Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 21
Hugur Árna til smiða réði þvi, að hann ákvað að leggja trésmiði fyrir sig sem lifsstarf og dvaldist hann nokkurn tima hjá Magnúsi bróður sinum i Borgarnesi við iðnnám. Lauk hann þvi um 1925, en fluttist um likt leyti til Reykjavikur. Höfuðborgin færði hon- um sitt mesta hnoss, þvi þar kynntist hann konu sinni, Þorbjörgu Agnars- dóttur, og giftust þau 1930. Eiga þau tvær dætur giftar i Reykjavik og eru fyrir löngu orðin afi og amma. Meira að segja sagði Arni mér, þegar ég hitti hann um daginn, og ljómaði við, að nú væru þau orðin langafi og langamma. Á kreppuárunum harnaði mjög um vinnu i höfuðborginni og seldi þá Árni húseign sina fyrir bústofn og nýbýlið Lyngholt i Villingaholtshreppi i Árnes- sýslu og bjó þar i tvö ár. Þaðan flutti hann á Selfoss, byggði sér þar húsið Grund og stundaði þar húsasmiðar i tvö ár. Vegna mikillar eftirspurnar eftir trésmiðum fluttist hann þó aftur til Reykjavikur og hefur dvalizt hér óslitið siðan og stundað mest innan- hússtrésmiðar. A árunum 1918 til 1920 stundaði hann sjóróðra frá Grindavik og má þvi segja að hann þekki islenzkt atvinnulif i allri sinni fjölbreytni til sjós og lands. Ég kynntist Árna sem smástrákur, þegar ég fékk að leika mér að kubbum og bútum á trésmiðaverkstæði hans. Barnbetri manni hef ég vart kynnzt. Þega timi var aflögu hjá meistaran- um urðu kubbarnir og bútarnir að dýrindis farartækjum og höllum, þar sem kóngar og furstar réðu rikjum og ljómi snilldarinnar lagðist á eitt með sköpunarþrá barnsins. Þá var dýrlegt að ' lifa og ævintýrin urðu að veru- leika. Stundum varð hlé á tækni- mennskunni og röbbuðum við þá um heima og geima og vandamálin voru brotin til mergjar. Arni er gæddur rikri þjóðernistilfinningu og þar end- aði jafnan talið, að það eitt væri rétt, sem þjóð vorri og fósturjörð væri fyrri beztu. Um leið og égóskaafmælisbarninu og fjölskyldu hans innilega til hamingju með timamótin, þá lýk ég þessu með visu úr Islandsljóði frænda. 80 ára: Lúther Jónsson bóndi frá Bergsholti Nýlega varð 80 ára Lúther Jónsson, bóndi frá Bergsholti i Staðarsveit. Hann fæddist hinn 22. september 1892 að Valshamri á Skógarströnd. For- eldrar hans voru þau hjónin Jón Jónsson, hreppstjóri og Kristin Danielsdóttir. Lúther ólst upp við sveitavinnu, eins og þá var vani, en mun vist ekki hafa fengið að njóta menntunar umfram það, sem venja var þá. Hann kvæntist ungri, glæsilegri heimasætu, Kristinu Theódóru Péturs- dóttur, frá Árnhúsum á Skógarströnd hinn 9. júli 1914. Þau tóku sig siðar upp frá Skógarströnd og fluttust ,,yfir fjallið” og settust að i Bergsholti i Staðarsveit og bjuggu þar siðan alla sina búskapartið, og eignuðust þá jörð. Bergsholt liggur alveg i þjóöbraut, og var þar gestkvæmt mjög, og ávallt veitt það bezta, sem til var, að sið þeirra tima. Lúther var þrifnaðar- maður i búi, og komst vel áfram, þrátt fyrir þau geysilegu óhöpp, sem yfir þau hjónin dundu. —Tvisvar brann bærinn, — og litlu varð bjargað. Lúther og þau hjónin gáfust samt ekki upp, en héldu áfram búskap. Þau eiga 7 börn á lifi (misstu eitt) öll uppkomin og myndarfólk i hvivetna, — og er hægt með sanni að segja, aö þau hafi haft barnalán. Arið 1957 hættu þau hjónin búskap, og fluttust til Reykja- vikur, þar sem þau Lúther og Kristin hafa búið i góðri elli að Grenimel 20. En Kristin er, eins og allir vita, sem til þekkja, óvenju velvirk til allrar handavinnu. Samheldni er óvenju góð innan fjölskyldunnar. (en það er vist fátitt nú orðið). Fyrir nokkrum árum varð Lúther fyrir þvi slysi, að ekið var á hann af vélknúnu farartæki, og hefir hann ekki Og sé mál vort ei laust og ef trú vor er traust á vort takmark og framtið, er sigurvon enn. Þá skal losna um vor bönd, þá er lif fyrir hönd, þá skal ljós skina um eyjuna, komandi menn. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. borið sitt barr siðan. En aldrei hefir heyrzt eitt æðruorð frá honum um það misjafna, sem hann hefir orðið fyrir. Lúther er hlýr og vænn maður, og jafnlyndur að eðlisfari, og eru það góðir kostir. Við getum vist kannski ekki allir orðið hetjursem fyllum forsiður dag- blaðanna en við getum orðið nýtir þjóðfélagsþegnar fyrir þvi. Vitringurinn Sókrates sagði, að góðum manni yrði allt til góðs — bæði lifs og liðnum —. Lúther Jónsson, — Ég og fjölskylda min, óskum þér innilega til hamingju með 80 árin, og vonum að allt megi snúast þér og þinum til blessunar. Og jafnframt er ég viss um að vinir þinir og sveitungar senda þér hlýjar heilla og hamingjuóskir. islendingaþættir Sveinn Þórbarson. 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.