Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 20
hann ólst upp. Árni kynntist fljótt öll- um helztu störfum sveitanna, bæði heima og heiman, en hugur hans snérist þó fljótt til smiða, enda var það ekki langt að sækja, þar sem faðir hans var afburða smiður bæði á tré og járn og orðlagður fyrir hæfileika sina um allt héraðið. Árni ólst upp i stórum systkinahópi, en elztur systkinanna er Jóhannes tré- smiður i Reykjavik, þá kemur Ingi- björg Sigríður búsett i Reykjavik, sið- an Ragnheiður og Magnús, sem bjuggu i Borgarnesi, en eru nú bæði látin. Þá kemur Árni og tviburi hans, sem dó i fæðingu, og siðan yngstu bræðurnir, Sveinn og Karl, sem báðir eru látnir. Sveinn lézt ungur uppi i Borgarfirði, en Karl f Reykjavik. Einnig er uppeldissystir, Lilja Július- dóttir, búsett i Árnessýslu. í upphafi þessara orða var gerð til- raun til þjóðlýsingar. Alveg eins og einstaklingarnir bera svipmót þjóðar si'nnar, þá bera þeir einnig svip þess meiðs sem þeir eru beint sprottnir af. Máltækið segir, að fjórðungi bregði til fósturs, og verður þvi að áætla að þrir fjórðu bregði til kyns og erfða. Foreldrar Arna voru sem áður segir Ingibjörg Loftsdóttir, fædd i Garpsdal i Geiradalshreppi i Barðastranda- sýslu, og Jónas Jónasson, fæddur að Háreksstöðum i Norðurárdal i Borgar- firði. Loftur faðir Ingibjargar dó ung- ur sem vinnumaður, en hann var sonur Jóns Jónssonar bónda aö Viðivöllum i Steingrimsfirði og var hans fólk bæði úr Strahdasýslu og Barðastranda- sýslu. Móðir Ingibjargar var Sigriður Magnúsdóttir Sigurðssonar bónda i Múla i Geiradalshreppi, en bróðir Magnúsar i Múla var Sigurður á Felli i Kollafirði, en sonur hans var Sigurður kirkjusmiður i Hólmavik, faðir Stefáns i Hvitadal, skálds. Kona Magnúsar var Ingibjörg, dótt- ir Jóns Jónssonar hreppsstjóra i Snartartungu á Ströndum og konu hans, Sigriðar Sveinsdóttur, bónda á Kleifum i Geiradalshreppi, Sturlaugs- sonar. Um Jón i Snartartungu er þátt- ur i þjóðháttum Finns Jónssonar á Kjörseyri og um Svein á Kleifum er þáttur i sagnaþáttum Fjallkonunnar. Báðum er þeim lýst mjög lofsamlega. Fóstursonur Jóns og Sigriðar i Snartartungu og systursonur hans og bróðursonur hennar var séra Sveinn Nielsson prófastur að Staðarstað, en hann var sem kunnugt er faðir Hall- grims biskups, Elisabetar móður Sveins Björnssonar forseta og, Sigríð- ar móður Haraldar Nielssonar pró- fessors,ömmu Dungalssystkinanna og langömmu Völundarbræðranna. 20 Faðir Jónasar, eða Jónas Jónasson eldri, fæddist i Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi, en móðir hans var Ingibjörg Jónsdóttir, fædd á Bjarnastöðum i Dalasýslu og var hennar fólk Dalafólk i ættir, fram. Faðir Jónasar eldra var Jónas Samsonarson, hreppsstjóri i Bjarnar- höfn i Helgafellssveit, en kona hans var Sigriður Pálsdóttir prests á Undir- (Undorn-) felli i Vatnsdal i Húnaþingi Bjarnarsonar, en samtimaheimildir lýsa honum sem góðum klerki, radd- manni, skáldmæltum gáfumanni og mjög vel látnum. Hann var sonur Bjarna prests á Melstað i Miðfirði, Péturssonar iögréttumanns á Kálfa strönd i Mývatnssveit, Ormssonar, og konu Bjarna, Steinunnar Pálsdóttur prests á UpsurrySvarfaðardal Bjarna- sonar. Hún var aftur á móti systir Bjarna Pálssonar landlæknis, en Bjarni var svo sem kunnugt er faðir Steinunnar móður Bjarna Thoraren- sen, skálds og amtmanns. Móðir Sigriðar Pálsdóttur var Guð- rún Bjarnadóttir, prests á Mælifelli i Skagafirði, Jónssonar, en móðir Guð- rúnar var Sigriður Jóhannsdóttir, prests á Mælifelli, Kristjánssonar, prests á Sauðanesi I Norður-Þingeyj- arsýslu, Bessasonar og konu hans Val- gerðar Pétursdóttur, Bjarnasonar, sýslumanns á Burstafelli i Vopnafirði, Péturssonar. Bróðir Sigriðar Jóhannsdóttur var svo séra Einar á Sauðanesi, faðir séra Stefáns á Sauðanesi, faðir Einars á Reynistað, faðir Katrinar, móður Einars Benediktssonar, skálds og sýslumanns. Systir Sigriðar var aftur á móti Margrét, móðir Hólmfriðar Jónsdótt- ur, móðir Jóns Þorsteinssonar prests i Reykjahlið við Mývatn. Við hann er hin fræga Reykjahliðarætt kennd með öllum sinum nafntoguðu einstakling- um: Jóni Þorsteinssyni skáldi á Arnarvatni: Sigfúsi Blöndal, skáldi og konunglegum bókaverði: Gautlanda- bræðrunum, ráðherrunum Kristjáni og Pétri óg alþingismanninum, Stein- grimi, Jónssonum: Sigurði á Arnar- vatni: Þorgils gjallanda, Árna i Múla, Hallgrimi Benediktssyni, Steingrimi Steinþórssyni og Haraldi Guðmunds- syni. Foreldrar Jónasar Samsonarsonar hreppsstóra voru Samson Sigurðsson skáld og bóndi að Klömbrum i Vestur- hópi og Ingibjörg Halldórsdóttir, Hallssonar prests á Breiðabólsstað i Vesturhópi. Sonur Halldórs var séra Pétur á Tjörn á Vatnsnesi, faðir Pét- urs prófasts á Viðivöllum i Skagafirði, föður Péturs biskups, Jóns dómstjóra og Brynjólfs Fjölnismanns. Jón var svo sem kunnugt er afi Páls Zophaniassonar búnaðarmálastjóra og alþingismanns og annarra ágætra manna. Séra Halldór var sonur Halls pró- fasts i Grimstungu i Húnaþingi, Ólafs- sonar prófasts á sama stað, en til er eftirfarandi lýsing á Halldóri i sam- timaheimildum: ,,Hann var hraust- menni mikið og talinn með friðustu mönnum, málsnjall og raddmaður ágætur enda kunni vel söng, kenni- maður góður og bar skyn á lækningar, góður minni háttar mönnum, en skap- stór og harður i mannraunum”. Faðir Samsonar var svo Sigurður hreppsstjóri i Vesturhópi, Jónssonar, Sigurðssonar bonda á Gröf á Vatns- nesi, Jónsonar. Þessa tölu sagði mér Sigurgeir Þorgrimsson, sá mikli ættfræðingur. Það er ekki i kot visað að eiga slika að. Rammislenzkt afburða og alþýðu- fólk. Skilgetið afkvæmi þeirra, sem fyrrum treystu á Guð og gæfu, héldu á haf þrátt fyrir óða hrönn og enga eilifðarsjóðsábyrgð, en námu hér fag- urt og fritt land við yzta haf. Og nafnkunna landið, sem veitti lifið, neytti frosts og funa og skilaði börnum sinu óskemmdum i gegnum lifið. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.