Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Qupperneq 7
Steindór Gunnlaugsson
Þann 17. fyrra mánaðar andað-
ist vinur minn, Steindór Gunn-
laugsson lögfræðingur, á Landa-
kotsspítala eftir um tveggja mán-
aða þunga legu.
Steindór fæddist á Kiðabergi í
Grímsnesi 25. september 1889.
Voru foreldrar hans Gunnlaugur
Jón Halldór Þorsteinsson, óðals-
bóndi og hreppstjóri í Kiðabergi,
dannebrogsmaður, sonur Þorsteins
Jónssonar kanselíráðs, sem var
sýslumaður í N.-Múlasýslu og bjó
á Ketilsstöðum í Eyðaþinghá, og
eiginkonu hans, Ingibjargar Gunn-
laugsdóttur, sem var fædd og upp-
alin í Reykjavík, dóttir séra Gunn
ars Oddssonar Dómkirkjuprests og
eiginkonu hans, Þórunnar Björns-
dótt'ur, Jónssonar prests í Bólstaða
hlíð og Soffía Skúladóttir, dóttir
séra Skúla Gislasonar, þá prests
á Breiðabólsstað í Fljótshlíðar-
hreppi og eiginkonu hans, Guð-
rúnar Þorsteinsdóttur, prests frá
Reykholti í Reykholtsdalshreppi.
Steindór Gunnlaugsson var því
af háu og góðu ættarbergi, enda
bar hann það með sér, líkamlega
og andlega.
Systkini Steindórs voru: Skúli,
látinn, er var óðalsbóndi í Bræðra-
tungu í Biskupstungum, Guðrún,
sem nú á heima í Reykjavík, Jón,
fyrrverandi fulltrúi í Stjórnarráði
íslands, Halldór, guðfræðingur, óð-
alsbóndi og hreppstjóri að Kiða-
bergi og Ingi, póstafgreiðslumaður
1 Reykjavík.
Öll hafa systkini Steindórs gifzt
nema Halldór, og er Jón tvíkvænt-
ur, en hefur misst báðar eiginkon-
ur sínar, og Guðrún missti einn-
ig sinn eiginmann.
Steindór Gunnlaugsson varð
stúdent vorið 1911 og lögfræðing-
ur 1915, og er víst, að hann stund-
aði námið afar vel og stóð sig því
jafnan vel í skóla.
Öll þau ár, sem Steindór var í
skóla, vann hann á heimili for-
eldra sinna baki brotnu að hey-
önnum um sláttinn, og var það
áreiðanlega yndi hans.
í sambandi við æsku Steindórs
Gunnlaugssonar get ég ekki látið
hjá líða að minnast dálítið á
bernsku- og æskuheimili hans. Á
Kiðabergi er sérsta-klega fagurt,
bergið skjólgóður vinur og vörð-
ur gegn norðangjósti og Hvítá
liggur sem silkiband við fætur
bergsins.
Heimili Gunnlaugs og Soffíu í
Kiðjabergi var vítt rómað og dáð
fyrir gestrisni þeirra, enda komu
þangað margir.
Steindór Gunnlaugsson, lögfræð
ingur, hóf fyrst starf á Akureyri.
Þar var hann fulltrúi bæjarfóget-
ans um tveggja ára skeið. Þar
kynntist hann sérstaklega fagurri
og góðri prestsdóttur, Sigríði Bryn
dísi Pálmadóttur, dóttur séra
Pálma Þóroddssonar, þá prests á
Hofsósi, og eiginkonu lians, Önnu
Jónsdóttur. Steindór og Bryndís
urðu hjón og voru gefin saman af
föður hennar á Hofsósi 24. maí
1918.
Um tíma var Steindór settur
sýslumaður Árnessýslu, þá til heim
ilis á Eyrarbakka. En hin ungu og
glæstu hjón áttu heima á Sauð-
árkróki meðan Steindór var sýslu-
maður Skagfirðinga.
Síðar varð Steindór Gunnlaugs-
son fulltrúi í Stjórnarráði íslands
um nokkurt skeið. Þegar Sjúkra-
samlag Reykjavíkur hóf starf, varð
Steindór starfsmaður þess um
sinn, síðan varð hann lögfræðing-
ur í Reykjavíkurborg, þangað til
hann hætti starfi vegna aldurs.
Öll störf sín rækti Steindór með
sérstakri skyldurækni. Steindór
Gunnlaugsson og Sigríður Bryndís
Pálmadóttir, eiginkona hans, áttu
tvö börn, Önnu Soffíu, sem gift
var Páli Sigurðssyni, rafmagnsverk
fræðingi, en hann er dáinn. Áttu
þau tvo syni. Og Gunnlaug for-
stjóra, sem kvæntur er Guðrúnu
Haraldsdóttur. Eiga þau tvo syni.
Steindór var áreiðanlega dásamleg-
ur afi, og ljósgjafar lífs hans voru
heimsóknir barnasonanna. Systkin-
in: Anna Soffía og Gunnlaugt'.r eru
sérstaklega góð, glæsileg og efni-
eg-
Það var fagurt og vinalegt heim-
ili, sem Bryndís bjó eiginmanni
sínum, enda nutu margir, meðal
þeirra ég, gestrisni þeirra í afar
ríkum mæli.
Steindór unni íslandi heitt, var
sannur sonur þess, vildi af heilum
huga velgengni þess og allan veg
sem mestan. Og hvað sveitina okk-
ar, Grímsnesið góða, snerti, unni
hann henni dag og nótt, sem
Kiðjabergsdrengurinn í anda
þeirra dýiðlegu orða skáldsins Sig-
urðar Jónssonar á Arnarvatni:
Blessuð sértu sveitin mín
sumar, vetur, ár og daga.
Aldrei heyrði ég vin minn, Stein
dór, hallmæla nokkrum manni,
enda var hann Ijúflingur og sann-
ur mannvinur.
Steindór Gunnlaugsson, lög-
fræðingur, var sérstakur vinur
foreldra minna og okkar systkin-
anna. Hann var svo mikill vinur
föður míns, séra Gísla Jónssonar,
að hann sagði oftar en einu sinni
við mig: „Kiðjaberg setti ofan,
þegar pabbi þinn dó“. Svo undir-
strikaði Steindór, ógleymanlega,
vináttu sína til föður míns með
sérstaklega fallegri og vinalegri
grein, sem birtist eftir hann í
Morgunblaðinu á eitthundraðasta
afmælisdegi föður míns.
Steindór var alveg sérstaklega
trúaður maður. í honum átti krist
in Vú og kirkja heilsteyþt-
an, traustan vin. Ég vissi til þess
að hann predikaði eitt sinn við
messu í Skálholtskirkju.
Stejndór Gunnlaugsson, lögfræð
ingur, var hestamaður mikill, enda
hesta- og dýravinur. Þá má með
senni segja, að það var sem hver
reiðgata brosti, þegar fætur gæð-
ings, sem Steindór reið, snertu
hana og blessuðu. Þá átti þessi vísa
við, þótt gæfumaður væri á ferð:
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
7