Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Side 28
SEXTUGUR:
ÞÚRÐUR MAGNÚSSON
Þórður Magnússon í afurðasölu
SÍS er orðinn sextugur, fæddur
24. september 1910.
Hann er Önfirðingur að upp-
runa. Foreldrar hans voru hjónin
Guðrún Guðbjartsdóttir, Helga
sonar og Magnús Halldórsson,
Jónssonar. Guðbjartur Helgason
afi hans var trésmiður. Hann var
einn af fyrstu iðnaðarmönnum,
sem settust að á Flateyri. Þar eru
nú heimilisföst sex börn hans með
seinni konunni, hálfs.ystkin Guð-
rúnar, og er sá frændgarður mest
ur á Flateyri.
Magnús Halldórsson var sjómað
ur. Um skeið voru þau hjón í
Súgandafirði en annars á Flateyri,
og þaðan fórst hann af vélskipi frá
börnum þeirra ungum, en þau
eru, auk Þórðar, Jenný, kona Hall
dórs Gíslasonar skipstjóra og Hall
dór málarameistari, bæði í Reykja
vík.
Þórður Magnússon var í
bernsku og á unglingsárum lang-
dvölum í Hjarðardal innri hjá Guð
mundi Gilssyni og Sigríði Haga
línsdóttur konu hans og átti þar
annað heimili.
Þórður stundaði nám í héraðs
skólanum á Laugarvatni veturna
1931—33, en annars var hann sjó
maður á ýmsum skipum fyrir og
eftir skólaveturna. Stundum var
hann á heimabátum á Fláteyri,
stundum á síldveiðum norðan
lands, nokkrar vertíðir á tog-
urum. Haustið 1935 settist hann í
eldri deild Samvinnuskólans og
lauk prófi þaðan vorið eftir.
Stundaði þó sjómennsku um skeið
eftir það, en gerðist síðan starfs
maður Kaupfélags Önfirðinga og
varð kaupfélagsstjóri þar. þegar
Hjörtur Hjartar tók við Kaup
félagi Siglufjarðar 1945. Hann
fann sárt til þess hversu margt
duaandi manna hafði horfið burt
úr Önundarfirði og vildi feginn
vinna þar sitt ævistarf og undi
þar vel hag sínum. En enginn
ræður sínum næturstað. segir hið
fornkveðna.
Þórður er kvæntur önnu
Tryggvadóttur frá Flateyri, Jóns
sonar á Fjallaskaga, Gabríelssonar.
Hún var heilsutæp, og sumarið
1946 þurfti hún að dvelja á sjúkra
húsi sýðra, viðbúið að sú dvöl gæti
orðið nokkuð löng og líkur til að
hún þyrfti lengstum að vera undir
læknishendi. Því hætti Þórður
kaupfélagsstjórn á Flateyri og
fluttist suður. Vann hann fyrst
í frystihúsinu Herðubreið en síðan
í Afurðasölunni á Kirkjusandi
eftir að starfsemin fluttist þangað.
En svo rættist úr um heilsu Önnu
23. ágúst 1970.
Lífið gaf þann ljúfa gróður
látið þar í mjúkar hendur
sinnar ungu, mildu móður,
af meistara lífsins varst þú
sendur.
Sæll við unga barminn bjarta
brosir þú í fyrsta sinni,
gaf sá neisti gleði í hjarta
gæfu ríkri móður þinni.
í föðurgarði fyrstu sporin
fórst þú létt á sauðskinns
skónum,
mannst þú bróðir björtu vorin,
blíðast fugla kvak í mónum.
Þó að lífsins kletta klungur
kunni að verða í götu þinni,
njóttu heill og ávallt ungur
alTs hins bezta í framtíðinni.
Fjöllin enn við fjörðinn geyma
fegurð sína, ár og gerði,
dvelur ungur hugur heima,
hærri þó að aldur verði.
Drottinn veit að Dýrafjörður
dásamlega skarti búinn
fjöllum girtur, fagur gjörður,
fagnar þér ef ertu lúinn.
að hún hefur jafnan séð um heim
ili þeirra og einn son eigá þau,
14 ára.
Mér finnst Þórður Magnússón
alltaf sjálfum sér líkur. Þegar ég
kynntist honum fyrst, fannst mér
einkennandi hvað hann var ólataur,
og kapp hans og metnaður að
vinna sitt verk svo að óaðfinnan
legt væri. Þótt hann hafi nú verið
á höfuðborgarsvæðinu nærri ald
arfjórðung, er hann jafn vestfirzk-
ur fyrir því, og alltaf jafn mikil
gleði að styðja að því, sem æsku
stöðvunum er til gagns og sóma.
Því er allttaf gott að koma á heim-
ili þeirra hjóna að Vallartröð 3 1
Kópavogi. Og því er það bæði
eðlilegt og maklegt, að kveðja
berist heiman frá æskustöðvunum
á sextugsafmæli húsbóndans.
H. Kr.
Mjög er heimsins görótt gæzka
gleggra sézt ef um öxl er litið,
víst er sextíu ára æska
aðeins meira en barnaskóslitið.
Margt í skóla lífs má læra
og leggja á vörzlu í æðri sjóði,
sendum við því kveðju 'kæra
Kjaranstöðum frá í ljóði.
Elís Kjaran Friðfinnsson.
ISLENDINGAÞÆTTIR
SEXTUGUR:
GUÐMUNDUR H. FRIÐFINNSSDN