Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Page 9

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Page 9
Helga Sveinsdóttir Westdal Eftir að hafa þeyst dægurlangt um loftin blá, ofar Atlants álum, hleypti ég oft í hlað að Heima- strætl (Home Street) í háborg vest- ur-íslenzkrar þjóðrækni í Winni- peg. Þar var gott að gleðjast með vinum og frændum. Sú áning var sífellt tilhlökkuharefni, enda ríkti þar jafnan líf og fjör, afdráttar- leysl í umræðum, sívakinn hugur og fagurleitandi sál. Marga bar að garði, og enn fleira bar á góma. Islenzk gestrisni var æðsta dyggð. Eftir að almæltum fréttaspurnum frá gamla föður- landinu var lokið, voru máski stokkuð spil, og mitt í gleðskapn- um var hrundið hurð frá stöfum. íslenzkur innbyggjari smeygði gegn um gættina sínum keltneska hnakka, sá, að hér var gestafagn- aður og mælti samsinnandi: „Þetta er skemmtilegur geimur.“ Var þá brosað góðlátlega og síðan hlegið innilega vegna þessa séreiginlega vestur-íslenzka dyragættarinn- skots. Geimfari hefði ekki lcom- izt betur að orði! En nú er húsfreyjan í Heima- stræti, Helga Sveinsdóttir Níelsson Westdal, sjónum horfin út í viðan geim. Hún var dóttir Sveins Níels- sonar frá Grímsstöðum á Mýrum og fyrri konu hans, Jónínu Margrét ar Theodórsdóttur frá Hraundal í Álftaneshreppi í sömu sveit. Lang- amma Helgu var Guðný Jónsdótt- ir frá Grenjaðarstað, annáluð skáld kona, sem á sínum tíma birti kvæði í Fjölni, tímariti Jónasar Hallgríms sonar og félaga hans. Kvæði henn- ar hafa verið sungin um Þingeyjar- sýslur allt fram á okkar daga. Svo kærkomin voru þau allri al- þýðu þar um slóðir. Systir Guðnýjar var Kristrún, kona séra Hallgríms á Hólmum í Revðarfirði, sem síðar ól upp Sig- ríði, dóttur Guðnýjar. Ki-istrún var ung heitbundin Baldvini Einars- syni, er í Kaupmannahöfn gaf út umbótarit sitt fyrir íslenska bænda stétt, Ármann á Alþingi. Úr ráða- hag varð þó eigi. Mun Kristrún hafa liarmað það alla ævi. Guðný giftist séra Sveini Níelssyni á Stað á Ölduhrygg á Snæfellsnesi. Tvö börn þeirra voru Sigríður og Jón Aðalsteinn menntaskólakennari, sem Sigurður Guðmundsson, stofn andi íslenzka Þjóðminjasafnsins, málaði olíumynd af. Sveinn og Guð ný slitu samvistum. Þá orti hún hið víökunna tregróf sitt: Vonin og kvíðinn víxlast á, veitir honum þó langt um betur, livort börnin muni og megi hjá mér framar hafa gott aðsetur. Sú áhyggjan er söm og jöfn. sælu þar til ég kemst í höfn. Sigríður, dóttir Guðnýjar og Sveins, sem samdi Prestatal og prófasta á íslandi og var auk þess rómaður hagleiksmaður á silfur- srníði, giftist Níelsi Eyjólfssyni frá Hafranesi við Reyðarfjörð, síðar bónda á Grímsstöðum. En dóttir Sveins af síðara hjónabandi var Elísabet, kona Björns Jónssonar ráðherra. Þeirra sonur var Sveinn, fyrsti forseti íslenzka lýðveldisins. Sveinn, faðir Helgu Westdal, og Sveinn forseti voru því systrasyn- ir. Þau Níels og Sigríður eignuðust sjö uppkomin börn. Var Sveinn elztur bræðranna, en yngstur var Haraldur, kennimaður og prófess- og í guðfræði. Er Sveinn var kom- inn á legg, gerðust tíðar Vesturferð ir íslendinga. Athygli Sveins sneiddi ekki hjá óvæntum hug- leiðingum. Og að því kom, að ljómi óþekkts lands speglaðist í augum Sveins frá Grímsstóðum, svo sem áður hafði endurskinið andlit drengsins í bæjarlæknum. Útþrá og reynsluþorsti réðu úr- slitum. Sveinn festi sér konu og ýtti frá landi. Winnipeg varð ákvörðunarstaður. Hér starfaði hann sem bókhaldari hjá Ash- downs Department Store, stærstu verzlun í Winnipeg um þetta leyti, og hér fæddist Helga dóttir hans 19. febr 1887. En barnið naut ekki lengi móðurlegrar umhyggju. Jónína dó 29 ára gömul, er Helga var aðeins þrevetur. Feðginin hurfu þá aftur heim til íslands 1890. Er heim var komið, átti stúlku- barnið athvarf hjá ömmu sinni að Grímsstöðum, sem gekk henni í móður stað. Síðar minntist Helga ávallt umönnunar hennar og ást- ríkis með mikilli þakksemd og bar jafnan mynd hennar með sér, hvert sem hún fór. Hún var Helgu verndarvættur frá bernsku til hinztu brottfarar. Sveinn, faðir Helgu, kvæntist öðru sinni 1892, Sigurlínu Sigurð- ardóttur, og reisti bú að Lamba stöðum á Mýrum. Þau eignuðust tvö börn, Sigríði og Jón Aðalsteir og eru þau bæði dáin. Fár er sem faðir, enginn sem móðir. Svo reyndist einnig hér. Stjúp- mæðgurnar áttu ekki lund saman Og því fór svo, að Helga leitaði aft- ur á vit fæðingarlands síns og hélt út til Kanada 1904. Veganesti ISLENDINGAÞÆTTIR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.