Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 3
Minning þeirra er fórust með v/b Sigurfara Minning þeirra, sem fórust með v/b Sigurfara SF 58 Hornafirði, flutt í Hafnaridrkju 21. júlí 1971, af sr. Skarphéðni Péturssyni, pró- fasti í Bjamarnesi. t Lofa þú Drottin sála mín, Og allt, sem í mér er, hans heil- aga nafn. Undir þessi orð viljum vór öll taka nú, er vér erum hér saman- komin á sorgarstundu, til að minn ast skipverjanna 8, er hurfu í haf- ið með vélbátnum Sigurfara .7. apríl síðastl. En sá atburður verð- ur enn minnisstæðari sökum þess, að hann bar að um hádegisbil, og mátti segja að mjög margir þorps búa horfðu á, þótt þeir gætu engu ráðið um atburðarásina. Þegar Ing varsstrandið við Viðey er undan- skilið, þá er tæplega, að í annað sinn hafi svo margt fólk horft á jafnsviplegan atburð hérlendis. — Og þungt áfall mundi Reykjarvík- ingum nú, þykja ef þeir hefðu þurft að horfa á 700 unga menn, frændur og vini hverfa í hafið við bæjardyrnar hjá sér, en það er hlutfallslega jöfn missa og hér varð. — Víst er, að hver, sem verður áhorfandi að þvílíkum at- burði, er annar maður eftir en áð- ur. — Og hvað getur sá maður annað gert en snúið sér til Guðs, að lofa nafn hans og handleiðslu í hljóðri tilbeiðslu. Drottinn gaf, Drottinn tók, Lofað sé nafn Drottins. Vér minnumst Halldórs Jóhann- esar Kárasonar, er fæddur var að Syðra-Firði 13. marz 1939, sonur hjónanna Önnu Albertsdóttur og Kára Halldórssonar. Hann fór ung ur að sinna skyldustörfum og sýndi strax árvekni, dugnað og skyldurækni. Á unglingsárum fatl aðist hann við skyldustörf á sjó en lét það lítt fyrir vinnu standa. Hann fór í Stýrimannaskólann, lauk þaðan góðu prófi og var nú sem skipstjóri á Sigurfara að verða einn veiðisælastur hornfirzkra skipstjóra. Öldruðum foreldrum var hann stoð og stytta, en í þessu slysi misstu þau einnig tengdason, en höfðu áður misst tvö börn af slysum. — Á þeim sannast nú og áður, sú lífsspeki að mestu hetj- urnar er vér hittum, hafa aldrei á vígvöll komið, og mestu sigrar þeirra eru áföllin. Framkoma og drenglyndi Hall- dórs var á þann veg, að allir, sem kynntust honum, löðuðust að hon um. Enda ýmsir kostir hans frá- bærir, svo sem trygglyndi og vin- festa. Og þótt meðalhófið, sé að sögn, einn vandrataðasti vegur, er menn feta, þá veit ég ekki til að Halldór sálugi bæri út af þeirri braut. Hann var ókvæntur og barn laus. Líkamsleifar hans eru ófundnar. Vertu ekki hróðugur af morgun- deginum, Því að þú veizt ekki hvað dagurinn í dag ber þér. Vér minnumst Heimis Ólasonar, er fæddist hér á Höfn 15. des. 1945, sonur Hildar Benediktsdótt- ur og óla Sveinbj. Júlíussonar. Hér ólst hann upp hjá móður sinni og móðursystkinum ásamt tvíbura systur sinni Steinunni og fóstur- bróður Sigtryggi. Þar í húsi ræður eindrægni og samheldni lögum og lofum. Þess vegna varð uppeldi þessara barna, svo gott, sem raun ber vitni um, þótt margir stæðu að því, það sakar ekki þegar allir stefna í sömu átt. — Hér lauk Heimir skyldunámi, fór síðan að stunda sjó og í Stýrimannaskól- ann. Á Sigurfara var hann stýri- maður er dagurinn hans og þeirra allra, bar hann burt frá þeim morgundegi, er bæði hann og aðr- ir væntu sér svo mikils af. Það var auðfundið í viðtali, að hann var hvorki meðal- né meðal- mennskumaður, og myndi seint hafa látið berast með neinum straumi, nema þeim, er hann vildi sjálfur ráða. — Hann var ókvænt- ur og barnlaus. Líkamsleifar hans eru ófundnar. Rannsaka sjálfan þig á undan dómi, Þá færðu uppgjöf drottins er hann vitjar þín. Vér minnumst Víðis Sigurðsson- ar. Hann fæddist á Djúpavogi 26. janúar 1940, sonur Guðlaugar Sig- urðardóttur og Sigurðar ívarsson- ar. Hann ólst upp á Djúpavogi og byrjaði ungur sjómennsku heima hjá sér og í Sandgerði, en nokkr- ar vertíðir, líklega 6—8, var hann búinn að stunda sjó frá Höfn. Hann var, ásamt konu sinni Ás- dísi Árnadóttur frá Krossavík í Þristilfirði, búsettur að Baldurs- haga á Mýrum og með þeim stjúp dóttir hans, Freyja Sigurjóna. — Víðir var myndarlegur maður og dugmikill til verka og að honum mikill skaði, auðvitað þeim mest- ur, er þekktu hann bezt. Hér kynntist hann fáum en kynnti sig vel. Kunningjar blessa minninguna um góðan dreng og harma hve ævin varð stutt og endirinn óvænt ur, og að því, er oss fannst, í miðj um kafla. En hafa ber í minni, að flestar góðar sögur eru skammar, en ekki er þar með sagt að minna efnt sé í þern en öðrum lengri. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.