Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 9
PÁLMI FRIÐRIKSSON Aldrei verður að öllu vitað ævi langferða manns. Liggur þó á hans víðavangi, vegurinn kærleikans. Örlaga þræði enginn rekur alla í hendi sér. Drottinn gefur og drottinn tekur. Drottinn sé með þér. Þessi orð úr eftirmælum um þingeyskan bónda koma mér í hug er ég minnist Pálma Friðrikssonar, Gránufélagsgötu 5 á Akureyri. Hann kom úr sinni síðustu sjóferð mánudaginn 16. febrúar s.I., þá lagði hann bátnum sínum í hinzta sinni. Nafni hans og dóttursonur 'kom til móts við hann. VafaTaust hafa afabörnin oft verið búin að bíða hans í fjörunni og fagna hon um, þegar hann kom af sjónum, svo náið var samband Pálma, þessa góða manns, við niðja sína. Heima var honum fagnað að venju, því Pálmi Friðriksson var svo mikill gæfumaður að njóta hins sanna kærleika ástvina sinna til hinztu stundar, og stundin var komin. Hún kom að kveldi síðasta starfs- dagsins, mild og hljóðlát kvaddi hún farmann til ferðar án tafar, án mikilla þjáninga. Umvafin kærleika sinnar góðu konu kvaddi Pálmi Friðriksson þennan heim eft ir starfssaman og farsælan ævidag, megi ölTum heilsast fljótt og vel, og að þau megi í sameiningu kom- ast yfir þessa þungu sorg, svo harkaiega og miskunnarlaust sem örlögin hafa höggvið til þeirra. Höfurn það hugfast, að það gat farið enn verr, verum því þakk- iát, að svo var ekki. Látum því ljómann af minningu þessa ágæta manns ná ofar sorg- inni. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Marius Blomsterberg. ÍSLENDINGAÞÆTTIR þessi hógværi og hiédrægi maður var sannur gæfumaður, Pálmi Friðriksson fæddist að Naustum við Akureyri 29. október árið 1900. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Guðmundsson frá Teigi, hinn mesti sæmdarmaður, og Anna Guðmundsdóttir, bæði voru þau af eyfirzkum ættum. Amna var göfug kona, trúu'ð og bænrækin. Þau hjón bjuggu í Arn- arnesi og fleiri bæjum í Arnarnes- hreppi, þeim varð 6 barna auðið Dóttur misstu þau unga, hin náðu fullorðinsaldri og lífið brosti við þessum gervilega systkinahóp. En örlagaþræði enginn maður rekur, annar ræður þeim. Bræðurnir þrír, Jónas, Andrés og Guðmund- ur, deyja allir á bezta aldri. mikl- ir efnismenn. Frú Sigríður kona Stefáns Ág. Kristjánssonar for- stjóra er nú ein eftir af börnum Önnu og Friðriks Guðmundssonar. Pálmi Friðriksson fluttist með foreldrum og systkinum til Akur- eyrar árið 1925. Þar varð á vegi hans ung og falleg stúlka, Guðrún Jóhannesdóttir frá Patreksfirði. Þau gengu í hjómband 18. desem- ber 1926. Skömmu síðar fluttu þau í Gránufélagsgötu 5 og bjuggu þar síðan. Þau eignuðust fjögur börn: Jóhönnu Maríu, gifta Matthiasi Ein arssyni lögregluþjóni, Andreu, gifta Bjarna Jónssyni bifreiða- stjóra, Guðbjörgu, hjúkrunar- konu og húsfreyju í Reykjavík, maður hennar er Gunnar M. Guð- mundsson hæstaréttarlögmaður, yngstur er Jóhannes er Ies lög við Háskóla íslands, kvæntur Jóhönnu Árnadóttur. Barnabörnin eru tíu. Pálnia var það mikil hamingja að eignast svo ágæta konu, sem frú Guðrún er, hún stóð við hlið hans, fagnaði heimkomu hans hverju sinni, bjó honum og börn- um þeirra hið fegursta heimili, því svo verkhæf kona er Guðrún, að segja má, að allt leiki í höndum hennar. Sameiginlega vöktu þau hjón yf ir velferð og þroska barna sinna og barnabarna. Börnin öll bera það með sér, að hafa hlotið hið bezta uppeldi á menningarheimili, þar sem foreldrarnir og hin góða amma vöktu yfir velferð þeirra, báðu fyrir þeim og vísuðu til veg- ar. Það er trú fnín, að sú leiðsögn nái lengra en tiT barnabarnanna, þau munu kenna sínum bömum og þannig rætast fyrirheitin og bænir trúaðra. Pálmi Friðriksson var fdður maður og vel á sig kominn, það var mikil hýra í svipnum, hann var gamansamur, smá gTettinn en hlédrægur og naut sín bezt heima. Þar var allt sem hann unni. Pál'mi var kvaddur hinztu kveðju frá Akureyrarkirkju 24. febrúar, að vðistöddu fjölmenni Þótt Pálmi Friðriksson sé horfinn sjónum, þá geymist mynd hans og minning hjá ástvinum hans öllum og vinum. Æðruleysi, dugur og drengskap- ur er arfurinn dýri, sem ekkert fær grandað og það er góð arf- leifð. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli. 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.