Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Page 19
foreldranna Jafnan með ást og
virðingu. Og hvar sem hún fór
fylgdi henni traustvekjandi virðu-
leiki. Áhrif hennar voru slík, að
þaö var oftast þægilegt að gera
vilja hennar. Hún var og rík af
samúð og slkilningi, sem bæði kom
fram við hörn og gamalmenni, er
á heimili hennar áttu athvanf. Og
gott var að eiga hana að sem ná-
granna. Þær mágkonurnar, móðir
mín og Sesselja, voru góðar vin-
konur og heimsóttu oft hvor aðra,
þegar tilefni og tækifæri gafst. Og
í margs konar andstreymi átti móð
ir mín jafnan vísan hlýhug og
hjálpandi hendur Sesselju. Þess
minnist ég einnig, að þegar þær
töluðu hvor um aðra, þá fylgdu
oftast einhver blessunarorð, sem
lengi yljuðu um hjartarætur og
gera raunar enn. Það hugarfar,
sem er uppspretta slíkra orða,
bendir ótvírætt til þess, að gildi
góðrar samfylgdar um lífsveginn
takmarkist ©kki við nein vegamót,
heldur stafi ljós- og ylgeislum til
allra átta.
Þau Jón og Sesselja hættu bú-
skap á Kambi árið 1946 og fluttu
í íbúð á Leifsgötu 20 hér í Reykja-
vík. Var Jón þá farinn að heilsu
og andaðist árið eftir. En næsta
áratuginn hélt Sesselja áfram
heimilishaldi. Áttu þá yngstu bræð
urnir og fósturdóttirin athvarf hjá
henni og sömuleiðis Sigþrúður,
systir hennar, sem meðan starfs-
þrek entist, hafði verið hennar
önnur hönd og að allra dómi ein-
stök sæmdarkona. Fáum árum eft-
ir fráfall hennar fluttist Sesselja
til Elínar, dóttur sinnar, að Ægis-
síðu 56 og dvaldist þar sín síðustu
ár, við mjög góða aðbúð og um-
hyggju. Á þeim árum fór hún
nokkrum sinnum, að sumarlagi,
vestur í sveitina sína og dvaldist
þá smátíma hjá vinafólki þar og
í Geiradalshreppi, því að alls stað-
ar var hún kærkominn gestur.
Eftir að Sesselja settist að hér
syðra, heimsótti ég hana öðru
hverju, oig oftast miðlaði hún mér
þá einhverju af lífsreynslu sinni
og lífsgleði, bæði í sambandi við
gamlar endurminningar og ekki
síður, er trúmál, eða önnur þjóð-
félagsmál, bar á góma. Minnist ég
m.a. umburðarlyndis hennar og
víðsýni í þeim efnum. Hún fór
ekki troðnar götur, heldur hafði
hún, á grundvelli góðs uppeldis og
á langri starfsævi, myndað sér eig
in lífsskoðanir, sem án efa reynast
henni holt veganesti á þeirri fram
lífsbraut, sem hún er nú horfin
inn á.
Tæpast verður annað sagt, en að
Sesselja hafi verið hamingjukona,
hún ólst upp á fyrirmyndarheim-
ili, hún var jafnan heilsugóð og
lífsglöð, hún naut, að verðleikum
vináttu og virðingar samferðafólks
ins á lífsleiðinni, hún lifði lengi í
farsælu hjónabandi og eignaðist
mannvænleg börn, sem jafnan
sýndu henni ástúð, virðingu og um
hyggju. Þannig er gott að lifa hér
og líka að hverfa til annars lífs.
— Á ævikvöldinu, að enduðum
löngum starfsdegi, hygg ég, að
Sesselja hafi oft hugsað eitthvað
svipað og skáldið, sem sagði:
„Nú fer sól að nálgast æginn,
og nú er gott að hvíla sig,
og vakna ungur einhvern daginn
með eilífð glaða kringum mig“.
Vertu sæl að sinni, kæra vin-
kona. Hjartans þakkir fyrir góða
samfylgd.
Sæmundur Björnsson
frá Hólum.
f
Fáir munu telja það ótímabæran
atburð, þótt einhver sé kallaður
frá jarðlífinu eftir 9 áratuga ævi-
skeið. Þegar svo er komið, mun í
flestum tilvikum hin eiginlega
starfsævi langt að baki, og marg-
ur einn hafa verið „úr leik“ um
árabil, öðrum mikið úr minni lið-
inn utan sínum allra nánustu. Þeg
ar svo andlátsfregnin berst, líður
hún gjarnan hjá sem lítt merkjan
legur andblær, er við fáu og fáum
hreyfir. Þó getur hið gagnstæða
átt sér stað — að slíkur atburður
ýti við, höfði sterklega til lífsins
sjálfs. Þannig fannst mér með and
látsfregn frú Sesselju Stefánsdótt-
ur frá Kambi. Þegar mér barst
fregnin um lát hennar, var sem
tjald væri dregið frá leiksviði, og
sveitin mín og mannlíf hennar,
eins og það var fyrir 4—6 áratug-
um, sté fram ferskt og lifandi. í
þann tíð bjuggu að Kambi í Reyk-
hólasveit hjónin Jón Hjaltalín
Brandsson og Sesselja Stefánsdótt
ir, sem í dag er kvödd hinztu
kveðju frá Neskirkju í Reykjavík.
Sesselja fæddist að Berufirði í
Reykhólasveit 22. júní 1881, dóttir
Stefáns bónda þar Jónssonar,
Ormssonar bónda á Kleifum í Gils
firði, en móðir hennar — kona
Stefáns — var Guðrún Andrésdótt
ir Guðmundssonar, hreppstjóra í
Gautsdal í Geiradalshreppi. Var
Stefán í Berufirði föðurbróðir Snæ
bjarnar í Hergilsey. Mátti segja að
þau hjón bæði væru komin af
traustum, breiðfirzkum ættstofn-
um, enda leyndi sér ekki hjá þeim
hinn góði ættararfur. Var Stefán
framámaður í sveitinni og hafði
almennt traust og hylli. Heyrði ég
í bernsku þeirra Berufjarðarhjóna
aldrei nema að góðu getið.
Það lá samt ekki fyrir Sesselju
að alast upp hjá sínum ágætu for-
eldrum. Ársgömul var hún tekin
í fóstur af læknishjónunum í Bæ
í Króksfirði — frú Elísabetu Jóns-
dóttur prófasts að Steinnesi og
Ólafi Sigvaldasyni lækni. Eklci
munu þau læknishjónin liafa tek-
ið þetta fósturbam af gustuk, en
miklu frekar í vináttuskyni, því að
áreiðanlega treystust Berufjarðar-
hjónin til að sjá sínum íurborða,
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
19