Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 2
9 gem hér liggur íyrir, þess meira ríður á, að hér sé gengið að starfi með framtakssemi og dugnaði sam fara hyggindum og ráðdeild. Þessa kosti þarf oddviti okkar að hafa og allir þeir, sem með honum eiga að stýra málefnum bæjarins. — Bæði fyrir hönd hreppsnefndar- innar og fyrir hönd íbúa kaupstað- arumdæmisins býð ég lögreglu- stjórann velkominn og óska hon- um allra heilla og samtímis vona ég, að heill og hamingja hans og bæjarins megi fara saman, að bær- inn megi blómgast og blessast und ir hans stjórn og að sjálfur megi hann hafa gleði og ánægju af starfi sínu hér og megi koma mörgu þörfu og góðu til leiðar og búa glaður og ánægður okkar á meðal langa stund“. Þessar heillaóskir bakkaði hinn ungi lögreglustjóri og lét í Ijósi ánægju sína yfir þeim hlýju mót- tökum, sem þau hjónin höfðu hlot ið við komuna til Siglufjarðar. Fyrstu bæjarstjórnarkosning- ar 1 Siglufirði fóru fram 7. júní 1919. Kjörnir voru 6 bæjarfulltrú- ar. Oddvitinn var sá sjöundi með fullum atkvæðisrétti. Hinn 14. júní 1919 var haldinn fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæj arstjórnar undir forsæti Guðmund ar Hannessonar. Oddvitastörfum í bæjarstjórn Siglufjarðar gegndi hann nákvæmlega í 19 ár eða til 15. júni 1938 er sérstakt bæjar- stjóraembætti var stofnað í Siglu- firði Eias og áður er getið hafði Guð- mundur Hannesson á hendi yfir- stjórn bæjarmála í 19 ár í Siglu- firði og var jafnframt lögreglu- stjóri og dómari allt til 1948. Hann var því æðsti embættis- maður staðarins þau tæp 30 ár, er hann bjó í Siglufirði og mikill áhrifa- og framkvæmdamaður var hann alla tíð. Hinnar nýju bæjarstjórnar er kjörin var 1919 biðu mörg verk- efni. Fyrir samstillt átök bæjarfull trúa undir forustu oddvita var hverju stórmáli á fætur öðru hrint i framkvæmd. Þau verða ekki tal- in hér, það yrði of langt mál, en minna má á að á þessum órum breyttist Siglufjörður úr iitlu þorpi í menningar- og athafnabæ, sem löngum var á sviðsljósinu á fyrra helmingi þessarar aldar og jafnvel lengur. Ég kynntist ungur Guðmundi Hannessyni og fjölskyldu hans. í húsum þeirra vár ég heimagangur um áratugi. Guðmundur Hannesson var að mínum dómi mikill eljumaður. Hann var oftast komirnn að vinnu borði sínu í Siglufirði um kl. 8 og vinnudagurinn var a.m.k. þriðjung ársins ætíð 12 klst. á dag og oft lengur. Tímafrek réttarhöld — langir bæjarstjórnarfundir, nefndafund- ir og önnur embættisstörf kröfð- ust mikillar vinnu, mikilla átaka og ónæðis og nú kom sér vel að hafa tamið sér í æsku skyldurækni og árvekni. Guðmundur Hannesson var ein- stakur heimilisfaðir. Hann unni konu sinni til hinztu stundar og reyndist henmi umhyggjusamur og frábær eiginmaður alla tíð. Þau eignuðust fjögur börn: Hannes, lög fræðing, kvæntan Guðrúnu Kristj- ánscfóttur, Jórunni Ástu, íulltrúa hjá Öryggiseftirlitinu, Garðar, skrifstofumann, kvæntan Kristínu Bjarnadóttur (eru þau öll búsett i Reykjavík) og Hallgrím, læ'kni, er andaðist í febrúar 1950. Féll þar frá fyrir aldur fram mikill efnis- maður og góður drengur. Guðmundur Hannesson lét reisa glæsilegt tveggja hæða steinhús á lóð sinni við Hvanneyrarbraut í Siglufirði árið 1927. Var það þá reisulegasta hús í Siglufirði og er það enn. Ber það vott um þann -stórhug er einkenndi bæjarfógeta Siglufjarðar á þessum árum. Fyrirmannlegri embættisbú- stað á íslandi hefi ég ekki séð. Á þessu heimili ríkti jafnan gestrisni og glaðværð. Þar skemmtu sér og nutu gestrisni húsráðenda fólk á öllum aldri, ungir og gamlir. ekki sízt ungir vinir barnanna á heim- ilinu. Guðmundur Hannesson er lát- inn og kvaddur. Hann var höfðingi og bar höfuð jafnan hátt og hafði ráð á því. Siglfirðingar kveðja nú mikilhæfan forustu- mann, er starfaði þeirra á meðal nær þrjá áratugi og þeir þakka giftúdrjúg störf hans í þágu Siglu- fjarðarkaupstaðar. Guðmundur Hannesson og fjöl- skylda fluttust til Reykjavíkur ár- ið 1948 og bjó alla tíð að Blöndu- hlíð 6 hér í bæ. Þar bjó kona hans og Jórunn dóttir þeirra fjölskyld- unni fagurt heimili. Þangað, svo og til annarra vandamanna, eru nú sendar samúðarkveðjur og þess beðið, að ævikvöld frú Friðgerðar megi verða milt og fagurt eins og maður man fegurstu vorkvöldin í Siglufirði. Frá heimili minu eru Guðmundi Hannessyni sendar vina- og þak'kar kveðjur, það er fyrir svo margt að þakka nú er leiðir skiljast. Minningin um mikilhæfan mann mun lifa meðal ástvina hans og þeirra annarra, er þekktu hann bezt. Jón Kjartansson. t Hinn 14. sept. andaðist í Landa- kotsspítalanum hér í Reykjavík, Guðmundur H. L. Hannesson fyrr- verandi bæjarfógeti á Siglufirði. Með þessum fáu línum vil ég færa honum þakkir, fyrir það margt og gott, sem hann gerði fyrir mig og mitt heimiTi meðan við áttum leið saman. Nú eru full 51 — fimmtiu og eitt — ár síðan kynni okkar Guð- mundar hófust, og á gamalsaldri hef ég oft mikla ánægju af að hugsa um, hve skemmtilega glöggur og framsýnn hann var oft á mín málefmi, og að flestar ákvarð anir hans í mínum málum, hafa staðizt dóm reynslunnar og reynzt réttar. Sama virðist mér mega segja um önnur störf hans á Siglu- firði, og nú við fráfalT hans vil ég segja, að hann reyndist mér einn ráðhollasti maður, sem ég hefi þekkt um ævina og einn af þeim beztu. Eftirlifandi konu hans, börnum, tengdadætrum, bamabörnum og öðru vandafólki, óska ég guðs blessunar. Skafti Stefánsson Snorragötu 7, Siglufirði. t 2 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.