Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Side 3
MINNING Síra Þorvarður G. Þormar Síra Þorvarður fæddist í Fljóts dal 1. febrúar 1896 og ólst þar upp með foreldrum sín- um, Guttormi bónda og al- þingismanni Vigfússyni og konu hans Sigríði Sigmundsdóttur frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd — Bærinn í Geitagerði stendur undir klettabelti í bröttu túni á háum norðurbakka Lagarfljóts. Útsýn er þar fagurt hið næsta og víð yfir Fljótið. Um blíða dags- komu verða áhrifin úr hlaðvarp- anum 1 Geitagerði varanleg í huga barnsins, staðurinn elskaði að ítök- Um mildi og friðar alla ævi í sál'inni. Þeir, sem þekktu síra Þorvarð fundu hvað samlíkt getur verið skaplyndi mannsins og heimastöðvar mótunaráranna, þegar þeir kornu að æskuheimili hans og litu lognkyrrðan morgun °g fagran dag. Þannig var vöggu- gjöfin í Geitagerði. ,,En lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund“, sagði síra Matthías. Það er snemma sólsett í Geitagerði. Einnig var það svo í lífi síra Þor- Varðar. En s amt var birtan ekki horfin. Hún ljómaði úti fyrir, eins °g minning morgunsins og fyrir- heiti hins eilífa árdegis. — f Persónuleika síra Þorvarðar urðu °g greindir margir og góðir mann- kostir feðra hans, sem Ijósir eru ®f sögu þeirra. Ættfaðirinn er síra Vigfús Ormsson á VaTþjófs- stað, en kona hans var frú Berg- liót Þorsteinsdóttir, bæði presta- hörn úr Rangárþingi. Niðjar þeirra eru margir, fram undir þetta einkum á Austurlandi, og þundnir eiginleikar í karllegg hag- syni í búskap og friðsamleg og holl skipti af félagsmálum. Síra j^'gfús var búnaðarfrömuður. Eann bar á tún til að auka gras- vöxtinn, byggði fyrstu garðahúsin, a-m.k. hér eystra, reisti kornmvllu og stofnaði til samtaka um forða- yúr matar og heyja i Fljótsdal. E^gsýni hans kom þannig fram oæði í fordæmi til bættra og legurri búskaparhátta og sem felagslegt viðurhald sveitunganna. (SLENDINGAÞÆTTIR Sonur síra Vigfúsar var Gutt- ormur stúdent og alþingismaður á Arnheiðarstöðum. Hann byrjaði fyrstur manna vatnsveitingar á slægjulönd og reyndi fleiri ný- mæli, sem horfðu til heilla í bændaþjóðfélaginu. Varð hann og upphafsmaður umræðna um bún- aðarskóla á Au-sturTandi. Skólinn var settur á Eiðum nær aldar- fjórðungi eftir dauða hans og varð sonarsonur hans og alnafni Gutt- ormur Vigfússon síðar bóndi og alþingismaður í Geitagerði_ skóla- stjóri þar um árabil. — Á hlað- inu í Geitagerði kemur margt í hugann úr sögu þeirra, er setið hafa þessa hjáleigu frá Arnheiðar-- stöðum í hálfa aðra öld og gert hana, fyrst meðfram heimajörð- inni, síðan eina, að_einu kunnasta hefðarbóli á Héraði. Vigfús Þor- mar tók hér við búi af Guttormi föður sínum, en Þorvarður hvarf á brautir náms og fjarlægrar veru, því að prestablóð var í æðum hans. Skóli Hann varð stúdent úr eina menntaskóla þjóðarinnar vorið 1919 og guðfræðikandidat frá hinum unga háskóla 14. febrúar 1923. Tveggja skólafé'laga hans vil ég minnast sérstaklega, sem báðir eru nú horfnir til veru hins eilífa, síra Ingólfs Þorvaíds- sonar og síra Ragnars Ófeigssonar. Þeir voru allir samferða í háskóla- námi og lokaprófi, en þeir síra Þorvarður og síra Ingólfur auk þe-ss samstúdentar og síðar ná- grannaprestar við Eyjafjörð, þótt vik skildi milli vina, er annar var austan en hinn vestan þessa mikla byggðafjarðar. hvor í sínu héraði. Samfundir urðu tíðir syðra, þegar báðir höfðu látið af störfum, og gleðimál gamalla stunda vakin á ný. — Haustið eftir að skóla var lokið gekk síra Þorvarður að eiga Ólinu Mörtu Jónsdóttur úr Reykja vík, Ólafssonar. Voru það giftu- spor beggja, því að þau reyndust samvalin í öllu til starfs og erfða. Unga brúðurin fl'uttist nú með manni sínum austur á Norðfjörð, þar sem hann var ráðinn kennari unglingaskólans um veturinn. Hofteigur. Prestsstarfið var hafið næsta sumar, er síra Þorvarður tók vígslu til Hofteigs á Jökuldal (4. júlí 1924), en þar hafði hann verið settur prestur. Skipun fyrir brauðinu hlaut hann vorið eftir, að undangenginni kosningu. Siðan hefur ekki farið fram prests- kosning á JökuldaT. — Samgöngur hafa löngum verið erfiðar á Dal, torleiði langrakið milli bæja, Heið- in í byggð á þeim árum og út- kirkjurnar á Eiríksstöðum og í Möðrudal svo fjarlægar, að engri hliðstæðu nær i þessu landi. Mikil- uðleg og niðþung streymir Jöbla neðan við garð í Hofteigi, eins og Bjarni skáTd Benediktsson hefur lýst svo minnilega, og klýfur 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.