Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 22
ingarblæ, er fyliti barnshuga
minn hrifningu.
Æsikuheimili Garðai's í Þverdal
var annálað fyrir gestrisni og glað
værð, og hvergi hefi ég heyrt feg
urri söng, en þegar þau hjónin í
Þverdal og börn þeirra sungu fyr
ir gesti síná
í Aðalvík é-í sumarfagurt, og óef
að hafa töfrar hinnar stórbrotnu
náttúru í Þverdal haft djúp áhrif
á Garðar. því engan hefi ég þekkt,
sem tengdari var sinni heima
byggð en hann, og reyndar hafa
þau sysfkLn öll sýnt æskustöðvun
um meiri ræktarsemi en almennt
gerist, og gefið öðrum gott og
eftirbrevtanlegt fordæmi.
1935 hélt Garðar að heiman og
réðst þá til sveitunga síns Klemens
ar Kristiánssonar á Sámsstöðum.
Þar vann hann við jarðræktarstörf
í tvö ár, eða til 1937, er hann fór
til náms í Bændaskólann á Hvann
eyri. 1939 útskrifaðist hann þaðan
og næstu þrjú árin vann hann ým
ist við búskap eða önnur störf þar
til 1942, að hann réðst til lögreglu
starfa hér í Reykjavík, en þar
starfaði hann í nær tvo áratugi,
eða þar til hann réðst sem hús
vörður við Laugalækjarskólann.
Garðar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Bertu Hannesdóttur
frá Vaðstakksheiði, Neshreppi ut
an Ennis á Snæfellsnesi 8. maí
1943. Berta Hannesdóttir er dug
mikil og góð kona, sem staðið hef
ur trútt við hlið manns síns og
ber heimili þeirra dugnað hennar
og atorku gott vitni. Þegar Garðar
veiktist fyrir meira en tveimur ár-
um, tók Berta við störfum hans
auk heimilisstarfanna, og hefur
með einstæðum dugnaði séð heim
ilinu farborða.
Þau Garðar og Berta eignuðust
fimm börn, en þau eru:
Edda Gerður, gift Jóni Waage
flugstióra.
Guðmundur Snorri, sem nýlega
hefur Lokið námi f flugumferðar
stjóm, kvæntur Pálínu Ágústsdótt-
ur.
Hannes, sem er við nám, og Guð
rún Elsa og Erla Gígja, en þau
þrjú síðasttöldu eru enn í foreldra
húsum.
Áður en Garðar kvæntist, eign
aðist hann eina dóttur, Jónínu, er
ólst upn hjá foreldrum hans.
Garðar var vel gerður um flesta
hluti. Hann var í hærra lagi, þrek-
inn og vel að manni, háttvís og
hið mesta prúðipenni í allri fram
göngu. Átti hann því létt með að
umgangast hvern og einn. Þessir
eiginleikar komu að góðu haldi í
lögreglumannsstarfinu, sem fór
honum sérstaklega vel úr hendi,
sem og öll önnur störf, er honum
voru fengin, og hann rækti af trú-
mennsku og samvizkusemi.
Garðar átti sér mörg hugðar
efni utan starfsins. Hann var
óvenjulega músikalskur og hafði
fagra söngrödd. Söng hann í Karla
kór Reykjavíkur í 26 ár, eða þar
til hann veiktist.
Garðar var traustur og góður fé
lagi, glaðvær, skemmtinn og hjáíp
samur, svo af bar. Ég minnist
ótaldra gleðistunda, er við félagar
hans áttum með honum, allt frá
bernskudögum. Á þær minningar
slær hvergi skugga.
Garðar kvaddi þennan heim í
einhverjum fegursta sólmánuði, er
við höfum lifað, þegar náttúran
skartar sínu fegursta, og sólin
breytir þessu landi í undraveröld.
Djúpur harmur er nú kveðinn
að konu hans, bömum, áldraðri
móður og öðrum ástvínum. Megi
sólin brjóta sér braut gegnum hið
svarta sorgarský, sem nú hefur
dregið fyrir, o g verða sá orku
gjafi, sem hjálpar þeim til að
mæta hinum mikla missi, og
breyta sorg og erfiðleikum í von
og yl frá minningu Garðars, sem
ekkert fær grandað.
Það var bjart yfir lífi Garðars
Guðmundssonar, og það verður
ávallt bjart um minningu hans.
Við hjónin sendum aðstandend
um hans innilegar samúðarkveðj
ur.
Gunnar Friðriksson.
f
Mætur samborgari er horfinn af
sjónarsviðinu fyrir aldur fram,
Garðar Guðmundsson fyrrum lög-
regluþjónn. Fáein kveðjuorð
skulu flutt af skólabróður og
starfsfélaga í mörg ár, þakklæti
fyrir góða kynningu I meira en
3 áratugi, þar sem aldrei bar
neinn skugga á. Lífssaga Garðars
skal ei rakin hér nema í örfáum
orðum.
Hann fæddist í Aðalvík í N-ísa-
fjarðarsýslu. — Foreldrar hans
voru Guðmundur Snorri Finnboga
son og Jónína Sveinsdóttir, hin
mætustu hjón, enda bar Garðar
það með sér við fyrstu kynni, að
hann hafði fengið gott uppeldi.
Sveit hans, einkum Aðalvíkin átti
alltaf mikil ítök í honum, ekki
hvað sízt eftir að byggðin eyddist
að fólki með fasta búsetu. Var
hann ásamt bræðrum sínum í far-
arbroddi þess merka félagsskapar
Átthagafélags Sléttuhrepps, sem
stofnað var til varðveizlu sögu og
menningarerfða þessarar fyrrum
fjölmennu sveitar. Einn þáttur
þessa félags er útgáfa ritsins
Sléttuhrepps, sem er merkilegt
framtak um sögu byggðar og bú-
enda vestur þar.
Garðar lauk prófi úr Hvanneyr-
arskóla 1939 og starfaði um skeið
til sjós og lands. 1942 gekk hann
í lögreglu Reykjavíkurborgar og
starfaði þar hátt á annan áratug,
þar til hann saeði upp stöðu og
gerðist skólaumsjónarmaður
Laugalækj arsfcóla.
Hann kvæntist um það leyti er
hann gekk í lögregluna hinni mæt
ustu konu, ættaðri af Snæfellsnesi,
Bertu Hannesdóttur skólaumsión-
armanns Elíssonar og konu hans
Guðrúnar Guðbjörnsdóttur. Börn
þeirra Garðars eru 5 en áður hafði
hann eienazt eina dóttur.
Garðar var starfsmaður góður,
reglusamur um allt, sem að starfi
hans laut, enda ávann hann sér
traust samverkamanna, hvort sem
það voru yfirmenn hans eða undir
menn.
Sem samstarfsmaður hans í nær
tvo áratugi er mér ljúft að minn-
ast hans sem góðs félaga og dreng
skaparmanns. Honum virtist sá eig
inleiki alltaf tiltækur að laða hið
rétta og jákvæða fram í hveriu
máli. Glaðlyndi og góðvild voru
hans aðalsmerki, og átti hann létt
með að deila geði með öðrum, efcki
hvað sízt á góðra vina fundum.
Hann var söngmaður góður, hafði
fagra tenórrödd og það heyrði ég
eftir kunnáttumanni, að Garðar
hefði náð langt á þvi sviði, hefði
hann ungur lagt á þá braut. Hann
var óspar á krafta sína í þágu þess
málefnis, þvi að í nær þrjá ára-
tugi var hann virkur félagi I karla
kórum, Lögreglukór Reykjavikur,
en þó sérstaklega Kariakór Revkia
vfkur, þar sem hann söng lenstst
af og fór með kórnum margar tón
ieikaferðir, m.a. tvær til Banda-
rfkianna og Kanada, við mjög góð
an orðstír.
En nú er þar, sem og á vinnn-
Btað og hlýlegu heimili hans, sfcarð
22
ÍSLENDINGAÞÆTTIR