Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 10
LEIFUR HARALDSSON
Hann Leifur minn er dáinn, og
ég heyri því aldrei framar sér-
kennilegu og hlýlegu röddina hans
segja í símanm „Elsku vinur. -Ég
hringi nú bara til þess a'ð vita
hvernig ykkur líði“.
Og hann hringdi oft á liðnum
árum, því að hann var frændræk-
inn og góður vinur vina sinna. En
nú er hann allur, enn á góðum
aldri. Ekkert er við því að segja.
Því kalli verða allir að hlýða. Ég
veit, að umskiptin komu Leifi ekki
á óvart, því að síðustu æviárin hafa
verið mikið þjáningatímabil í lífi
hans. En þjáníngar sínar bar Leif-
ur með karlmannlegri hetjulund,
kvartaði ekki, en gat rætt um sjúk
dóm sinn með ískaldri ró og æðru
eysi.
Hann hefir dvalið á sjúkrahús-
um mánuðum saman, síðan skán-
að í bili og unnið um tíma, en
farið svo í sjúkrahús aftur. Er ekki
dauðinn bezta lausninn á slíku
ástandi- Það virðist skynsamleg
ályktun. Og þjáningabörnunum líð
ur vonandi betur í tilveru annars
heims. Það er mín bjargföst trú og
ég hygg, að Leifur hafi verið á
svipaðri línu, en hann talaði lítt
um trú sína. Hann var dulur um
þau efni. En mér kemur í hug, að
hann hafi haft svipaða skoðun í
þeim efnum og afi hans, Guðmund
ur ísleifsson á Háeyri: Óbifanlega
og sterka trú á einn almáttugan
guð og framhald lífs eftir dauð-
ann.
Þegar ég nú horfi á eftir Leifi,
verður mér fyrst fyrir að rifja upp
sögu hans í fáum dráttum, sögu,
sem mér er vel kunn um hálfrar
aldar skeið. Hann var skólabarn
mitt á Eyrarbakka og kona mín
var föðursystir hans. — En mér
finnst það nú eitthvað öfugt, að
ég skrifi um hann látinn, en hann
ekki um mig, gamlan skrjóð!
Leifur fæddist í Reykjavík 2. júní
1912. Foreldrar hans voru hjónin
Haraldur Guðmundsson, ísleifsson
ar frá Háeyri og Þuríður Magnús-
dóttir, Bergsteinssonar, trésmiðs
frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi.
Eru ættir þeirra allþekktar og
margt ágætra manna, bæði fyrr
og síðar, er af sama stofni. Verð-
ur það ekki frekar rakið hér.
Leifur ólst upp hjá foreldrum
sínum, fyrst í Reykjavík og síðan
á Eyrarbakka. En þau fluttust aft-
ur til Reykjavíkur 1933 og átti
Leifur heimili hér jafnan síðan.
Iiann var elztur 7 systkina. Leif-
ur var ágætur námsmaður og hefði
sjálfsagt flogið í gegnum lands-
próf og stúdentspróf, ef hann
hefði verið unglingur nú. Síðan
mundi hann hafa stundað háskóla-
nám, sennilega norrænar bók-
menntir, sögu og ættvísindi: Þær
námsgreinar heilluðu hug hans
alla tíð og hann vann þar allmik-
ið verk að lokum. En á æskuárum
Leifs voru erfiðari tímar en nú,
fátækt meiri og framhaldsskólar
fáir. Þó tókst Leifi að stunda nám
bæði á Laugarvatnsskóla og Sam-
vinnuskólanum og gat sér þar góð
an orðstír. En ekki festist hann
lengi við verzlunarstörf. Hugur
hans var alltaf bundinn við bækur
og bókmenntir. Hann las alltaf
mikið góðar bókmenntir og vann
um tíma við pró-farkalestur, fékkst
við þýðingar o.fl. En það gaf lítið
í aðra hönd, svo að hann varð að
vinna fyrir brauði sínu við erfiðis
vinnu, en það varð honum oft erf-
itt. Hann var ekki mikill bógur til
líkamlegrar vinnu, enda aldrei
heilsusterkur. Málhelti tafði hann
og nokkuð. Hann fékk ekki störf
við sitt hæfi, fyrr en hann réðst
til starfa á pósthúsinu fyrir 20 ár-
um. Það starf stundaði liann af
kostgæfni meðan líf entist, og þar
mætti hann skilningi og vináttu
samstarfsmanna sinna og undi hag
sínum vel. í frítímum sínum stund
aði hann lestur og rannsóknir á
söfnunum hér, einkum varðandi
ættfræði. Mér er sagt, að hann
hafi gert merkar athuganir í
þeirri fræðigrein, sem áður voru
ókunnar.
Síðustu árin eignaðist Leifur eig
in íbúð og þá gafst honum meira
næði til tómstundastarfa, enda
þótt hann væri alltaf einbúi. Hann
kvæntist aldrei og átti ekki börn.
En barngóður var hann og lét sér
mjög annt uin þau systkinabörn,
sem hann kynntist bezt. Árum sam
an var hann stóð og styrkur aldr-
aðrar móður sinnar, eftir að faðir
hans dó. Hún var mikill sjúkling-
ur oft og einatt, síðustu æviárin,
og Leifur sýndi henni þá mikla
ástúð og umhyggju.
Leifur var skarpgreindur mað-
ur, fremur ör í lund og viðkvæm-
ur, en venjulega glaðlyndur og
léttur í máli. Hann var mjög orð-
heppinn og oft fyndinn, en gat
jafnvel verið meinyrtur ef í það
fór. Hann lét ekki eiga hjá sér
hnífilyrði og eru alþekkt sum til-
svör hans. Hann var rökfastur í
skoðunum og djarfmæltur við
hvern sem var. Hann var félags-
hyggjumaður góður og starfaði af
krafti í ýmsum félögum, t.d. ung-
mennafélögunum fyrst í stað, síðar
stjórnmálafélögum, skólafélög-
um o.fl. Það munaði um Leif,
hvar sem hann tók í ár, ve-gna
skarpskyggni hans og lifandi
10
ÍSLENDINGAÞÆTTIR