Íslendingaþættir Tímans - 01.09.1971, Blaðsíða 32
JON S. BALDURS
fyrrverandi kaupfélagsstjóri
Laugardaginn 7. ágúst s.l. fylgdu
Húnvetningar Jóni S. Baldurs fyrr
verandi kaupfélagsstjóra til grafar
á Blönduósi við fjölmenni. Áttu
þeir þar á bak að sjá einum af
vinsælustu borgurum héraðsins,
manni, sem meira en hálfa öld
helgaði starfskrafta sína samvinnu
fpiögunum á Blönduósi, óx með
þeim frá tvítugum, óreyndum ungl
ingi til höfuðforystumanns þeirra
um alilangt skeið, sem unni þeim
og hugsjónum þeirra svo fölskva-
laust, að hann vann þeim allt, sem
orkan leyfði, unz yfir lauk.
Jón fæddist í Hvammi í Laxár-
dal í Húnavatnssýslu 22. júní 1898
og var því fullra 73 ára, er hann
lézt 1. ágúst s.l. Foreldrar hans
voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir
og Sigurjón Jóhannsson. Faðir
hennar Jón bóndi á Strjúgsstöðum
og Hvammi var Guðmundsson,
bónda á Móbergi Jónssonar. Móðir
Ingibjargar var Anna Pétursdóttir
bónda á Refsstöðum, Jónssonar.
Var Anna alsystir Sveins á Geit-
hömrum föður Þórðar læknis á
Kleppi. Faðir Sigurjóns var Jó-
hann Fr. Sigvaldason, hreppstjóri
í Mjóadal, Vestur-Húnvetningur að
uppruna. Móðir Sigurjóns var Guð
rún dóttir Jóns hreppstjóra Sveins
sonar í Sauðanesi. Verða þessar
ættir ekki raktar hér frekar.
Jón ólst upp í skjóli foreldra
sinna, sem voru leiguliðar og flutt
ust milli býla í Bólstaðarhlíðar-
hreppi á uppvaxtarárum hans. Var
heimili þeirra þekkt að rausn,
greiðvikni og gleði, — heimilishátt
um, sem réðu svo ríkjum á heim-
ili Jóns og konu hans, að frægt
er. Það eplið féll því skammt frá
eikinni.
Jón settist í annan bekk Verzlun
arskóla íslands haustið 1915 og
lauk þaðan góðu prófi vorið 1917
19 ára að aldri. Þó þessi skólaseta
væri svo skammvinn, sem hér er
bent til, nægði hún til að skila hon
um svo gagnmenntuðum að starfi,
að athylgi og aðdáun vakti, þegar
á fyrstu starfsárum hans. Hann
var einn þeirra manna, sem störf
sín rækti á þann hátt, að þau
ræktuðu manngildi hans. Þá er
löngum vel á málum haldið, er
hvort tveggja helzt í hendur langa
ævi.
Jón réðst til Kaupfélags Hún-
vetninga vorið 1918. Hófst ferill
hans þar á afgreiðslu í sölubúð fé-
lagsins. Vakti starfshæfni hans
þegar athygli og vinsældir. Alúð
hans og hin létta kímni, sem fylgdi
honum til leiðarloka, féllu og í
hinn sama farveg. Þeir, er þá réðu
málum kaupfélagsins sáu snemma,
að þekíking og starfshæfni Jóns
væri slík, að honum hæfðu vanda-
meiri störf. Er þó eklki þar með
kastað rýrð á þau, sem áður er
getið. Hann varð fljótlega aðalbók-
ari félagsins, enda til þeirra starfa
ágætlega fallinn, frábær skrifari
og glöggskyggn og rökvís á með-
ferð talna. Þessi störf hafði hann
með höndum til ársloka 1943.
Næsta ár var hann bókari við heild
verzlun Kristjáns G. Gíslasonar í
Reykjavík.
í ársbyrjun 1944 kom hann aft-
ur til Kaupfélags Húnvetninga, en
þá sem framkvæmdastjóri. Nokkr-
um mánuðum síðar tók hann og
við forustu í málum Sláturfélags
Austur-Ilúnvetninga. Hið sama
gerðist og um Mjólkursamlagið á
Blönduósi, enda reis það á legg
undir handleiðslu hans. Hér verð-
ur ekki freistað að rekja vöxt þess
ara stofnana undir forustu hans.
Það er gert annars staðar. Þess er
enginn kostur í fáum línum. En
þessi störf hafoi hann á hendi til
ársloka 1957. Var þá annar ráðinn
til þessara starfa, og tók hann við
þeim öndverðlega á árinu 1958.
Jón tók að kenna notokurs heilsu
brests snemma árs 1957 og leitaði
þá til Danmerkur sér til heilsubót-
ar og með markverðum árangri.
En hann lagði ekki hendur í skaut
þótt hann legði af framkvæmda-
stjórastöðuna. Hann hélt áfrani
að vinna við samvinnufélögin á
Blönduósi allt til þess að hann leit
aði til Borgarspítalans og þá í
sinni síðustu för. Hann vann því
þessum samtökum allt, sem hann
mátti, unz yfir lauk og hafði þá
að baki annríkan og farsælan feril
á þeirra vegum full 52 ár. Jón var
víðar kvaddur til ráða á vegum
samvinnu- og félagsmála. Hann
átti sæti í fulltrúaráði Samvinnu-
trygginga frá stofnun þeirra sam-
taka og var löngum skrifari á full-
trúaráðsfundum. Og hann sat 15
ár í stjórn hafnarmála á Blöndu-
Framhald á bls. 31.
32
ÍSLENDINGAÞÆTTIR