Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 27

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 27
þrjá hvalabáta í gangi. Þeir veiddu oft hvali fyrir norSan land og lögðu þeim við festar á Siglufirði, þar til dráttarskip kom og dró þá vestur. Nú vildi svo til, að Grím- ur gat svo að segja strax fengið ferð frá Akureyri út til Siglufjarð ar, með skipi Gránufélagsins og sætti hann því. Er til Siglufjarðar kom, sá hann sér til gleði, að þar flutu nokkrir hvalir í festum og vissi hann þá, að eigi mundi líða á löngu að dráttarskipið kæmi. Á Siglufirði fékk Grímur inni hjá öldruðum veitingamanni, er Haf- liði hét, kallaður Hafliði „vert“. Hann var með nokkurt magn af saltfiski í verkun, en virtist liðfár og bauðst Grímur því til að hjálpa honum við breiðslu og samantelkn ingu á fiskinum. Að liðnum þrem- ur dögum kom dráttarskipið, og spurði Grímur þá Hafliða hvað mikið hann skuldaði honum fyrir húsnæði og fæði. „Ekki neitt, drengur minn“, mælti hann brosandi. „Þú hjálpað ir mér óbeðinn við fiskinn minn, og mér þykir alltaf vænt um, þeg ar ég sé að unglingar eru ekki latir“. Veturinn eftir var Grímur einn- ig við nám í Möðruvallaskóla og útskrifaðist þaðan vorið 1902. Eins og alkunnugt er, brann skólahús- ið til kaldra kola 27. marz þá um veturinn, þar sem voru kennslu- stofur og heimavistir nemenda. Fyrir rösklega framgöngu skóla- pilta varð þó miklu bjargað af innanstokksmunum, bókum og kennsluáhöldum. Eftir brunann hreiðruðu nemendur um sig í kirkjunni, en lítið eða ekkert var um skipulegar kennslustundir að ræða, enda komið fast að prófum. Hin næstu þrjú ár var Grímur heima í Álftafirði við dagleg störf til sjós og lands, utan einn vetur, sem hann kenndi við barnaskól- ann í Súðavík. Haustið 1905 fór hann í Verzlunarskóla íslands og brautskráðist þaðan 1907. Að því námi loknu gerðist Grím- ur verzlunarmaður, fyrst í Bolungarvík og síðan í Hnífs- dal allt til ársins 1913, að hann hóf eigin atvinnurekstur við verzlun og útgerð í Súðavíik. Að þeim verkefnum, einkum út- gerðinni, starfaði hann síðan af miklum dugnaði í langt til fjóra tugi ára, þar til hann fluttist til Reyikjavíkur árið 1951. Grímur kvæntist árið 1918, Þur- íði Magnúsdóttur, sunnlenzkri að ætt. Hún andaðist s.l. haust, sjötíu og átta ára að aldri. Einkabarn þeirra er Magnús, útgerðarmaður og skipstjóri á m.s. Sæborgu héð- an frá Reykjavík. Á sínum tíma skrifaði undirritaður fáein minn- ingarorð um frú Þuríði. Það, sem þar er sagt um þá miklu skörungs konu skal ekki endurtekið hér, en þess eins getið, að landbúskapur þeirra hjóna, sem mun hafa verið töluvert umfangsmikill, hvildi að mestu á hennar herðum, þar eð húsbóndinn hafði löngum öðrum hnöppum að hneppa við útgerð og félagsstörf. Ég var heimilisfastur í Súðavík- urþorpi um átta ára skeið 1947— 1955. Svo vildi þá til, að mjög skömmu eftir að ég fluttist þang- að veiktist Grímur af heilablæð- ingu, og var meira og minna sjúk- ur hin næstu ár. Kynni okkar urðu því frekar lítil vestur þar. Eftir að hingað kom i höfuðstaðinn, hitt umst við stundum á förnum vegi og áttum tal saman, en einkum þó, þegar þau hjón höfðu setzt að á Hrafnistu, sem er hér í næsta ná- grenni mínu. í bókinni „Hrafnistu menn“, sem út kom á s.l. ári, er birt viðtal við Grím Jónsson, skráð af Þorsteini kennara Matthíassyni. Þar er í stórum dráttum rakin ævi Gríms og starfssaga, sem ég hefi lítt eða ekki að vikið hér að fram- an, til þess að endurtaka sem minnst af svo nýlegri frásögn, en haldið mig við brot úr endurminn ingum hans frá yngri árum, er hann fyrir nokkru ritaði niður mér til nota og yfiílits, um aldarfar og atvinnuhætti þeirra tíma í Álfta- firði. í „Hrafnistumönnum“ er að engu getið ýmissa fram'kvæmda Gríms Jónssonar, er hvað bezt lýsa bjartsýni hans, ódrepandi fram- kvæmdahug og síðast en ekki sízt, sjaldgæfri átthagatryggð. Skal því stuttlega á sumt af því drepið hér. Þess var áður getið, að fyrr á árum var erfitt með beitugeymslu 1 útgerðarstöðum Djúpsins, þar sem íshús voru bæði fá og smá og vélfrysting ekki komin til sög- unnar. Árið 1920 byggir Grímur í félagi við tvo menn aðra snjófrysti hús, þar sem hægt var að geyma um þrjátíu tonn af frosinni beitu og frysta inn nýja. Fáum árum síð ar lét hann breyta þessu húsi í vél- frystihús. Þegar nú aflvél var komin á staðinn, þá fannst Grími sjálfsagt að fá einnig rafmagn til ljósa, og kaupir því rafal hjá Bræðrunum Ormsson. Var þá lögð lína eftir þorpinu endilöngu, svo að árið 1927 voru þorpsbúar búnir að fá rafmagn til ljósa. Þetta var þó smátt í sniðum og ljósin víst anzi dauf. Það vildi Grímur helzt ekki sætta sig við, hugðist virkja Eyrar- dalsána, sem fellur til sjávar innst í þorpinu, og raflýsa staðinn það- an. í því augnamiði fékk hann annan mann í félag við sig, og auk þess sérfræðing frá Bræðrunum Ormsson, til þess að athuga stað- hætti og gera kostnaðaráætlun. Þótt athuganir og kostnaðaráætlun sérfræðingsins lofuðu góðu, féll þetta þó niður, þar sem ekki gat fengizt samkomulag um það innan hreppsins, að slíkt fyrirtæki yrði í einkaeign. Síðar var svo þorpið raflýst frá dísilstöð, sem hreppsfé lagið mun hafa átt og annazt rekst ur á. Skömmu eftir 1940 var gamla íshúsið rifið, en fyrir forgöngu Gríms sem aðaleiganda reist hrað- frystihúsiö Frosti h.f., sem rekið er við góðan orðstír enn í dag. Hraðfrystihúsið tók til starfa sum- arið 1942 en mjög miklar endur- bætur hafa verið gerðar á því síð- an. Rétt fyrir jólin 1947 veiktist Grímur eins og fyrr er frá sagt, og árið eftir um líkt leyti fékk hann annað áfall sama eðlis. Hann náði sér að vísu nokkuð næstu tvö árin, en þó gat engum dulizt, að hann var langt frá því að vera samur maður og fyrr. Þá fóru í hönd aflaleysisár á Vestfjörðum, og þar af leiðandi erfiðleikar í út- gerð og rekstri hraðfyrstihúsa. Enda þótt Grímur væri þá kom- inn nokkuð á sjötugsaldur, bland- ast mér eigi hugur um, að hann hopaði ekki af sínum fyrri starís- vettvangi fyrir aldurs sakir, eða rekstrarerfiðleika fyrirtækja sinna, heldur vegna heilsubrests. Hvorki læknar né aðrir sáu það fyrir, að hann náði sæmilegri heilsu á ný og gat starfað hér syðra á annan áratug, við önnur og ábyrgðarminni störf en fyrr. Þrátt fyrir gjaldeyrisskort og gengisfellingu á árunum í kring- um 1950, var verðlag lágt í land- inu, að því er nú myndi talið. Ég hygg því, að þegar Grímur hvarf frá atvinnurekstri sínum í Súðavík og seldi eignir sínar þar, þá hafi ÍSLENDINGAÞÆTTIR 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.