fyrir höndum. Það er mik u
meira verk, erfiðara og vandasam-
ara, að stýra málefnum þessa bæj-
ar, sem er á uppvaxtarárum, sem
er á hröðu framfaraskeiði, þar sem
margt er hálfgert og enn fleira
ógert, heldur en hjá bæjum, þar
sem allt er komið í fast form. En
þvi meira verk og vandasamara
MINNING