Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Page 6

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Page 6
gott og ógleymanlegt, mér og mín- um auSsýnt á liðnum árum. Þar hef ég margt að þakka. Að síðustu þetta: Ég votta ekkju Hannesar og öllum ástvinum hans hlýja sainúð. En Hannes vil ég kveðja nú, þeg- ar ævidagur hans er allur hér á jörðu og annar mýr upprunninn á landi lifenda og bjart og vítt til allra átta, með þeirri ósk, að þar megi honum hlotnast það hlut- skipti að fá „meira að starfa guðs um geim“. Páll ólafsson frá Sörlastöðum. t Eins og það er víst, að „ei átt- högum líkist neitt annað i heim“, þá fær það vart leikið á tveim, tungum, að minningar frá bernsku dögum mótist skýrt í hugann og geymist lengi. í þeim sjóði getur það gull, sem gott er að njóta. Við bjarma þess bregður birtu á veg og ylur vaknar í brjósti í vetrargný vax- innar ævi. Einhverjar skýrustu minningar mínar frá bernsku og æsku, eru bundnar við vorin, gróanda þeirra og fegurð — og fjölbreytnina.sem allajafna reyndist meiri en hinna árstíðanna. Fáeinir dagar á vori hverju einkenndust af tilbreytingu, sem átti sína sérstöku töfra. í minningunni gefur mér sýn til þessara daga, er stórar fjár- breiður runnu suður yfir bæjar- skriðuna heima, ofan við túngarð- inn og suður á móinn sunnan við túnið. Þar var áð. Féð fékk að bíta og hvílast. Sprett var af hestunum og þeim sleppt hjá fénu, eða þeir látnir í réttina, sem stóð í túnjaðrinum. Þegar féð var orðið spakt komu rekstrarmenn- irnir heim til bæjar, höfðu taT af heimamönnum og voru leiddir til stofu. Veitingar voru framreiddar og rabbað við gestina. Oft var set- ið lengi yfir borðum og viðræður vori*>gjarnan glaðar og skemmti legar. Hér voru Eyfirðingar á ferð. Þeir voru að reka fé sitt til haga- göngu á Framafrétt Fnjóskdæla. Sömu mennirnir komu þessara er- inda vor eftir vor um áratuga skeið — og á haustin komu þeir svo í göngur. Þannig höfðu þeir náin samskipti við afréttarbændur og skyldulið þeirra — urðu heim- * ilisvinir og auðfúsugestir — hverju sinni. Faðir minn, sem var fjall- skilastjóri í Fram — FnjóskadaT svo árum skipti tók alltaf tals- vert margt fé til hagagöngu í afréttarland það, sem tilheyrði bú- jörð hans — Sörlastöðum. Við- skiptavinir hams voru bændur úr bæði Öngulsstaða- og Hrafnagils- hreppum. Og þessi viðskipti voru í föstum skorðum. Nú er þetta löngu úr sögunni. Og hinir kæru og kunnu rekstrar- og gangna- menn, hverfa af sjónarsviðinu, einn eftir annan. Eftir er minning- in um ágæt samskipti, ánægjulega samfundi og óbrigðula vináttu. Og hvenær, sem einhver þessara manna hverfur af sviðinu, tekur í viðkvæman streng hjá þeim, sem muna þá frá sínu ævivori og tóm verður eftir þar, sem áður var Iúf og fylling. Þegar ég rek þessa þætti frá liðnum tíma verða mér allra skýr- astir í minni þrír bændur úr Hrafnagilshreppi, þeir Hannes Kristjánsson í Víðigerði, Bjarni Einarsson á Stokkahlöðum og Kristján Skjóldal á Ytra-Gili. Tveir þeir fyrrnefndu munu hafa komið oftar í Sörlastaði en nokkrir aðrir í sambandi við áðurnefnd sam- skipti. Viðskipti Kristjáns við okkur hófust mun síðar. En í gegn um þau varð hann fljótur að á- vinna sér traust og vináttu. Við hlökkuðum til komu þessara manna hverju sinni og áttum með þeim óteljandi ánægjustundir ylj- aðar af einlægri vináttu. Hvar sem vegir mættust, fundum við í þeim þá vini, sem ætíð voru samir við sig. Og síðar, þegar systkinin frá Víðigerði og Ytra-Gili komu í Sörlastaði í för með feðrum sínum, eða sem staðgenglar þeirra, varð strax vart hins sama hlýju- þels og tengsl mynduðust á milli heimilanna. Þessa er gott að minnast — ekki sízt, þegar líður á ævnia. Ég hverf aftur í tímann. Stofan heima er full af gestum, sama hvort er í sólmánuði eða um gangnaleyti á hausti. Það er rætt af fjöri og kappi um dag og veg og landsins gagn og mauðsynjar. Gamanyrði fljúga og margt er vel sagt. En einna meitlaðastar s etningar mælir Hannes bóndi í Víðigerði. Þær mótast í minnið og marka þar spor. Rökvisi og raunhyggja býr að baki þeirra — og svo eru aðrar, sem einkennast af léttri kímní. Hannes í Víðigerði hefur jafnan eitthvað gott og viturlegt til mála að leggja. Hann vegur orð sín og þeim er ekki auðvelt að hmekkja. Skoðanir hans eru fastmótaðar, enda er maðurinn þéttur í lund og ekki gjarn á að snúast eftir veðra- brigðum. Man ég, að mér þótti gott að hlýða á, er Hannes ræddl við föður minn og bróður. Marg- vísleg málefni bar á góma og oftar en hitt var tekið á málun- um af mikilli alvöru. En sérstaka ánægju hafði ég af viðræðum þeirra Hannesar og móður minnar. Þau köstuðu oft á milli sín gamanyrðum, eða rök- ræddu af fimi og fjöri og lét hvorugt sinn hlut. Þau mátu hvort annað mikils. Og áreiðanlega taldi húsfreyjan á Sörlastöðum Hannes í Víðigerði á meðal sinna beztu gesta. Lét hún það oft í Ijós, og að þar væri valinn maður sem hann fór. Mátti taka þetta alvar- lega, því að henni var ekki gjarnt að láta hrósyrði falla, nema að meina þau fullkomlega. Arineldur minninganna logar og skýrar eru myndimar, sem skoð- aðar eru í skini hans — skýrar og kærar í senn. En nú er hún fallin stofan heima á Sörlastöðum, þar sem svo margar góðar samræður áttu sér stað og glaðir hlátrar ómuðu, og nú vex grasið yfir gömlu göturn- ar, sem hjarðirnar runnu um áð- ur. Mennirnir, sem áttu þær og önnuðust eru hnignir að velli, sá síðasti þeirra þriggja, sem ég hefi sérstaklega minnst hér, Hannes í Víðigerði lézt þann 7. ágúst s.l. Þá hafði heilsa hans verið þrotin hin síðustu ár og ævikvöldið skugg um merkt fyrir þær sakir. Þvi varð sendiboðinn, sem leysti hann úr fjötrum — líknargjafi. Hannes Kristjánsson fæddist 28. apríl 1887. í Víðigerði stóð vagga hans og þar átti hann heima alla ævi. Þeim stað unni hann heils hugar, og þar vann hann dagverk sitt, sem ber óðalstryggð hans, öt- ulleik og manndómi órækt vitni. Þar sem áður var kostarýrt smá- býli með kargaþýfðum túnhaga og lágu skýli, rís nú fagur rausnar- garður með víðum töðuvelli og glæsilegum byggingum. Hversu veglegur minnisvarði ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.