Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 29

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Side 29
stjóra lögreglustjóra í Reykjavík. Allir voru þeir í æsku bráðgreind- ir og gjörvulegir til göngu á menntabraut. Einvarður hleypti heimdragan- um 18 ára gamall, 1919 og settist í 1. bekk Flensborgarskólans í Hafnarfirði, sem í þá tíð og síðar var þjóðkunnur fyrirmyndarskóli. Næsta vetur fluttist Einvarður í þriðja bekk og lauk lokaprófi úr Flensborg 1921. Um haustið settist hann í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og lauk þaðan prófi með lofsverð- um vitnisburði vorið 1922. Féleysi aftraði Einvarði framhalds á nams brautinni og þá sækir hann á sjó- inn í hásetarúm, sem áður segir til öflunar skotsilfurs til frekari námsframa, en að því marki stefndi Einvarður einbeittur og viljasterkur. Á fyrstu árum Ein- varðs í togararúmi, voru engin sældarkjör þar að sækjast eftir. Vinnustundir voru 18 í hverjum sólarhring, aldrei helgarfrí, hvað þá laugardagslokun. Um haustið 1924 ákvað hann undirbúning að stúdentspróf.i, er hann lauk utan skóla með ágætuin vorið 1925. Næstu þrjú árin vann hann ýmis störf á sjó og í landi. Sveitastörf á heimili móður sinnar á sumrum og einnig við heimilis- kennslu austur í sveitum að loknu fjórða bekkjar prófi í Menntaskól- anum í Reykjavík, milli þess að hann sótti sjóinn fast. Árið 1928 réðst Einvarður til Landsbanka íslands í sumarvinnu, en frá 6. júní 1929 hefir hann ver ið fastráðinn starfsmaður Lands- banka íslands. Margþættum og vandasömum störfum í Landsbanka íslands hef- ir hann sinnt í 42 ára starfsferli, innan bankans og verið trúnaðar- maður hans í opinberum störfum. Eftir að Gjaldeyrisnefndin tók til starfa 1931, réðst Einvarður Hallvarðsson ári síðar skrifstofu- stjóri nefndarinnar, að tilvísan og jafnframt fulltrúi Landsbanka ís- lands. Þegar þáverandi formaður nefndarinnar, Skúli Guðmundsson, alþingismaður lét af formennsku 1937 tók Einvarður við formanns- störfum nefndarinnar og allt til þess að nefndin hætti störfum 1942. Á kreppuárunum var það vanda samt starf og oftast vanþakklátt að deila með landsins börnum hin um takmarkaða gjaldeyri, er þá aflaðist með útflutningi lands- manna, sem var orðinn hluti þess, er áður var. Mér er kunnugt að þrátt fyrir oft og tíðurn háværar óánægjuraddir í garð nefndarinn- ar og starfsemi hennar, voru aldrei þær sakir bornar á Einvarð að hann beitti hlutdrægni í starfi. Þvert á móti varð ég þess var að allir, er til mála þekktu báru á hann lof fyrir lipurð og góða fyrir greiðslu. Einvarður Hallvarðsson hóf aft- ur störf innan veggja Landsbanka íslands eftir að Gjaldeyrisnefnd var lögð niður og var deildarstjóri til ársins 1956. Hann var forstöðu- maður gjaldeyriseftirlits bankanna á sama tíma. Þann 1. maí 1956 var hann skipaður starfsmannastjóri Landsbankans, og hefir þann starfa enn með höndum. Jafnframt var hann um skeið einnig starfs- mannastjóri Seðlabanka íslands. Einvarður hefir á þeim tíma ver ið fulltrúi bankastjórnar gagnvart samtökum bankamanna um kaup og kjör og verið formaður sam- vinnunefndar allra banka í þeim málum. Hann hefir ekki farið var- hluta þess, að sæta gagnrýni okk- ar viðsemjenda um gang mála og afgreiðslu, og er ég enginn sakleys ingi í þeim efnum. Hitt er mér ljóst að Einvarður hefir leitazt við að bera klæði á vopnin og vinna báðum aðilum heilshugar til hags- bóta og fengið mörgu igóðu til veg ar komið. Einvarður Hallvarðsson hefir starfað meira að félagsmálum bankamanna en aðrir, er ég þekki til. Hann býr yfir miklum félags- áhuga og þroska og hefir aldrei talið eftir fórnarstundir til félags- starfa. í stjórn félags starfsmanna Landsbanka íslands átti hann lengi sæti og oft formaður félagsins. í fyrstu stjórn Sambands ís- lenzkra bankamanna átti hann sæti og oft síðar, þar af formaður í fjögur ár. Hann átti drjúgan þátt í að ýta Bankablaðinu á flot og skrifaði sjálfur fyrstu forystugrein ina í blaðið, ásamt meðstjórnend- um sínum. Hann átti og sæti í fyrstu stjórn Norræna banka- mannasambandsins, er skipuð /ar með þátttöku íslenzkra banka- manna. Öll störf að félagsmálum banka manna vann hann af stakri trú- mennsku og vandvirkni. Leiðir okkar hafa legið um sama farveg í félagsmálum bankamanna í nærri fjóra áratugi og kann ég aðeins frá góðu að segja í þeim samskipt um. Mér liefir Einvarður ávallt þótt vera manngóður og viljað öll- um vel. Sjálfum sér hefir hann frekast viljað gleyma. Fyrir 25 árum, 1946, fórum við Einvarður saman í fyrsta sinni á þing Norrænna bankamanna, sem þá var haldið í Helsinki, og síðar höfum við oft verið ferðafélagar á slík mót í höfuðborgum Norður- landa. Með honum er ánægjulegt að ferðast og ^ræðast um marga hluti. Einvarður Hallvarðsson liefir notið mikils álits og virðingar í hópi norrænna bankamanna og til marks þar um, hefir honum verið boðið, sem heiðursgesti á Norræna Bankamannaþingið, sem haldið verður í Gautaborg í næsta mán- uði í tilefni af 50 ára afmæli sam- vinnu Norrænna bankamanna, sem hófst í Gautaborg 1921, en borgin skartar í ár sínu fegursta skrauti, því hún er 350 ára 1971. Samtök íslenzkra bankamanna hafa sæmt hann æðsta heiðurs- merki S.Í.B. Ýms önnur félagsmál hefir Ein- varður látið sig máli skipta af sömu atorku og áhuga og lionum er lagið, þegar hann leggur góðu máli lið. Eigi skal það talið hér tæmandi. Hins vegar er mér kunn ugt að í 15 ár var hann í sóknar- nefnd Neskirkju og vann ötult og ÍSLENDINGAÞÆTTIR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.