Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 31

Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Síða 31
vildum tjá, og svara engan veginn til þeirra tilfinninga sem bærast hið innra með okkur. Nú er lokið miklu og dýrmætu ævistarfi, hljóðlátu, fórnfúsu og gifturíku. Sú kona, sem nú hefur kvatt okkur, var slitin, þreytt og aldin að árum — það vitum við, þó að hún væri það raunar aldrei í okkar augum. Hún hefur nú orð- ið að greiða þá skuld, sem allir verða að gjalda, og tókst ekki fremur en öðrum að sigra veldi þess er hennar krefst. En allt líf hennar var sigur, þrátt fyrir það. Það var sigur á erfiðleikum, fá- tækt og þeim fjölþætta hversdags- lega vanda, sem skapast við upp- eldi, umönnun og stjórn á stóru, barnmörgu heimili. Það var sigur yfir heitum tilfinningum og ríku skapi, sem var öðrum dulið og ekki borið á borð fyrir gesti og gangandi. í rauninni var það einnig sigur á elli og hrörnun, því að okkur, sem þekktum hana bezt, fannst eins og hún yrði aldrei gömul kona, þrátt fyrir harða lífsbaráttu á langri ævi. Fram til efstu ára gekk hún að starfi með lipurð og léttleika ungr ar konu. Verkaafköst og ár- vekni í smáu og stóru voru full- hraustrar manneskju og andleg heilbrigði, fjör og lífsgleði var með æskublæ allt til æviloka. Og þessir sigrar voru unnir með yfirlætislausum og hljóðlátum hætti. En þeir voru ekki síður mikilsverðir og gæfusamlegir fyr- ir því, og veittu henni miklu fjöl- þættara andlegt ríkidæmi en al- mennt gerist. Æðruleysi hennar gagnvart heilsufarslegum enfiðleikum allra síðustu áranna var fágætt, enda var hún ein þeirra, sem þá mæla jafnan fæst, er þeim er þyngst í skapi og mest mæðir á. Fyrir sjálfa sig krafðist hún einskis, en átti þær móðurhendur sem gáfu öðrum mikið. Hún gerði elkki víðförult, en varð landnemi á bernskustöðvum sínum. Þar tókst henni að skapa eiginmanni sínum og börnum heimkynni góðr ar giftu, sem gott var við að una, og veganestið þaðan varð dýrmæt ur arfur. Minningar liðinna ára, mildar og þekkar, raðast upp og mynda sam fellda heild — vekja hlýju og þakk læti vegna alls þess, sem hún gerði fyrir okkur. Og marga stimd halda þær áfram að bregða ljós- bliki frá fortíðinni inn í raðir hversdagslegra viðburða í lífi okk ar. Minningin um hana verður allt- af tengd við dalinn, ásinn og heim ilið, þar sem hún rækti sitt eigin- konu og móðurhlutverk þannig, að öllum sem nutu, verður ógleyman legt. Umsvif hennar og önn hvers- dagsstarfanna voru oft og einatt meiri og margþættari en svo, að meðalmanneskja hefði risið undir. En þegar hún átti hlut að máli, voru þau þó aldrei svo örðug og umfangsmikil, að hún ætti ekki stundir aflögu til að taka þátt í glaðværð og skemmtan með fólki sínu og gestkomanda og eiga þar oft frumkvæði, án þess að van- Jón S. Baldurs Framhald af bls. 32. ósL Þó þau séu ekki formlega tal- in til samvinnufélaga, eins og það hugtak er venjulega túlkað, eru þau þó einn af höfuðhornsteinum undir viðskiftum héraðsins. Það varð því mjög fyrir forgöngu hans að samvinnufélögin réttu þar fram hjálparhönd, sem varð þeim mál- um mjög til framdráttar. Hafnar- málin urðu í höndum hans að bar- áttu og styrktarmálum samvinnu- félaganna í héraðinu. Starfsferill og störf Jóns eftir að hann lét forustuna í málum samvinnufélaganna af hendi, sýnir mörgu betur manninn, — mann- kostamanninn. Hann fann 1957, að orka hans var orðin önnur en þeg ar bezt lét. Hann sá, að svo enfitt og ábyrgðarmikið starf krafðist fullrar starfsorku. Honum voru metorðin, völdin, einskis virði, þeg ar full geta var ekki lengur fyrir hendi. En hann sá og þekkti, að önn þessara fjölþættu stofnana áttu ærið rúm fyrir getu hans, og enn meiri þörf fyrir þekkingu hans og reynslu. Hann helgaði því félögunum odku sína til þeirra dægramóta, sem við bíðum öll. Jón kvæntist 30. maí 1922 Arn- dísi Blöndal Ágústsdóttur, sýslu- skrifara á Seyðisfirði, Lárussonar sýslumanns é Kornsá. Móðir Arn- dísar var Ólafía Thódórsdóttir, verzlunarstjóra á Borðeyri, Ólafs- rækja neftt af skyldustörfunum. Söngur og æskuglaðværð voru hennar effc'rlæti og hún var gædd þeim eiginb'lka, að geta ætíð verið þátttakandi lífið og sálin á þeim vettvangi. í því, sem mörgu öðru, gaf hún fordæmi, s m verðugt er að minn ast, og sá Þeimilisandi, sem hún mótaði, mun lengi vara meðal þeirra sem nu.'u. Þegar lokið or lífsþætti Ingríð- ar í Holti, er heimilið, dalurinn og byggðin öll fátækari en áður. En þó erum við miklu auðugri af manngildistrú, þroskavænlegri reynslu og lífshamingju, vegna alls, sem hún gaf og veitti. Blessun og þakklæti verður tengt minningu hennar — alla daga. Einar Kristjánsson. sonar. Þau eignuðust tvö börn: Jó- hann vélsmið, sem kvæntur er Ásu Þorvaldsdóttur, hreppstjóra á Þór oddsstöðum Böðvarssonar, og Theódóru, sem gift er Knúti Bernd sen, húsasmíðameistara á Blöndu- ósi, Karlssyni, póstafgreiðslu- manns á Skagaströnd. Þau systkini eru þekkt að atorku og sæmd. Heimili þeirra Jóns og Arndísar — fagurt og fjölþætt — er svo þekkt að rausn, að frægt er, enda þangað leitað að lausnum hinna ólíkustu viðfangsefna og furðu sjáldan forgefins. En það, sem sér stæðastan svip setti á það, var gleði þeirra björt og hugljúf. Kímni og smitandi glettni setti þegar í æsku svip á leiki hans og dró okkur leiksystkin hans að hon um. Hugljúfust var þó gleði hans — svo bernsk og fögur, — þegar börn áttu í hlut. Þá var hann þeirra jafni. Við þessi leiðaskil er mér ríkust í huga, þökk, þökk fyrir minning- ar um glettur unglingsáranna, þökk fyrir úrlausnir og fyrir- greiðslur við önn áranna, þökk fyr ir vináttuna, sem aldrei bar skugga á, og þökk fyrir það, sem mætti mér á heimili þeirra hjóna. En sá þátturinn var þannig und- inn, að mér er um megn að greina, hvort þeirra átti þar rauða þráð- inn. Sendi að lokum þeim, er um sár ast eiga að binda við fráfall hans samúðarkveðjur. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 31

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.