Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 3
Haraldur Jósepsson bóndi Sjávarhólum lslendingar urðu fátækari við lát Ás- geirs Asgeirssonar. En i lifi sinu haföi hann auðgað þjóð sina, ekki fyrst og fremst með þvi að gegna helztu hefð- arstöðum fullvalda rikis, heldur með hinu, að fylla jafnan sæti sitt þannig, að fyllsti sómi var að. Þegar ég tók sæti á Alþingi 1946, yngstur þingmanna, var Asgeir Ás- geirsson ekki i hópi hinna elztu, en ég fann fljótt, að hann var meðal hinna reyndustu og áhrifamestu. Hann var einn mestur mannasættir, sem ég hef kynnzt. Vitsmunir hans voru frábærir og velvilji hans einstakur. Það var engin tilviljun, að slikum manni væru falin mikil metorð. Þegar pianósnillingurinn heims- kunni, Wilhelm Kempf, hélt hér tón- leika fyrir nokkrum árum, bar fundum okkar forseta Islands saman, og hafði hann þá orð á þvi, að hann hefði gam- an af að hitta þennan mikla listamann. Hann vildihelzt spjalla við hann einan, og talaðist svo til, að við hjónin skyld- um færa Kempf boð forsetans, og þáði hann það með þökkum. Enginn annar var á Bessastöðum en sonur forsetans, Þórhallur Asgeirsson. Þeir ræddu lengi og mikið saman, forsetinn og pianósnillingurinn, um heimsmál og trúmál, og komust m.a. að raun um, að þeir áttu sameiginlega kunningja um alla Evrópu og þá ekki sizt Nathan Sönderblom, erkibiskup i Uppsölum, en þar hafði forsetinn stundað nám og Kempf verið þar organleikari i dóm- kirkjunni. 1 lok samtalsins spyr Kempf mig að þvi, hvort ég haldi, að forsetinn hefði gaman af, að hann lékieitteða tvö lög á hljóðfæri það, sem hann sá i saln- um. Þegar ég spurði forsetann kvað hann já við og sagði um leið við son sinn: ,,Við skulum lofa stúlkunum að husta á”. Þegar Kempf er setztur við hljóðfærið, koma inn tvær ungar stúlk- ur. Kempf stendur strax á fætur, sækir tvo stóla setur þær sina til hvorrar handar sér og leikur þrjú lög, m.a. ,,Fur Elise” eftir Beethoven. A heimleiðinni segir hann við okkur að þetta muni verða sér ógleymanleg stund. Forseti lslands sé með vitrustu mönnum, sem hann hafi hitt. ,,En hverjar voru þessar ungu og hæversku stúlkur”, spurði hann. Við svöruðum, að önnur hafi verið sonardóttir forset- ans, en hin dóttir bifreiðastjóra hans. Þá þagði pianósnillingurinn góöa stund og sagði siðan: ,,Öhugsandi hefði þetta verið i minu ungdæmi. Og ég held satt að segja, að þetta gæti hvergi gerzt nema á Islandi. Ég óska ykkur til hamingju með forsetann ykk- ar”. Við þessi orð eins mesta listamanns samtimans þarf engu að bæta. Asgeir Fæddur: 2. sept. 1898 Dáinn: 13. mai 1972. Haraldur var fæddur að Núpsselii Núpsdal. Foreldrar hans voru hjónin Kristin Hansdóttir bóna á Litla-Ósi við Miðfjörð og Jósep Gunnlaugsson frá Efra-Núpi i Miðfirði. Þau bjuggu i Nýpukoti, Núpsseli og viðar i Vestur- Húnavatnssýslu þar til árið 1907 að Jósep varð að hætta búskap vegna heilsubrests. Fór Haraldur þá að Þverá i Núpsdal og var þar nokkur ár, en flutti siðan að Tannstaðabakka i Hrútafirði. Þar dvaldist hannn fram um tvitugt, en fór þá að Nesi við Sel- tjörn til Kristinar ólafsdóttur og var þar, þar til hann keypti jörðina Sjávarhóla á Kjalarnesi og fluttist þangað. Bjó hann þar með móður sinni, þar til hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu, Guðrúnu Karlsdóttur, snemma á árinu 1942. Þeim hjónum varð 5 barna auðið, og eru þau öll á lifi: Guðrún Hrefna,forstöðukona i Lyng- ási, Ólafur, búsettur i Mosfellssveit, Karl stud.med, Helgi býr með móður sinni i Sjávarhólum og Selma Kolbrún, nemandi. Eftir að Haraldur kom að Sjávarhól- um má segja að hann væri kominn i örugga höfn, þar sem hann undi sér vel til æviloka. Allir, sem til þekkja, vita að þarna er náttúrufegurð mikil, hvort sem horft er til hinnar litfögru og tignar- legu Esju, eða út á vikur og voga. Honum þótti vænt um jörðina sina og gerði henni allt til góða, svo sem hann framast mátti. 1 þvi sambandi má nefna, að hann varð fyrir þungu áfalli árið 1962, þegar hann var nýbúinn að byggja upp öll útihús. Þá brunnu þessi mannvirki til kaldra kola og varð ibúðarhúsinu sjálfu naumlega bjargað. Asgeirsson sameinaði það með sjald- gæfum hætti að þekkja skyldu hefðar- mannsins og skilja hugsun alþýðu- mannsins. Þannig eiga þjóðhöfðingjar að vera. Þess vegna verður hans ávallt minnzt með þakklæti og virð- ingu. Gylfi Þ. Gislason. Margir mundu hafa gefizt upp, þegar svo var komið, en ekki var þó horfið að þvi ráði heldur hafizt handa á ný og með elju og þrautseigju tókst þessari samhentu fjölskyldu að byggja upp það, sem eldurinn hafði eytt. Af ásettu ráði nefni ég hér fjöl- skylduna alla, þvi að þó að ég vilji sizt af öllu gera hlut Haraldar sjálfs minni heldur en hann á skilið, þá finnst mér útilokað að honum hefði tekizt þetta án eindregins stuönings góðrar eiginkonu og efnilegra barna, sem öll lögðust á eitt. Haraldur var félagshyggju- og framfaramaður og lagði gott til allra mála, eftir þvi sem hann mátti við koma. Eins og margir aðrir vel gefnir menn af hans kynslóö, hafði hann íslendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.