Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 13

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 13
MINNING ( Þórólfur Arnkelsson Þorkelsson, bónda á Barkarstöð- um, Þorsteinssonar. Var Steinn bróðir hins þekkta héraðshöfð- ingja Árna Á. Þorkelssonar á Geita skarði. Björn var sonur Jónasar bónda á Grófargili, Sigfússonar bónda í Selhaga, Oddssonar bónda í Geldingaholti, Oddssonar Móðir Björns var Sólveig Önundardóttir. Ættir Guðrúnar verða ekki raktar hér frekar. Foreldrar Guðrúnar dvöldust í Skagafirði til vorsins 1907, er þau fluttust að Syðra-Tungukoti í Blöndudal að þröngum landsnytj- um. Fyrir var á býlinu, sem var nytjarýrt, Stefán Árnason, ekkill með son sinn Þorgrím 15 ára. Sá búferlaflutningur varð Guðrúnu örlagaríkur. Þau Þorgrímur giftust 25. júní 1917, hún þá aðeins 19 ára að aldri. Þar átti hún síðan heimili til æviloka. Hún lézt á Hér aðshælinu á Blönduósi 28. júlí s.l. Þau hjón tóku þegar við búsfor ráðum þar í Tungukoti. Um arfa- hlut var þar ekki að ræða. Stefán faðir Þorgríms bjó alla ævi við þröngan hag, löngum á nytjarýr- um fjallabýlum. Hagur hans rýmd ist ekki sem neinu nam, þótt hann næði eignarhaldi á býlinu, enda var hann orðinn roskinn maður þegar hann kom þangað. Hjá þeim hjónum dvaldist hann til æviloka. Þau hjón höfðu þröngan skó á fæti þegar í öndverðu. Á þau hlóðst ómegð. Þau eignuðust sex börn. Náðu fimm þroskaaldri og eru öll á lífi. Son misstu þau á barnsaldri. Eitt barna þeirra var langdvölum hjá föðursystur sinni. En í þess stað bættust í bú þeirra tvö börn vandalaus, sem þau ólu upp til þroskaára. Munu meðlög þeirra hafa dregið skammt. Við þetta bættist og það, sem áður er bent til, að Þorgrímur átti löngum við vanheilsu að stríða. Var hann því oftar enn um sinn kvaddur til langdvala á sjúkrahúsum. Þegar þessar minningar eru rifjaðar upp, mun fleiri af nágrönnum þeirra en mér hlýna í hug, þegar honum er rennt til þeirrar háttvísi, þess hreinláta menningarbrags, sem ein kenndi heimili þeirra, og sem Guð rún missti aldrei tök á, sem í raun inni gerði fátækt þeirra að alls- nægtum. Þetta kann að þykja fjar stæða. Þó eru það sannindi að alls nægtir hvíla ekki nema að öðrum þræði á auð fjár. Þau hvíla líka á fullnýtingu þess, sem fyrir liendi er, — á þeirri menningu, sem Fæddur 14. febrúar 1952. Dáinn 31. júlí 1971. Hugur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér of sefa. Þessi orð úr Hávamálum hafa aftur og aftur leitað á hugann, eftir að mér barst fregnin um lát nemanda míns Þórólfs Arnkels- sonar frá Hraunkoti í Aðaldal. En þar fæddist Þórólfur 14. febr. 1952, sonur hjónanna Hólmfríðar Jónsdóttur og Arnkels Þórólfsson- ar. Hann lauk landsprófi miðskóla við Gagnfræðaskóla Húsavíkur vor ið 1970 og brófi úr 5. bekk (fram- haldsdeild) sama skóla vorið 1971. Fá störf leiða jafnvel í ljós og kennarastarfið, hve ólíkir einstakl- ingarnir eru á margan hátt. Sum- ir eru fljótir að kynnast og eins og lesnir ofan í kjölinn á skömm- um tíma, aðrir eru dulir og sein- teknir, eins og þeir búi yfir ein- hverju, sem smám saman, er að stendur að baki þess, sem eyða má. Séu þessir þættir metnir til fulls, var Guðrún Björnsdóttir bjargálna í fátækt sinni, þótt aldrei hefði hún á skólabekk sezt. „í þjóðgötunni miðri í þrjátíu ár hún bjó“, kvað G. Fr. Það er og einn þáttur í sögu þeirra Tungu kotshjóna. Þar við túnfótinn var ferja á Blöndu flest þau ár, sem þau bjuggu þar. Þessu fylgdi erf- iði, margs konar átroðningur og gestanauð, lítt goldið löngum og engu meira metið. í því efni var „hinn sjöundi sýkn“ og næturfrið- ur ósjaldan rofinn. Þau bjuggu því lengi „í þjóðgötunni miðri“ við er- il hennar og ónæði, að gestrisnu þeirra ógleymdri. Eins og áður er sagt varð þeim sex barna auðið. Á lífi eru: Aðal- björg húsfreyja í Holti á Ásum, gift Pálma Ólafssyni, Stefán verka maður í Reykjavík, kvæntur Ingi- björgu Guðjónsdóttur, Sigurbjörg, koma í ljós. Og stundum ex erfitt að komast inn úr skelinni ef það þá tekst. Þórólfur var dagfarsprúður og bar ekki mikið á honum hversdags lega. Eftir tveggja vetra nám þekkti óg hann takmarkað sökum þess, hve dulur hann var og fá- skiptinn, og þó var ekki hægt að komast hjá því að taka eftir hon- um vegna hinna fjölhæfu gáfna, sem hann bjó yfir. Hann var ágæt- ur námsmaður svo og vaskur íþróttamaður, frábær í leikfimi, teiknari prýðilegur, og auk þess bjó hann yfir gáfu, sem kynfylgja hefir verið í Hraunkotsætt, hann var „skólaskáldið“. Frá honum komu margar hnyttnar, græsku- lausar en skemmtilegar stökur, sem fleygar urðu og virtust benda til, að á þeim vettvangi yrði hann vel liðtækur, entist honum aldur. íslenzkir stílar svo og ritgerðir hans vöktu athygli. Þar fóir saman þrosk uð hugsun, auðugt málfar og næm málkennd. Var enda ekki óalgengt, að stílar hans svo og ritgerðir húsfreyja á Tannastöðum í Hrúta- firði, gift Daníel Daníelssyni, Björn, verkamaður á Hofsósi, kvæntur Guðbjörgu Guðnadóttur, og Emilía, húsfreyja í Brúarhlíð (svo heitir Syðra-Tungukot nú), gift Guðmundi Eyþórssyni. Vil- hjálm misstu þau barn. Uppeldis- börnin eru: Hannes Ágústsson, iðn reki í Reykjavík og Pálína Páls- dóttir, húsfreyja, einnig búsett þar. Öll bera þau glögg merki þeirrar menningar, sem þau eru fóstruð við. Þorgrímur lézt 13. ágúst 1955. Guðrún átti við vanheilsu að stríða um langt skeið. Eins og áður seg- ir, taldi hún heimili sitt í Brúar- hlíð til lokadægurs. Þar hafði hún nnnið mest og unnað heitast. Ég þakka henni nágrenni og samfylgd og sendi börnum hennar samúðar- og vinarkveðjur. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.