Íslendingaþættir Tímans - 08.10.1970, Side 32
ÁTTRÆD:
INGIBJÖRG SIGRiDUR JÚNASDÚTTIR
Ingibjörg fræ’nka varð áttræð
28. ágúst. Hún ber þó ekki aldur
inn með sér, alltaf jafn kát og
skemmtileg, augun leiftrandi fjör
ug og hjartagæzkan vermir hvern
þann, sem kemur í heimsókn.^
Ingibjörg fæddist að Efri-Brunn
á i Saurbæ í Dalasýslu. en fluttist
tveggja ára með foreldrum sínum,
Ingibjörgu Loftsdóttur og Jónasi
Jónassyni, bónda og smið, í Borg
arfjörðinn, á Galtárhöfða í Norður-
árdal. Þar ólst hún upp, þangað
til fjölskyldan fluttist skömmu
eftir aldamótin að Litla Skarði í
Stafholtstungum. Ingibjörg var þó
aðeins tvö ár á Litla Skarði. þvl
að fjórtán ára byrjaði hún að sjá
fyrir sér sjálf, sem kaupakona og
vinmikona á ýmsum bæjum i Borg
arfirði.
Árin kringum síðustu aldamót
voru engin sæluár í þjóðlífssögu
íslendinga. Harðæri og náttúru
hamfarir þrengdi mjög að þjóð
inni og fjöldi fólks varð að flýja
land. Fjölskyldan í afdal Norður
árdalsins og i Stafholtstungum var
ekki undanþegin tíðarandanum.
Jónas drýgði að vísu afrakstur jarð
arinnar með smíðum fyrir sveit
ina, því að hann var afburða smið
ur bæði á tré og járn og orðlagð
ur fyrir hæfileika sína um allt hér
aðið. Búskapurinn lenti þvi oft
mikið á móðurinn, Ingibiörgu og
elztu systkinunum, og það kom
fyrir að legið hafi við örvætningu
um viðurværið. Ekkert til á bæn
um nema' mjólkursopi, sem ekki
var undirstöðumikilT í vaxandi
barnahóp. þótt góður væri, og
veik von um að elzti bróðurinn,
Jóhannes, næði i nokkrar rjúpur
eða aðra veiði. sem rættist víst
furðanlega oft, þótt hann væri að
eins á unglingsaldri. Hann mun
snemma hafa tamið sér ábyrgðar
hlutverk gagnvart systkinum sín
um og hafði þá Ingibjörgu. sem
var næst elzt, með ? ráðum.
Elztur systkinanna er sem sagt
Jóhannes trésmiður hér i Revkja
vík. Þá kemur Ingibjörg, síðan
koma Ragnheiður og Magnús, en
þau eru bæði dáin, Magnús dó nú
í vetur sem lexð, Þá kemur Árni
trésmiður í Reykjavík og tvíburi
hans, sem dó í fæðingu, og síðan
yngstu bræðurnir Sveinn og Karl,
en þeir eru báðir dánir. Einnig
er uppeldissystir, Lilja JúTiusdótt
ir.
Borgarfjörðurinn er fögur sveit.
Efst gnæfir einbúinn mikli, minn
isvarði hreysti og hreinskilni,
klappaður úr stuðluðu líparít
bergi. Birkikjarr eykur unað hlíð
ardraga og árbakka og Hafnarfjall
og Skarðsheiðin spegla sig í sæ
bláum firðinum og lognsæTum
fjallavötnum. Allt héraðið er vaf
ið gróðri, lyngfléttum og grasbreið
um, en yfir öllu hvílir hinn
þrungni máttur ískalds Eiríksjök
uls og hann „veit aTIt, sem talað
er hér“, svo vitnað sér í föður
nafna systkinanna.
Það er ekki í kot vísað að fá
að fæðast og alast upp í slíku um
hverfi. Enda munu þeir feðgar
Kveldúlfur. Skallagrímur og Egill
og síðar Snorri Sturluson vel hafa
vitað hvað þeir gerðu, þegar þeir
kusu þar helzt að búa.
En það er víða fallegt á íslandi
og hver er sá, sem ekki þykir sín
sveit fegurst? Það er að minnsta
kosti alveg öruggt, að forfeður og
frændur Ingibjargar yrðu ekki á
einu máli um fegurstu sveit lands
ins. Því varla er ofmælt, þótt sagt
sé, að þeir séu um gjörvallt Vest
ur- og Norðurland.
Foreldrar Ingibjargar voru eins
og áður segir Ingibjörg Loftsdótt
ir, fædd i Gairpsdal í Gilsfirði, og
Jónas Jónasson, fæddur að Háreks
stöðum í Norðurárdal. Loftur fað
ir Ingibjargar dó ungur vinnumað
ur, en hann var sonur Jóns Jóns
sonar bónda að VíðivöITum i Stein
grímsfirði og var hans fólk bæði
úr Strandasýslu og Barðastranda-
sýslu.
Móðir Ingibjargar Loftsdóttur
var Sigríður Magnúsdóttir, Sig
urðssonar bónda í Múla i Gilsfirði
en kona Magnúsar var Ingibjörg
dóttir Jóns Jónssonar hreppstjóra
i Snartartungu á Ströndum og
konu hans Sigríðar Sveinsdóttur
bónda á Kleifum i Gilsfirði, Stur
laugssonar. Um Jón i Snartar
tungu er þáttur í þjóðháttum
Finns Jónssonar á Kjörseyri og
um Svein á Kleifum er þáttur í
sagnþáttum Fjallkonunnar. Báð
um er þeim lýst mjög lofsamlega.
Fóstursonur Jóns og Sigriðar og
systursonur hans og bróðursonur
hennar var séra Sveinn Níelsson
prófastur að Staðarstað, en hann
var sem kunnugt er faðir Hall
gríms biskups, Elísabetar móður
Sveins Björnssonar forseta, og Sig
ríðar móður Haraldar Nielssonar
prófessors og ömmu Dungals-syst-
kinanna.
Faðir Jónasar eða Jónas Jónas
son eldri fæddist i Bjarnarhöfn á
Snæfellsnesi, en móðir hans var
Ingibjörg Jónsdóttir, fædd á
Bjarnastöðum í DalasýsTu og var
Framhald 6 bls. 30-
32
ÍSLENDINGAÞÆTTIR