Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Page 24
60 óra
Sveinn Guðmundsson
Sveinn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Kaupfélags Skag-
firöinga á Sauðárkróki, varð sextugur
28. april s.l.í 12. h. Glóðafeykis, er út
kom i nóvembermán. 1971, er hans
stuttlega getið, eins þeirra fjögurra
starfsmanna K. S., er á þvi ári áttu að
baki aldarfjórðungs samfellt starf hjá
félaginu. Þar segir svo:
,,....Hann er fæddur i Litladalskoti
(nú Laugardalur) i Tungusveit
(Lýtingsstaðahreppi) 28. april 1912
(hér hefur slæðzt inn, sU afleita villa, i
Glóðaf., að fæðingard. hans sé 27.
ágUst). Gagnfræðapróf frá Mennta-
skóla Akureyrar 1932. Próf frá Sam-
vinnuskólanum 1939. Stundaði á
þessum árum verzlunar- og skrifstofu-
störf á Akureyri, verkstjórn og sildar-
mat á Siglufirði. Gerðist kaupfélags-
stjóri við Kaupfélag Hallgeirseyjar -
nU Kaupfélag Rangæinga - á Hvols-
velli 1941 og gegndi þvi starfi til 1946.
Réðst hinn 1. jUni 1946 til Kaupfélags
Skagfirðinga og hefur verið þar kaup-
félagsstjóri óslitið siðan. Dvaldist um
stund i Sviþjóð, áður en hann tók við
forstöðu K. S., og kynnti sér starfsemi
samvinnufélaga þar i landi.
Sveinn er kvæntur Elinu Hallgrims-
dóttur, eiga þau 5 börn, fjóra sonu og
eina dóttur.”
Þurra upptalningu, þvilika sem
þessa, er vandalaust að festa á blað. 1
henni eru að visu fólgin drög að sögu.
En á bak við er önnur saga, stærri i
sniðum, viðameiri og margslungnari
en svo, að sögð verði með einni saman
upprifjun ártala. SU saga verður eigi
rakin hér. Kemur þar til, að bæði yrði
sagan löng, þótt aldur mannsins sé enn
eigi hár, og eins hitt, að Sveini
Guðmundssyni er einna minnst um
það gefið, þeirra manna allra, sem ég
þekki, að sitja undir lofi um sjálfan sig
eða að gert sé með hann mikið stáss.
En væri saga hans og K. S. rakin og
rétt sögð frá 1946 til þessa dags, mundi
hUn alveg vafalaust tefla honum i allra
fremstu röð þeirra manna, er helga
krafta sina félagsmálum og fjármál-
um.
Sira SigfUs Jónsson var formaður og
framkvæmdastjóri Kaupfél. Skagf.
1913—1937, er hann lézt. Hann tók við
örsnauðu og alls ómáttugu fyrirtæki.
Við andlát hans var K. S. komið i röö
hinna stærstu og traustustu kaup-
félaga landsins. Verður starf hans i
þágu samvinnumála I Skagafirði, og
kaupfélagsstjóri
um leið Skagfirðinga allra, seint að
fullu metið. Að sr. SigfUsi látnum tók
við kaupfélagsstjórn tengdasonur
hans, Sigurður Þórðarson, bóndi á
NautabUi. Hann hélt öllu vel i horfi til
1946, er hann lét af starfi og Sveinn
Guðmundsson tók við.
Sveinn hefur nU stýrt Kaupfél.
Skagf. fullan fjórðung aldar — og stýrt
félaginu með þeim hætti, að fullyrða
má, að þar hefðu fáir eins vel gert og
enginn betur. Alla þá stund hefur
félagið staðið i margháttuðum stór-
ræðum og umsvifum ýmiss konar,
vafalaust meiri og margvislegri en al-
menningur gerir sér ljóst i fljótu
bragði. Allar hafa þær framkvæmdir
orðið - og verða - félaginu til eflingar
og við það miðaðar, að verða megi,
ýmist með beinum hætti eða óbeinum,
félagsmönnum og öðrum til hagsbóta
og aukinna þæginda.
Kaupfélag Skagfirðinga nýtur
óskoraðs trausts ábyrgra aðilja. Þar
stendur allt eins og stafur á bók. En
tiltrU og traust er vitaskuld hverri
stofnun fyrsta og helzta skilyrði þess,
að hUn megi lifa og þroskast. Sveinn
kaupfélagsstjóri er gæddur þvi merki-
lega skyni hins fædda fjármálamanns
að sjá I einu vetfangi, hversu djarft má
sigla um framkvæmdir og fleira, svo
að ekki sé teflt i tvisýnu. Þess vegna,
ekki hvað sizt, hefur hann reynzt K. S.
svo frábær forystumaður, sem raun
ber vitni. Hann er mikill fram-
kvæmdamaður og athafna. En hann
gleymir enga stund þeirri ábyrgð, sem
hvilir á herðum þess manns, er
stjórnar stóru fyrirtæki i umboði
1300—1400 eigenda.
Sveinn Guðmundsson var eigi við-
vaningur i samvinnumálum, er hann
tók við forstöðu Kaupfél. Skagfirðinga,
þótt eigi væri eldri en 34 ára. Hann
hafði þá i nokkur ár verið kaupfélags-
stjóri á Hvolsvelli við ágætan orðstir.
Sagði svo gagnmerkur maður, Helgi
Jónasson, alþm. og læknir á Stórólfs-
hvoli, þeim, er þetta ritar, að Sveinn
hefði reynzt þeim Rangæingum af-
burðavel sem kaupfélagsstjóri og for-
ystumaður i samvinnumálum, og
þeim þótt sUrt i broti, að fá eigi haldið
honum lengur þar syðra. En hugur
hans mun hafa leitað á heimaslóðir
handan fjalla og jökla, var og Jón
Árnason frá Vatnsskarði, fram-
kvæmdastjóri og siðar bankastjóri,
fýsandi þess, að hann réðist norður
hingað, þar sem var stærra félag og
viðari vettvangur fyrir ungan athafna-
mann.
Það mun almælt af þeim, er þar um
mega gerst vita, að Sveinn Guðmunds-
son sé einn i hópi hinna beztu og allra
hæfustu kaupfélagsstjóra landsins, og
eru þó vissulega i þeirri sveit ýmsir
hinir ágætustu menn. Þó eiga hér að
nokkru við hin spaklegu orð skáld-
bóndans á Sandi:
Stendur um stóra menn
stormur Ur hverri átt.
Aukvisar lifa i logni. Hinir, sem
standa i stórræðum og gæddir eru
miklum manndómi, þreki og skap-
festu, hlaupa ekki i skjól, þótt um þá
næði stundum napur gustur. Sveinn
kaupfélagsstjóri var um skeið rægður
meira en aðrir menn, svo sem hér er
kunnugt. Sá rógur datt dauður niður,
enda lét Sveinn sem hann ekki vissi.
Gerðar voru itrekaðar tilraunir til
þess að koma kaupfélaginu á kné,
þessu óskabarni Sveins. Þær tilraunir
enduðu með ósköpum. Félagið hefur,
undir forystu Sveins, risið þeim mun
hærra, sem á þvi hafa skollið hat-
rammari öldur. Hann er bjargtraustur
maður, undirhyggjulaus, sjálfstæður i
skoðunum, heiðlyndur, hreinskilinn og
einarður. Af umhyggju fyrir félaginu
hefur hann eigi viljað dreifa kröftum
sinum og þvi vikizt undan þátttöku i
opinberum málum. Að vissu leyti
Framhald á bls. 2 3