Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 2
MINNING
Guðný Þorsteinsdóttir
Lindarbakka
glaðsinna maður, hreinskiptinn og
/infastur, frjálshyggjumaður og
félagslyndur. Minnist ég þess, í
félagsskap í sveitinni, þar á með-
al er við unga fólkið stofnuðum
ungmennafélag, þá áttum við allt-
af vísan stuðning hans ef eitthvað
átti að framkvæma.
Guðbjörg, kona Sturlaugs, var
greind kona, mikið lesin og stál-
minnug, og var sérstaklega gaman
að ræða við hana og fræðast af
henni í góðu tómi. Móðir mín og
hún voru miklar vinkonur, og oft
var setið lengi við ána, er þær
fylgdu hvor annari að heimsókn
lokinni.
Árið 1912 brann íbúðarhúsið í
Snarartungu, var það stórt timbur-
hús og brann til ösku. Var þá
reist steinhús á jörðinni, og mun
það hafa verið fyrsta steinhúsið,
sem byggt var í sveit í sýslunni.
Þetta hús stendur enn, að vísu
ekki sem íbúðarhús. Auk þess
gerði Sturlaugur mikið að jarða-
og húsabótum í Snartartungu og
meira en þá gerðist almennt.
Börn þeirra hjóna voru þessi:
1. Jóna Þórey, lézt 26 ára. Hún
var fyrri kona Ólafs Jónssonar tré
smíðameistara á Borðeyri.
2. Ásmundur bóndi í Snartar-
tungu, kvæntur Svövu Jónsdóttur
frá Vatnshömrum í Borgarfirði.
3. Hjörleifur bóndi á Kimba-
stöðum í Skagafirði, kvæntur Ás-
laugu Jónsdóttur frá Vatnshömr-
um í Bongarfirði.
4. Séra Einar fyrrum prófastur
á Patreksfirði, hann lézt 23. sept.
1955 ókvæntur.
5. Hjörtur, bóndi í Fagra-
hvammi við Skutulsfjörð fyrri
kona hans var Arndís Jónasdóttir,
frá Borg í Reykhólasveit, semni
kona, Guðrún Guðmundsdóttir frá
Brekku á Ingjaldssandi.
6. Guðborg var gift Sæmundi
Einarssyni kennara, hann lézt 25.
maí 1948.
7. Jón, lézt af slysförum 7. des.
.1925,17 ára að aldri.
8. Halldóra, gift Kolbeini Jó-
hannssyni frá Hamarsheiði.
9. Eina dóttur misstu þau hjón
á barnsaldri.
Auk þessa ólu þau hjón upp
3—4 fósturbörn, að meira eða
minna leyti.
Lífið er nú einu sinni þannig,
að skin og skúrir vilja skiptast á.
Einnig var það svo hjá þessum
mætu hjónum, sorgin kvaddi dyra
$vg þau urðu að sjá sum af börn-
Fædd 10. október 1892.
Dáin 11. marz 1971.
Með Ijós í stafni er lagt á hafið,
þá liðinn er dagur að kveldi.
Þér birtist land, sem er blómum
vafið
og brosir í vorsólareldi.
Nú viðjar rakna og vonir rætast
og vetrarins afl er brotið.
Nú mildast hagir og meinin
bætast
og miskunn hins æðsta er lotið.
Á ævivori þig djarfa dreymdi
drauma um gæfunnar veldi.
Þótt særðu fjötrar, þín sál æ
geymdi
sólbros frá tendruðum eldi.
um sínum hverfa af þessum heimi
fyrir aldur fram þá var það án
efa trúarstyrkur þeirra, sem hjálp
aði þeim til að bera það mótlæti
með hugarró og sæmd.
Snartartunga er mikil og falleg
jörð, ein af þeim beztu í sveitinni,
er Sturlaugur og Guðbjörg bjuggu
þar, var aðstaða til ræktunar frum
stæð miðað við það, sem nú er,
samt sem áður sáu þau mikinn
árangur af starfi sínu þar, hvað
ræktun snerti, og allt sem gert var
miðaði að því að fegra og bæta
búskaparaðstöðuna.
En svo kemur að því, eftir lang-
an og árangursríkan starfsdag, að
gömul og ný saga endurtekur sig,
að hverfa verður frá óðalinu. Sjálf
sagt þarf ekki að lýsa því fyrir
neinum, hvaða tilfinningar þá
brjótast fram, en mér er minnis-
stæð i% mikla reisn er var yfir
Sturl v.ugi í Snartartungu, er hann
sté á bak reiðhesti sínum og reið
úr hlaði í síðasta sinn, til dvalar
í fjarlægu héraði.
Vopnafirði
Þú vildir hvarvetna gleðja og
græða
og gjafir þínar skal muna.
Þér lífið veitist í ljósi hæða
og laun fyirir kynninguna.
Þig blessi Guð, sem þú baðst og
treystir
og brautina greiði þína.
Á traustum grunni þú trúna
reistir
og trúleik æ vildir sýna.
Og mjúk er hvíla í
móðurörmum,
þá myrkvast heimur að kveldi.
Og ljósin kvikna þá lýkur
hörmum
og lykst upp gróðursins veldi.
Jórunn Ólafsdóttir,
frá Sörlastöðum.
Sumarið 1946 fluttust þau hjón
in frá Snartartungu, til séra Einars,
sonar þeirra, á Patreksfirði og Guð
borgar systur hans, sem þá var
ráðskona hjá bróður sínum.
Efast ég ekki um, að þar leið
þeim eins vel og unnt var. Stur-
laugur andaðist 8. júlí 1949 á 85.
aldursári.
Eftir lát séra Einars Sturlaugs-
sonar fluttust þær mæðgur til
Reykjavíkur, þar sem Guðborg
annaðist móður sína til dánardæg-
urs hennar, sem var 20. júlí 1971
síðastliðinn eða í 16 ár.
Líkamsleifar þeirra Snartar-
tunguhjóna, Sturlaugs og Guð-
bjargar voru flutt í kirkjugarðinn
á Óspakseyri, fer vel á því, enda
samkvæmt ósk þeirra.
Ég enda þessi minningarorð
með þakklæti til þessara gömlu og
góðu nágranna minna.
Blessuð sé minning þeirra.
Ólafur E. Einarsson.
% ÍSLENDINGAÞÆTTIR