Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Síða 18

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Síða 18
Haukur Ingvaldsson Nordström F. 17. desember 1931 I). (>. nóvember 19<>9. Haukur fæddist á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Móðir hans var Helga, þá heimasæta á Hofi, dóttir bænda- höfðingjans Guðmundar Þorbjarnar- sonar og Ragnhildar Jónsdóttur konu hans. Helga fæddist á Hvoli i Mýrdal, 21. ágúst 1909, en þaðan fluttu foreldrar hennar að Stóra Hofi, þegar Helga var ársgömul, og þar ólst Helga upp i glaðværum systkinahópi á mannmörgu rausnar- og myndar- heimili. Faðir Hauks var ungur Norömaður, Ingvald Jóhannessen Nordström, sem þá var heimilismaður á Hofi. Dvaldist hann hér á landi um hrið og vann land- búnaðarstörf. Auk þess,sem hann var á Hofi.var hann um tima i Birtinga- holti og Hrepphólum i Árnessýslu. Ing- vald var fæddur 2. mai, 1910 og þvi ári yngri en Helga. En þeim Helgu og Ingvald var ekki skapað nema að skilja. Þegar hann hvarf héðan af landi brott alfarinn treystist Helga ekki til af ýmsum ástæðum að fylgja honum til Noregs. Hún varð eftir með son sinn heima á Hofi. En Ingvald kvæntist annarri islenzkri konu, Ingibjörgu Jónsdóttur frá Hrepphólum og settust þau að i Noregi. En Haukur hinn ungi óx og dafnaði heima á Hofi, og naut þar ástrikis afa sins og ömmu, og móður sinnar og móðursystkina, sérstaklega Elinar og svo Ágústs, sem tók við búi á Hofi eftir lát föður sins 1949. Ljóshærður, blá- eygðurogbroshýrmildaði Haukur skap afa sins með nærveru sinni, og var ömmu sinni til hughreystingar i bar- áttu hennar við langvarandi heilsu- leysi. Þannig liðu bernskuár Hauks við leik og störf i fjölbreytni og unaðsemd sveitalifsins, sem hann lærði fljótt að meta. Oft var móðir hans fjarverandi við ýmisleg störf á ýmsurn stöðum. Gekk þá Elin frænka hans honum i móðurstað. Barnaskólanám sitt fékk Haukur i heimavistarskólanum á Strönd. Kom þar fljótt i ljós, að hann hafði góðar námsgáfur og var minnugur vel. Fermdur var hann i Odda á sól- björtum hvitasunnudegi. Næst tók svo við þriggja vetra nám i 18 Flensborg i Hafnarfirði. En á sumrin vann hann heima á Hofi og fylgdist með sveitabúskapnum af lifi og sál. Hestamaður góður varð hann snemma og hafði mikla skemmtun af að glima við galda fola og temja þá. Veturinn eftir að hann lauk námi i Flensborg var hann við nám á Akur- eyri og lauk gagnfræðaprófi við Menntaskólann þar. Það mun hafa verið vorið 1949. En framtiðar- draumar Hauks voru bundnir við sveitalifið og búskapinn og þvi fór hann veturinn eftir til náms i búnaðar- skólanum á Hvanneyri. Næstu tvö ár var hann til heimilis að Hofi hjá Ágústi frænda sinum, sem þá var tekinn við búi þar eftir lát föður sins 1949. Árið 1952 fór Haukur til Ameriku ásamt vini sinum Gunnari Guðnasyni frá Brekkum i Hvolhreppi. Fóru þeir á vegum islenzk-ameriska félagsins til þess að kynna sér búnaðarhætti vestan hafs. Seint á árinu 1953 kom Haukur heim aftur úr þeirri ferð. Fáum dögum eftir heimkomu hans andaðist Ragn- hildur amma hans i Reykjavik, eftir langa vanheilsu. Eftir skamma viðdvöl heima fór Haukur til Noregs og hitti þar föður sinn og dvaldist hjá honum um hrið. 1 þeirri ferð fór hann lika til Danmerkur. Vann hann i báðum þeim löndum landbúnaðarstörf og kynnti sér búskaparhætti. En átthagarnir kölluðu hann heim. Þar biðu verkefnin, og gróðurmoldin angaði fyrir vitum hans. En jörð átti hann enga og búskaparmöguleikar hans voru óráðnir. Næstu ár vann Haukur á ýmsum stöðum, var meðal annars hjúkrunar- maður á Kleppi, mokaði salt úti i Vest- mannaeyjum, hausaði þorska i Þor- lákshöfn, vann sér inn peninga á Keflavikurflugvelli og viðar. Sumarið 1956 var Haukur kaup- maður i Gljúfurholti, Olfusi. Þá var Helga móðir hans forstöðukona Elliheimilisins i Hveragerði. Það sumar, 30. júni, kvæntist Haukur unnustu sinni, Gunnhildi Guðjóns- dóttur frá Vatnsdal i Hvolhreppi, f.4. janúar, 1933. Þau voru gefin saman i Kotstrandarkirkju og þá um leið skirð dóttir þeirra, Helga, sem fædd var 9. mai þá um vorið. Það var á sólheiðum hásumardegi, sem þau gengu út úr kirkjunni nývigð hjón, Gunnhildur og Haukur, og sjálf- sagt hefur verið bjart yfir framtiðar- vonum þeirra. En þess var þó ekki langt að biða, að skugga bæri á. Um sumarið varð Haukur að leggjast á spitala um tima. Heilsan var ekki góð. Var það ef til vill fyrirboði þess, sem siðar átti að koma? Um haustið fluttu þau til Reykja- vikur og fékk Haukur vinnu hjá Eimskipafélagi Islands. Siðar varð hann stöðvarstjóri. Alltaf þráði hann sveitalifið og vorið 1958 fluttu þau austur á Rangárvelli og settust að á Litlu-Strönd. Þá höfðu þau eignazt yngri dótturina, Þuriði Guðrúnu. Hún var fædd i Reykjavik 8. nóv. 1957. Til að byrja með fékk Haukur vinnu með jarðýtu hjá búnaðarfélagi sveitar- innar og vann að vegagerð og jarð- vinnslu af mesta kappi og dugnaði eins og hann átti vanda til. Siðar fékk hann fasta atvinnu hjá Kaupfélagi Árnes- inga við mjólkuflutninga til Flóabús- ins austan úr Fljótshlið og Hvols- hreppi, og flutti hann þá heimili sitt austur á Hvolsvöll. Reyndist Haukur enn sem áður harðduglegur og úr- ræðagóður i þessu starfi, sem oft var erfitt og slarksamt á misjafnlega góðum farartækjum. Aður en Helga móðir Hauks fluttist vestur um haf árið 1958 hafði hún gefið Hauki Nýbýlaland, sem hún tók við erfðum. Það var hluti úr Hofslandi niður með eystri íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.