Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Blaðsíða 27
SEXTUG:
LÚÐVÍKA LUND
Frú Lúðvíka Lund varð sextug
8. júní 1970. Ýmsum mun koma
þetta á óvart, sem þekkja þessa
glaðlyndu og síuingu konu. Frú
Lúðvíka fæddist norður á Raufar
höfn og þar ólst hún upp og
vann mikinn hluta þess ágæta
starfs, sem hún hefur þegar lagt
af mörkum margvíslega. —
Snemma komu 1 ljós ágætir hæfi
leikar hennar og fúsleiki til að
nýta þá í þágu góðra málefna.
Lúðvíka er félagslynd og lætur
sitt aldrei eftir liggja ef hún má
einhverju góðu leggja lið. Lengi
vann hún í Kvenfélaginu Freyju
og Slysavarnadeild kvenna á
Raufarhöfm, og fagurt vitmi um
traust það er hún nýtur meðal
fyrri félagssystra sinna er það, að
hún hefur lengi verið fuHtrúi
deildarinnar á þingum Slysavarna
félags íslands. Fyrir rúmum ára-
tug fluttist fjölskylda hennar í
Garðahrepp og þar hóf Lúðvíka
fljótt þáttöku í störfum Kven
félags Garðahrepps. Þennan
tíma allan hefur hún leikið undir
söng í Sunnudagaskóla Garðasókn
ar og áunnið sér ást og þökk hinna
íjölmörgu barna, er þangað sækja
Vetrarlangt. Gift er Lúðvíka Leifi
Eiríkssyni. Leifur er kunnur fram
kvæmda- og forystumaður, vin-
sæll kennari og drengur góður í
hvívetna. Gesbrisni og einstök vel-
vild er sameiginlegt einkenni
Þeirra hjóna og á sinn ríka þátt
í því. hversu heimili þeirra hefur
Verið mörgum kært fyrr og síðar.
•Mikið barnalán hefur og verið
þeim mikið hamingjuefni.
Á vordegi fæddist Lúðvíka
Lund. Það vekur enga furðu. Hún
sjállf í ætt við vorið, svo góð
Viljuð, léttstíg og momgunglöð.
. Jón S. Bergmann kvað eitt
®inn til Lúðviku ungrar. Óskin
hans fögur og hlý á enn við.
».Ég óska að gígjan í gleðinnar
hönd
með gripléttum strengjum þér
dýrlega hljómi.
Svo fcennirðu aldrei hin kúgandi
bönd
og kvíðir ei ranglátum örlaga
dómi.
En vonin hún opni þér Ijómandi
lönd
með ljósblik og vordögg á sér
hverju blómi“.
Vinur.
Daniel Markússon varaslökkvi
liðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli er
sextugur í dag. Húnvetningux að
uppruna, hesta-, gleði- og sóma-
maður eins og þeir gerast beztir
þar norður í sýslu, sem er alldjúpt
tekið í árinni, því Húnvetningur
inn þarf að standast býsna ströng
próf í hestamennsku og glaðværð
til þess að hljóta einfcunn sæmdar
mannsins.
Daníel ólst upp við sveitastörf
fyrir norðan, fór ungur í vega
vinnu, en í tjaldbúðum vegagerð
armanna lærði margur unglingur
inn að lynda við félaga sína. Um
tvítugsaldur keypti hann sér vöru-
bíl og tók að sér flutninga milli
Hvammstanga og Reykjavíkur.
Raunar er það íhugunarefni, hví
svo margir menn sem raun ber
vitni, úr hópi þeirra sem lagt hafa
jafn slæma þjóðvegi og þá ís
lenzku, skuli hafa gerzt bílstjórar
að atvinnu. Það kallast víst kald
hæðni örlaganna, en þeir mega
líka eiga það, sumir hverjir, að
þeir tala yfirleitt ekki mjög vel
um þessa vegi sína eftir að þeir
eru farnir að aka þá sjálfir.
Árið 1945 fluttist Dam j.iður til
Reykjavíkur ásamt konu sinni,
Hrefnu Ásgeirsdóttur. Gerðist
hann þá starfsmaður slökkviliðs
ins á Reykjavíkurflugvelli er það
var stofnað og starfar þar enn.
Daníel Markússon flutti með sér
hvort tveggja að norðan, glað-
lyndið og hestana, og hefur hvor
ugu fargað. Ekki veit ég betur en
hann eigi nú fimm gæðinga og má
heita vel ríðandi Reykvíkingur.
Síðustu fimm árin hefur Dani
verið heilsutæpur. Hjartað er veilt
og hefur oft legið nærri að sjúk
dómurinn leiddi hann til bana. Nú
í dag er hann rúmliggjandi í
sjúkrahúsi eftir fjórða eða fimmta
kastið, en orðinn þó það hress að
hann er farinn að tala um hesta,
rétt einu sinni, og við kunningj-
arnir erum farnir að gera okkur
vonir um að sjá bráðlega það sem
okkur þykir einma skemmtilegast,
en það er Dani á Blesa sinum.
29. ágúst 1970
Auðunn Halldórsson,
Háteigsvegi 19., R.
SEXTUGUR:
DANÍEL MARKÚSSON
ÍSLENDINGAÞÆTTlfi
27