Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Side 23

Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Side 23
íreyja þar til æviloka, og Jón Jónsson frá Brunnum í Suðursveit, greindar- og myndarhjón, gestgjaf ar miklir og hjálpsöm. í Flatey ólst Guðný upp hjá foreldrum sínum, þar lágu æsku- sporin, og þaðan gekk hún út í alvöru lífsins. Bærinn Flatey stendur á hóli á sléttlendinu á vestan verðum Mýr- um. Þaðan er falleg fjallasýn til þriggja átta. Upp að ströndinni fellur úthafsaldan stutt fyrir sunn- an bæinn, ýmist þung og hrikaleg eða létt og niðandi. Við túnfótinn rann, og renrnur, Flateyjará, oft- ast var hún vatsnlítil, en gat líka orðið að beljandi fljóti, sem færði með sér aur og leðju, og olli skemmdum á landi jarðarinnar. Þarna blasti við unglingunum 1 Flatey mynd, sem líkja mátti við lífið sjálft, og Guðný, eins og fl'eiri, fékk að kynnast. Lífið er oft ljúft og lokkandi, en svo geta öldur hinna þyngri örlaga risið og faliið, og skilið eftir ógrædd sár þar sem þær hafa brotnað. Um langt árabil lá þjóðleiðin við túngarðinn í Flatey, meðan aðal umferðin var um Melafjörur til Hafnar í Hornafirði.' Þá var oft gestkvæmt í Flatey ( þar var þríbýli), og þá hjá foreldrum Guð nýjar, ekki síður en á hinum heim- ilunum. Síðar sagði Guðný mér, að það hefðu verið með mestu ánægjustundum æsku sinnar, þegar gest bar að garði. Það var svo gaman að hlusta á tal gestanna, oft fræðandi, gamansamt og fyndið. — Þetta var andlega þroskandi fyrir okkur unglingana, bætti Guðný við. Þegar Guðný er að verða full- froska fer hún að heiman um siundarsakir, árlangt, hluta úr ári eða styttra. Hjá kaupmannshjón- nnum á Höfn, Þórhalli og Ingi- björgu, var hún einn vetur. í Hvammi hjá frú Bergþóru og ]nanni hennar Sigurði Ólafssyni, Þeim kunna útgerðarmanni og bátsformanni, í eitt ár. Þá var hún eitt ár á Eskifirði hjá skóla- stjórahjónunum þar. Jóni Valdi- niarssyni og Herdísi Pétursdóttur. Einn vetur var hún við sauma- nám í Vestmannaeyjum. Víðar ninn hún hafa verið tíma og tíma. Þegar Guðný er heimasæta í Flatey flyz-t á næsta bæ, Selbakka, ^PPvaxandi maður Vilhjálmur Guðmundsson að nafni. Þegar ár ÍSLENDINGAÞÆTTIR liðu tókust nánari kynni með þeim, og sögðu skæðar tungur, að sam- dráttur væri milli þeirra. Þó fór þetta hljótt í fyrstu, eins og oft er þegar stofnað er til hjúskapar af heilum hug. Munu þessar ungu persónur hafa bundizt heitum að standa í festom einhver ár og leita sér frékari frama. Ár liða, Vilhjálmur er búinn að vera í Samvinnuskólanum og dvelja víðar svo misserum skipti. Nú var timi til kominn að vitja meyjarmálanna. Leitar Vilhjálmur því á fornar slóðir, heldur að Flat- ey og hittir Guðnýju sína þar ógefina. Bæði höfðu trúlega haldið heit sitt, enda voru ástvinafund- irnir einlægir. Þetla ár ( 1928 ) 14. júlí, gengu þau í hjónaband, og hugsuðu gott tii framtíðarinnar. Hjónaband þeirra var farsælt. Þau virtu hvort annað og sambúðin var ánægjuleg, æskuástin hvíldi enn yfir sam- búðinni. í afmælisgrein sem ég rita um Vilhjálm sjötugan, og hér fer á eftir, get ég barna þeirra Guðnýjar og Vilhjálms, og eins hvar þau bjuggu. Af því verður því 'sleppt hér. Guðný lét sinn hlut hvergi eftir liggja, þar sem hún vann, hvort sem var á eigin heimili eða i sam- vinnu með öðrum. Verkin léku i höndum hennar og dugnaðurinn var mi'kill. Ung bjó hún sig undir húsfreyjustarfið, fyrst í uppvexti hjá móður sinni, og síðar á góð- um heimilum þar sem hún var í vist, eins og áður getur, og margt mátti læra af námfúsum. Hún var haldgóð menntunin hannar Guðnýjar, í hvívetna var hún sómi i húsfreyjustétt, hvar sem hún kom fram. Guðný var fremur lág vexti, en vöxturinn svaraði sér vel, hún var létt á 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.