Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 23
endurmeta. Manngildið að fá hágiidi. Auðgiidið að metast hóflega. Hvers þarfnast okkar þjóð fremur en sliks endurmats? ----- 0------ Kristján Friðriksson hefir iðkað málaralist i frist. og komið miklu i verk. Margir eiga myndir eftir hann. Hann hóf að mála á sumrin á árunum, sem hann átti heima i Vestmannaeyj- um. Leitaði sér tilsagnar i byrjun hjá málaranum Jóni Þorleifssyni. Kristján hefir ritað ýmislegt. f „Kennaratali á íslandi”, segir i þætt- inum um hann: „Rit: Barnabækur: Verkefni i teiknun og átthagafræði, þrjú hefti 1935 — ’36. Prinsessan i hörpunni, 1940. Smávinir fagrir, 1942. önnur rit: Smárit með teikningum af ncmendum og kennurum Kennara- 'skólans 1933. Bæklingur um trúmál i Vestmannaeyjum 1938. Blaðagreinar i Alþýðublaðinu um sama efni. Hluta- stöðufélög o.fl., fjölritað 1944 (útdrátt- ur: Nýsköpunartillögur frá 1944, i Timanum 1946). Blaðagreinar um at- vinnumál og fjárhagsmál, einkum i Timanum —Útgáfur: Kina, ævintýralandið (þýddi hluta ritsins) 1939. islenzk myndlist (samdi sumt) 1943. Vidalinspostilla 1945”. Útvarpstiðinda hefi ég áður getið. 1 handriti á hann bókarefni, sem ég hefi fengið að sjá, og tel sérstætt og mjög læsilegt. Það er þróunarsaga lifsskoð- unar hans frá bernskudögum til sextugs og tillögur um breytingar á uppbyggingu þjóðfélagsins. IV. Kristján Friðriksson er óvenjulega marggáfaður maður. Sagt er að sumir fjölgáfaðir menn verði fyrir þvi, að gáfur þeirra trufli hver aðra svo minna verði úr heildinni. Við þetta virðist mér Kristján ekki eiga að striða. Gáfum hans kemur vel saman. Þær styðja hver aðra. Skáldhugurinn kemur i veg fyrir að tölvisin og tæknigáfan leiði til andvana efnishyggju. Hagfræðiskilningurinn tryggir það, að séu loftkastalar byggðir, eru þeir ætlaðir til skrauts og skemmtunar, en ekki til ibúðar eða skjóls. Dráttlistarhæfileikinn og þekking á skilorðum myndlistar gefa hugsjónun- um bendingar um takmarkalinur. Lifið er svo skáldlegt, að það verður hvorki skilið né þvi lifað — svo lif geti heitið — af raunhæfni einni saman, en það þarfnast þó aðhalds raunhæfni. Með dómgreind sinni og dugnaði agar Kristján Friðriksson gáfur sinar til góðrar sambúðar og samvirkni. V. Kristján Friðriksson er tvigiftur. Fyrri kona hans, 30. júli 1933, var Arnþrúður Karlsdóttir frá Hafrafells- jungu i Axarfirði. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1. Sigurveig.f. 2. ág. 1934, húsfrú i Reykjavik. 2. Karl Friðrik, f. 31. júli 1938, verzlunarmaður i Reykja- vik. — Seinni kona, 12. júni 1948, Oddný, f. 6. janúar 1920, ólafsdóttir, kaupfélagsstjóra á Vopnafirði Metúsalemssonar. Þau eiga fjórar dætur: 1. Asrúnu, f. 7. apr. 1949, 2. Guðrúnu.f. 22. ág. 1950, 3. Heiðrúnu.f. 15. mai. 1953. 4. Sigrún, fædd 7. sept. 1959. Einn son eignaðist Kristján utan hjónabands: Friðrik Stein Ellingsen, f. 8. apr. 1956. Heimili Kristjáns og Oddnýjar er i Garðastræti 39, ákaflega vel og glæsi- lega búið. Fer þar saman listasmekk- ur hans og kunnáttusemi Oddnýjar, sem er frábær húsmóðir, listvirk og umhyggjurik. Þegar Kristján, 21. júni siðastliðinn, varð sextugur. höfðu þau gestamót- tökur á heimili sinu og héldu þeim, er komu, mikla veiziu og höfðinglega, þar sem ekkert var til sparað. Margt manna lagði þangað leiðir sinar, þvi Kristján hefir mörgum kynnzt og er vinmargur. Var hann heiðraður með margvislegum gjöfum, heillaskeytum og ávörpum. Komu þarna stéttar- bræður hans, frændur og vinafólk. Fyrstur gesta tók til máls Ölafur Jóhannesson forsætisráðherra sem ávarpaði Kristján með snjallri ræöu og afhenti honum skrautgrip að gjöf frá Framsóknarmönnum. Hófust siðan ræðuhöld, ljóðaflutningur söngur og hljóðfæraleikur. Kristján þakkaði ræðumönnum og öðrum skemmtendum að bragði, jafn- harðan og fórst það fimlega. Var þessi afmælisfagnaður hinn skemmtilegasti að öllu leyti. VI. Kristján hefir verið mjög virkur á fundum iðnrekenda. Um skeið sat hann i stjórn Félags islenzkra iðnrek- enda. Arið 1952 starfaði hann i stjórn- skipaðri rannsóknarnefnd iðnaðar- mála. Nefndin skiiaði til rikisstjórnar- innar áliti, sem allir nefndarmenn stóðu að, en auk þess skilaði Kristján viðbótaráliti og tillögum. Var viðbótarálitið og tillögurnar, sem fylgdu þvi, talið mjög athyglisvert, en hvarf i skjalageymslu rikisins. Kristján er varamaður Framsóknar- flokksins i borgarstjórn Reykjavikur. Hann lagði i sumar fram i borgar- stjórninni tillögur, sem eru mikið verk og vandað, um skipulag miðborgar- innar. Virtist þeim vera tekið opnum hugum i borgarstjórn. Eru þær nú i athugun hjá sérfræðingum byggingar- mála. Skipulagið er eitt af stærri áhyggjuefnum þeirra, sem bera framtið höfuðborgarinnar fyrir brjósti. Þótt Kristján Friðriksson hafi oft flutt kenningar, sem aðrir hafa verið seinir að taka undir, hefir hann ekki þykkzt við það, eða hlaupið úr félags- skap. Hann veit ég þola andmæli manna bezt og vera fúsastan að mæta til rökræðu. Hins vegar heldur hann fast á sannfæringu sinni. Skapgerð hans er sérstaklega vel þroskuð á þvi sviði og heilbrigð. Aldrei hefir hann heldur sótzt eftir vegtyllum eða fjárhagslegum ávinn- ingi i flokksstarfi. Hann heldur skoð- unum sinum og afstöðum til mála hreinum af slikri persónulegri eigin- girni. Mannfélagsmálefnin eru honum áhugaefni sjálfra þeirra vegna. Og svo er honum sýnt um fjármál, að sér og sinum getur hann séð efnahagslega farborða sjálfur, jafnvel i hjáverkum. Þetta lyftir honum hátt yfir meðal- mennskuna. ----- 0------ Kristján Friðriksson veiktist mjög hættulega. Var þess vegna gerður á honum hjartaskurður i Bretlandi i april 1971, — mikil aðgerð og áhættu- stór. Sýndi Kristján i þeim aðstæðum mikla karlmennsku og taugahreysti, ásamt sterkum lifsvilja. Kom undur- samlega fljótt til verka sinna aftur nærri þvi að segja eins og ekkert hefði i skorizt. Er þess vænzt, að hann geti ennþá lengi haldið áfram að gleðja vini sina með návist sinni og lifga upp á tilveru samferöamanna sinna með frumlegum hugmyndum og framfara- tillögum. Hann er enn aðeins sextutgur. Að visu hefir hann lifað „lengsta” sextiu ára timabil i sögu lslands, miðað við breytingar, sem yfir þjóðina hafa gengið til þessa,-og notið hefur hann „lengdar” þessara ára i rikum mæli. — vafalaust fjöldanum fremur — vegna sinna óvenjulega fjölhæfu gáfna. En framundan eru áreiðanlega tim- ar með fullt af verkefnum fyrir menn eins og Kristján Friðriksson, — menn stórra málefna og umbóta. Timar, sem kalla á óeigingjarna úrræða- menn. Ég óska Kristjáni Friðrikssyni, sem slikum manni hamingju og langlifis. Sú afm.ósk min nær þvi ekki aðeins til hans og ástvina hans, heldur lika til lands okkar og þjóðar. Karl Kristjánsson. islendingaþættir 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.