Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 13
góðgerðir og gisting . betta var á þeim árum. áður en bilaumferð byrjaði. Nú getur varla heitið, að þarna þurfi að lita heim., þegar runnið er hjá. 1 lok fyrra striðsins 1919 mátti heita veltiár um verðlag. Sérstaklega var hátt verð á kjöti. Auðvitað varð mikil hækkun á innfluttum vörum.þó varð af- koman mjög hagstæð, sérstaklega hjá þeim, sem gætnir voru og sáu fótum sinum forráð. Þá voru tvær verzlanir á Djúpavogi, gamla selstöðuverzlunin örum og Wullf, þá komin að fótum fram, og verzlunin Framtiðin, sem var rekin að nokkru sem útibú frá sömu verzlun á Seyðisfirði. Verzlunarstjóri hér var vinsæll maður. Elias Jónsson, samt dugði það ekki til. Nú var risin upp alda i sveitunum. og ekki sizt i Geit- hellnahreppi, um að eignast sina eigin verzlun og stofna kaupfélag. Forgöngumenn að félagsstofnuninni hygg ég að hafi verið fyrst og fremst Helgi. bóndi á Melrakkanesi, Sveinn Sveinsson. bóndi að Hofi. báðir i Álfta- firði, Ólafur Thorlacius. læknir að Bú- landi og séra Jón Finnsson. að Hrauni við Djúpavog. Tregastir i þessi samtök voru Ströndungar. — samt gengu þeir i félagið smátt og smátt. Þessum félagsskap unni Helgi að segja mátti af lifi og sál til hinztu stundar. Hann var kosinn stjórnar- maður i byrjun. og sat i henni meira en 20 ár og formaður félagsstjórnar um skeið. Auk þess var hann i hrepps- nefnd i full 30 ár samfleytt. var sýslu- nefndarmaður um skeið og hreppstjóri nokkur ár og i skattanefnd. Þetta sýnir það traust. sem til hans var borið. Enda ekki svikizt undan merkjum. um það, sem honum var tiltrúað. Hann raflýsti bæði til ljósa og suðu árið 1929 með læk. sem var um einn kilómetra sunnan við bæinn. Gerði hann það ásam sambýlismanni sinum Degi og sonum hans, Guðmundi og Þormóði. En að þvi vann með þeim Helgi Arason á Fagurhólsmýri i öræf- um. Til virkjunarinnar þurfti hann ekki að taka lán. Helgi var búmaður. umgangsgóður og hagsýnn. og voru þau hjón um alla hluti samtaka, enda búnaðist þeim vel. Aldrei mun hann hafa tekið lán og aldrei skuldað neinum neitt. Hann var maður sérstaklega umtalsgóður, lagöi mönnum aldrei lastyrði, en þungur á bárunni, ef honum likaði miður, og hélt þá sinum hlut fram ótrauður. Helgi var i hærra meðallagi og svar- aði sér vel á allan vöxt. Hann var friður maöur. dökkhærður, hagur bæði á tré og járn og sjálfum sér nógur i flestum störfum, og afkastamaður i verkum og útsjónarsamur. Menntun fékk hann enga, aðra en þá, sem kraf- izt var til fermingar: að læra utanbók- ar svokallaö Helga-kver Hálfdánar- sonar, og eitthvað i reikningi og skrift lærði hann af Jóni i Viðidal, og urðu báðir listaskrifarar, en Jón lærði skrift, sem hann stældi eftir utaná- skrift á ,,Exports”-bréfum. Sambúð þeirra hjóna var með ágæt- um. þótt þau væru barnlaus — og bar þar aldrei skugga á. Þau ólu upp tvo drengi. sem þau tóku ársgamla, se'r vandalausa. Það eru þeir Jón, bilstjóri i Rjóðri við Djúpavog, Sigurðsson, og Þorgeir Guðmundsson verkstjóri i Þorlákshöfn. Tóku þau þá með nokk- urra ára millibili. Er á ævina leið fór Sigþóra að kenna lasleika, sem ágerðist ár frá ári, unz hún lézt. Voru þá uppeldissynir þeirra báðir fluttir i burtu. Stóð Helgi þá ein- mana eftir, ásamt vinnukonu, sem dvalizt hafði i heimilinu um langt ára- bil, og þau hjón höfðu tekið til sin, er hún hafði átt við að búa erfiðar að- stæður. Þannig hélt hann heimilinu uppi um nokkur ár, unz hann sá þess ekki kost lengur, og fargaði bústofni og seldi jörðina. Flutti hann þá i þorpið á Djúpavogi og keypti þar litið hús og dvaldi þar að nokkru, allt fram á sið- asta ár , með aöstoð og eftirlæti frá þeim Jóni og Jónirfu, konu hans. Það var fullvist, að fra Melrakkanesi ætl- aði hann sér aldrei að flytja fyrr en að leiðarlokum. É g spurði hann eitt sinn að þvi, hvernig hann yndi hag sinum hér. Ég hef ekki undan neinu að kvarta, svaraði hann, hér eru mér allir góðir, — en hugurinn er ávallt heima. Miðvikudaginn 6. þ.m. var Helgi jarðsettur að Hofi i Álftafirði við hlið konu sinnar, Sigþóru, eftir eigin ósk. Hann var kvaddur þar i góðu og stilltu haustveðri með söknuði og virðingu, sérstaklega af eldra fólki, sem þekktu hann bezt og átti honum mest upp aö unna. Þar flutti Trausti Pétursson, prófastur, góða minningarræðu og kveðjur frá burtfluttum sveitungum. Ég kveð Helga, og þau hjón bæði, með þakklæti fyrir allt, sem þau gerðu fyrir mig og mina, —- i guðs friði. Guðm. Éyjólfsson. íslendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.