Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 15
slitnu klæði. Hann var að visu ennþá meðal okkar, en að nokkru farinn út úr heiminum. Og nú er hann allur. Við gröf og dauða gerist áleitnari en nokkru sinni hin gamla spurning: Eru hér sögulok eða aðeins kaflaskipti? Einhvern veginn get ég ekki sætt mig við, að Eirikur Sigurðsson sé all- ur. Stendur hann ekki nú þegar við gullnar dyr einhvers himnesks Lang- holtsskóla og spyr Guð Föður Almátt- ugan, hvenær hann megi fara að taka til hendi, hann kunni ekki við að taka laun sin i himnariki á þurru til lang- frama, þótt einhv. kunni að sýn- ast þau verðskulduð? Ég á bezt með að hugsa mér hann i skólastofunni mitt i hópi barna. Og ef eitthvert litið engla- barn gleymir snöggvast, að það er engill, þá horfir hann á það með al- vörugefnu umburðarlyndi og dálitilli ýtni, þvi vilja sinum vill hann koma fram. Guð Faðirhlýtur að lita til hans með velþóknun.. Sá, sem á þannig minningu i huga vandalauss samferðamanns, hlýtur að hafa verið ástvinum sinum og fjöl- skyldu kær. Ég færi þeim innilegar samúðarkveðjur. Kristján J.. Gunnarsson. t Eirikur Sigurðsson var fæddur á Hjartarstöðum iEiðaþinghá. Foreldr- ar hans voru Sigurður Magnússon, bónda i Sjnóholti i sömu sveit, og Ragnhildur Einarsdóttir, bónda á Hafursá á Völlum. Hjartarstaðaheimili var orðlagt fyr- ir rausn og myndarskap. Sjálfur þekkti ég ekki til þar, en heyrði oft á það minnzt. Erikur ólst þó ekki upp hjá foreldr- um sinum, en þar mun ekki hafa kom- ið fátækt til. Hitt mun hafa ráðið, að hann bar nafn Eiriks Einarssonar bónda i Bót i Hróastungu; einnig var Ingibjörg. kona Eiriks i Bót, móður- systir Eiriks Sigurðssonar. Bót var stærsta heimili i Tungu, og sjálfsagt hefur Eirik ekkert skort þar. Þarna ólst hann svo upp við vanaleg sveitastörf og hefur sjálfsagt öðlazt skilning á mörgu á þvi merka heimili. Það kom snemma i ljós, að Eirikur var bókhneigður og gæddur farsælum gáfum. Þá var ekki mikið um skóla- menntun á Austurlandi utan Búnaðar- skólinn á Eiðum. Trúlegt er, að hinn mikli búhöldur, fóstri Eiriks hafi viljað. að hann færi þangaö til náms. og þaðan útskrifaðist hann 1910. Þó ég viti slikt ekki gjörla, þá hygg ég. að Eirikur hafi ekki verið hneigður islendingaþættir fyrir búskap, en sjálfsagt stundað hann af dugnaði og samvizkusemi eins og öll sin störf. Aftur á móti mun hann hafa fengið áhuga á kennslustörfum og tók próf frá Kennaraskóla Islands árið 1913. Á þeim dögum var ekki hlaupið i háar stöður, þó menn hefðu kennara- próf, og margir slikir menn urðu að stunda farkennslu árum saman við frumstæðustu skilyrði. Eirikur var farkennari i Fellahreppi i Norður-Múlasýslu frá 1913 til 1917, siðan aftur frá 1919 til 1924. Þá réðst hann kennari i Fljótsdal 1936 til 1937. A þessu timabili stundaði hann jafn- framt kennslunni búskap á ýmsum stöðum, Fremstafelli i Tungu, Refsmýri i Fellum, Krossi I sömu sveit og Ekkjufelli. Næst gerist hann kennari i Reyðar- fjarðarhreppi frá 1937 til 1946, siðar á Búðareyri i Reyðarfirði frá 1946 til 1947. Þaðan flytur hann til Siglufjarðar og kennir þar við skólann frá 1947 til 1951. Þá býr hann sitt fley til endastöðvar okkar flestra, Reykjavikur. Fyrst réðst hann að Laugarnesskóla og kenndi þar frá 1951 til 1952, siðan við Langholtsskóla frá 1952 og þar til hann hætti aldurs vegna. Ekki þekkti ég til kennslu Eiriks, en af kynnum minum við hann býst ég við, að hún hafi faríð honum vel úr hendi. Bæði var Eirikur ágætlega menntaður i þeim fræðum það sá ég á bókakosti hans i þessari grein. Svo var samvizkusemi og prúðmennska hans i öllu dagfari, sem hlýtur að hafa stuðl- að að góðum árangri. Meðan Erikur var á Fljótsdals- héraði tók hann virkan þátt i félags- málum. Hann var i hreppsnefnd i Fellahreppi og hefur sjálfsagt haft fleiri sveitamál á sinni könnu. Þá var ungmennafélagshreyfingin i blóma, og i henni tók hann virkan þátt. Hann stundaði glimu og sund, lék á orgel og tók þátt i iþr. og leifimi, sem hann mun hafa kynnzt i Kennara- skólanum. Hann kenndi mörgum orgelspil og var sjálfur söngvinn. Mest mun hann hafa sungið bassa. Sjálfsagt hefur hann leikið sæmilega á orgel, þvi hann var organisti á Búðareyri i Reyðar- firði i allmörg ár. Kæmu gestir var hann alltaf tilbúinn að taka i orgelið og taldi ekki eftir sér að fletta fleiri nótnabókum til að finna það, sem gest- ina langaði til að heyra. Ég kynntist ekki Eiriki persónulega fyrr en hér fyrir sunnan, en þekkti hann.af orðspori. Þar báru allir sömu sögu, og aldrei fylgdu neinir hnýflar, sem við erum oft gjöful á. Þetta er ekki vanalegt hól, sem oft er skrifað eftir fólk, heldur staðreynd. Þess eru fá dæmi að hitta svo grand- vör prúðmenni til orðs og æðis. Ég spurði hann oft i þaula um ýmsa menn, sem mér lék hugur á að fræðast um. Hann var skýr og greiður i svörum, en spyrði maður um galla þeirra, þá brosti hann, en brast minni þar aö lút- andi. Þó Eirikur væri fram úr hófi hlé- drægur, þá var hann félagsmaður i eðli sinu og fús til að leggja fram sinn skerf. Aldrei snerti hann vin eða tóbak, en gat samt veriö svo glaður á góðri stund, að slikt kom sumum algjörlega á óvart. Hann beitti þá sinni finu kimnigáfu, sem gladdi, en aldrei særði. Þá fylkti hann fólki til söngs, glimu og leikja. Sumir héldu kannski, að hin hátempraða framkoma Eiriks benti til þess,að hann vantaði rishærra skap, en þetta er mikill misskilningur, enda átti hann ekki til þeirra að telja. Eirik- ur átti eldheitt skap, þó það birtist ekki i þrumu reiðinnar. Þegar hann gekk til glimu, sunds eða leikja, var eins og hann birtist i nýju gervi. Hann var góður glimumaður glimdi vel og drengilega. Þá skorti ekki kapp og skaphita, þó hvort tveggja væri vel ag- að. Féllu þá kannski sumir, sem voru hærri i lofti. Svona var á fleiri sviðum, þegar á reyndi og kom það ekki sizt fram i vinnuákafa hans. Eftir að hann hætti kennslu, stundaði hann alls konar vinnu og dró ekki af sér, var enda hraustur fram að siðustu tveim árum. Þegar útivinnuna þraut, fór hann að binda bækur sinar, sem hann átti mikið af. Eirikur var meðalmaður á hæð, vel farinn i andliti, þéttur á velli og bar sig vel. Hversdagslega glaður og frábær i allri umgengni, drengur góður og vin- fastur. Ekki held ég, að hann hafi mikið hreyft skoðunum sinum á opinberum málum og aldrei reynt að troða þeim upp á aðra. En sjálfsagt voru þær vel igrundaðar, þvi hann var enginn veifi- skati. Sund stundaði hann i Laugunum að ég held daglega fram á árið 1971. Eirikur var kvæntur Kristinu Sig- björnsdóttur frá Ekkjufelli i Fella- hreppi. Kristin er gervileg kona og mikill skörungur eins og hún á kyn til. Ekkjufellsheimili var annálað fyrir risnu. Þar var sagður matur og kaffi á borðum, stundum allan sólarhringinn, og það þótti tiðindum sæta, ef til féll gestlaus dagur. Og góðgerðum fylgdi 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.