Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 12

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 12
skáldið séra Sigurður Einarsson frá Holti: MINNINC Guðrún Björnsdóttir Brúarhlíð „Ég sit í svölum kjallara og söngla raunakvæði, og les í gömlum grallara í góðri kyrrð og næði. En eitt sinn var ég ungur sveinn og átti drauma bjarta. Þótt sitji nú að sumbli einn með sviða í öldnu hjarta“. Skáldleg tilþrif bókmennta- mannsins leyna sér ekki. Þannig setti Leifur gjarna persónulegt svipmót sitt á þann mannfagnað, sem hann sótti og sýndi jafnan hverjum myndugleik og menntun hann bjó yfir. Það fór vart á milli mála, að Leifur gat verið bituryrtur og meinlegur, ef því var að skipta. Sumir tólcu honum þetta illa upp, en réttara mun að skýringin sé e.t.v. sú sama og í viðvörun Bjarna Thorarensen í eftirmælum hans um Odd Hjaltalín gegn „ámæli“ »»• • • orð þó hermdi hann, er hneyksluðu suma, það voru frostrósir feigðarkulda, harmahlátrar og helblómstur“ manns, sem aldrei gekk heill til skógari — bar ekki byrði sína á torg — en leit lífið og tilveruna fránum augum vitsmuna og til- finninga. Með andláti Leifs Haraldssonar er góður drengur og mikilhæfur genginn — maður, sem setti sterkt svipmót sitt á umhverfið, þrátt fyr ir hatrama lífsaðstöðu, sem fáum einum er gefin karlmennska og mannkostir til að sigrast á — sjálf um sér til sáluhjálpar og öllum til fyrirmyndar. Baldvin Þ. Kristjánsson. Eitt af fleygustu kvæðum Guð- mundar Friðjónssonar er „Ekkjan við ána“, hinn hugljúfi og raun- sanni óður um önn fátækrar móð- ur, sem þó átti yfir að ráða þess- ari ótæmandi auðlegð af hjálpfýsi og drenglund, af móðurást og móð urfórnum, — verðmætum, sem eru þess eðlis að vera aldrei bor- in á markaðstorg, aldrei færð á verðlagsskrá, enda aldrei talin fram til Skatts. Þó hvílir á þeim hin ómælda skattheimta á hendur ástúðar og umhyggju. Samt vaka þær í vitund þeirra er njóta, hvað sem því mati líður, sem atvik og áróður áranna leggja á eðli þeirra og gildi. Samtíð okkar á erfitt með að skilja til fulls gildi þeirrar stað hæfingar Guðmundar um barna- uppeldi ekkjunnar, að hún „kenndi þeim að' lesa, kemba, prjóna og spinna, hún kenndi þeim fyrst að tala, svo að ganga og vinna“. Þó er þetta óvéfengjan- leg staðreynd, saga, sem gerðist og þeir þekkja mæta vel, er þefckja og muna islenzka sveitahætti jafn- vel allt til aldamóta, þó sú saga, sem hér er minnzt, gerðist drjúg- um síðar. Guðmundur brá upp annarri mynd, sem alþekkt var en er furðulega fjarlæg okkur í dag: „En yngsta reifastrangann sinn út í túnið bar Þau eldri skyldu hans gæta, — er „pabbi“ að slætti var. í lágri þúfnaskorning, í ljósi sólar hollu. Þar lék hann sér að smára og fífli og biðukollu. Og hrífu sinni brá hún og hart að ljánni gekk, sem harðla skjótt gekk saman og varð að dreifðum flekk“. En þetta er þáttur 1 sömu sög- unni, þáttur, sem ég las bókstaf- lega á túninu í Tungukoti, þáttur, sem við óskum ekki að verði end- ui'tekinn. Og þó, — vakna hvergi spurningarnar: Áttu þessir þættir ekkert mannræktar — eða menn- ingar-gildi? Er það þjóðinni að- eins andlegt og efnislegt gróðafyr irtæki, að þessar myndir hafi með öllu þurrkazt út? Þessu verður ekki freistað að svara hér, enda trúlegt að djúpt verði á fullgildu svari. Sveitin mín kvaddi „ekkju við ána“, laugardaginn 7. ágúst s.l., hljóðláta en þó önnum hlaðna langa ævi, sem aldrei kvaddi sér hljóðs á þingum samtíðarinnar, en hélt þeim mun öruggari um stjórn völinn á því aldarfari, sem hún réðist á. Og þó hún sæti ekki „í þrjátíu ár“, „í þröngum ekkju- stakki", svo enn sé vitnað til G. Fr., sat hún þar samt löngum ein- stæð, þegar maður hennar var að heiman kvaddur til langdvala á sjúkrahúsum, enda löngum van- heill, þótt heima dveldi. Guörún fæddist 25. ágúst 1898 á Brúnastöðum í Lýtingsstaða- hreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Steinsdóttir og BjÖrn Jónasson. Faðir Bjargar var Steinn líf ÍSLENDiNGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.