Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Qupperneq 9
MINNING
(
BERGLJÓT EIRÍKSSON
LÆKNIR
Þrátt yfir sumarið sólríkt og
lilýtt og heiðskíran himin, jafnvel
dag eftir dag, fær enginn undan
því vikizt að dimmir skuggar geti
fallið á veginn fram undan, að ský
dragi fyrir sól um liábjartan dag,
sem andar köldu úr óvæntri átt.
Slíkur skuggi hvílir nú yfir ung
um eiginmanni, börnum, öldruð-
um foreldrum og bróður ungrar
konu, sem skyndilega hverfur nú
af sjónarsviðinu langt um aldur
fram.
Frú Bergljót Eiríksson læknir,
kona Guðmundar Sigurðssonar
læknis á Egilsstöðum er látin, 34
ára gömul, frá þremur börnum
þeirra hjóna, sex ára, þriggja ára
og hinu yngsta á fyrsta ári.
Bergljót fæddist í Kaupmanna-
höfn 28. sept. 1936. Foreldrar
hennar eru Björt Eiríksson og Jón
Eiríksson skipstjóri, sem mikinn
liluta ævi sinnar stýrði farsællega
ýmsuu skipum Eimskipafélags ís-
lands «úlli landa. Þau hjónin áttu
tvö böin, Einar og Bergljótu, sem
bæði voru fædd í Kaupmannahöfn,
en þar var fjölskyldan búsett um
tíu ára sfceið.
Þegar síðari heimsstyrjöldin
skall yfir, var Jón á skipi sínu við
strendur íslands, en kona hans og
börn lokuðust inni í Kaupmanna-
höfn. Þó tókst svo giftusamlega
til að þau komust til íslands í hópi
annarra íslendinga 1940, sem lagði
leið sína um Petsamo í Finnlandi,
en þangað var fólkið sótt með m.s.
Esju,,sem mörgum er minnisstætt.
Fjölskylda Jóns skipstjóra settist
svo.að í Reykjavík og hefir átt þar
heima síðan.
Systkinin, Einar og Bergljót,
stundiiðu nám í Menntaskóla
Reýkjavíkur og luku bæði stúdents
prófi vorið 1956. Bergljót hóf svo
nám í læknisfræði í Háslkóla ís-
lands og lauk þaðan kandidats-
prófi 1964. Áður en námi hennar
var að fullu lokið, gegndi hún
störfum héraðslæknis, stuttan
tíma, bæði á Hólmavík og Laugar-
ási. Að loknu námi vann hún lækn
isstörf um skeið í ýmsum sjúkra-
húsum Reykjavíkur.
Bergljót giftist 30. maí 1964 eft-
irlifandi manni sínum Guðmundi
Sigurðssyni Guðmundssonar bak-
ara á ísafirði, er þá var læknanemi
í Háskóla íslands. Guðmundur
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skóla Akureyrar 1961 og kandi-
datsprófi í læknisfræði frá Há-
skóla íslands 1967. Hann stundaði
síðan læknisstörf í sjúkrahúsum í
Reykjavík um þriggja ára skeið og
var aðstoðar-héraðslæknir eitt ár
í Blönduóslæknishéraði. Snemma
á þessu ári var hann skipaður hér
aðslæknir í Austur-Egilsstaðalækn-
ishéraði. Fjölskyldan flutti svo til
Egilsstaða síðastl. vor, en þá voru
börn þeirra hjóna orðin þrjú.
En þegar framtíðarsól Bergljót-
ar skein sem skærast, dró óvænta
bliku á loft. Hún veiktist af berkl-
um 1965, og var hún um nokkurn
tíma sjúklingur á Vífilsstöðum.
Enda þótt hún næði aftur nolrikr-
um bata, gekk hún ekki hei- til
skógar eftir það og um Ieið vai
loku fyrir það skotið að henni .
auðnaðist að gegna áfram læknis-
störfum. Þetta mun hafa fallið
henni þungt og má vera, að það
mótlæti hafi valdið henni andleg-
um og líkamlegum hnekki. Við-
námsþrek hennar fór fram af
þessu, smátt og smátt dvínandi.
Hún lézt svo í svefni aðfaranótt
13. ágúst síðastl.
Guðmundur Sigurðsson lækn-
ir, hinn tuttugu og níu ára gamli
ekkjumaður, stendur nú sem á
bersvæði og hefir, einn sins liðs,
fyrir þremur kornungum börnum
að siá. En þótt hart sé að honum
vegið, mmi hann skilja miskunn-
arleysi þess valds, sem hann og
aðrir læknar eru sífellt að bægja
frá veikbyggðum mannanna börn-
um. Hann veit, að tíminn er lækn-
ir, sem leitast við að græða bæði
hin andlegu og líkamlegu sár.
Bergljót var mikið bg gott barn
foreldra sinna, sem setti jafnan
traust sitt á þá og leitaði þráfald-
lega skjóls hjá þeim, ekki sízt þeg
ar andstreymi lélegrar he' su
þrengdi að. Þetta skjól brást henni
heldur aldrei og er aðdáunarverð
aðstoð þeirra við hana og um-
hyggja þeirra fyrir velliðan henn-
ar og velfarnaði. Þegar vanheilsa
hinnar ungu móður hindraði hana
við móðurstörfin, en heimilisfaðir-
inn önnum kafinn við skyldustörf,
áttu litlu hörnin annað heimili sitt
hjá ömmu og afa, sem þrátt fyrir
aldur og lélega heilsu, gengu þeim
í foreldra stað svo af bar.
Allir þeir, sem kynntust Berg-
ljótu, munu nú við vegamótin,
kveðja hana með innilega hlýju
þakklæti fyrir góða, en alltof stutta
samfylgd. Þeir munu lengi minn-
ast þessarar ungu, ljúflyndu, bros
mildu konu og senda ástvinum
hennar öllum samúðarkveðjur sín-
ar.
Sigurvin Einarsson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
9