Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 3
Finnbjörn FinnbjÖrnsson r málararneistari Hrannargötu 1, Isafirði Sú Islenzka venja aö skrifa minningargreinar, veldur þvf aö fjöldi fulloröins fólks flettir fyrst upp á þeim sföum blaöanna, þar sem þær er aö finna.Þaöveröur fyrir vonbrigöum, ef þaö finnur ekki grein um samferöa- fólk, sem þaö veit aö er gengiö á vit feöra sinna. Sé þaö háaldraö fólk, sem dáiö er, þá er oft árangurslaust leitaö. Þeir sem bezt þekktu og minnzt heföu viökomanda á prenti, eru dánir — samtiöin var farin á undan. Þann 18. ágúst 1975 andaöist á áttug- asta og fjóröa aldursári Finnbjörn Finnbjörnsson málarameistari á Isa- firöi. Hann var jarösunginn frá Isa- fjaröarkirkju 24. sama mánaöar. Auk venslamanna fjölmenntu bæjarbúar viö útförina, þvi allir þekktu „Finnbjörn málara”, eins og hann var alltaf kallaöur, og kvöddu hann hinztu kveöju meö þaö I huga aö: A Isafiröi ýmsu lyftir öllu góöu veittir liö. Þaö veröur aö þvi sjónarsviptir er siglir þú á Drottins miö, eins og stóö i afmælisvisu til hans, þegar hann var áttræöur. Finnbjörn unni mjög átthögum slnum. Hann var fæddur i Hnífsdal 18. marz 1892 og ólst þar aö mestu upp. Hann liföi þaö, aö fæöingarsveit hans sameinaöist bæjarfélaginu á Isafiröi, þar sem hann bjó og starfaöi alla ævi. Skólaganga almennings var litil um aldamótin. Fólk varö aö „vinna fyrir sér” strax og kraftar leyföu, ekki sizt þar sem ómegö var, en Finnbjörn var einn I þrettán systkina hópi. Þótti hann fljótt verklaginn og mun hugur hans snemma hafa hneigzt til iönstarfa. Hann nam málaraiön og um þrítugs- aldur sigldi hann til Danmerkur til framhaldsnáms. Eftir heimkomuna setti hann á stofn málaravinnustofu á Isafiröi og rak jafnframt verzlun meö veggfóöur og málningavörur. Ungir menn voru i námi hjá honum og hann tók aji ser málningarvinnu vlöa á Vest- fjöröum. Hann fékkst einnig nokkuö viö fasteignakaup um skeiöog leigöi út húsnæöi. Sýndi hann fyrirhyggju og hagsýni I störfum, naut trausts lána- stofnana, en haföi jafnframt vinsældir viðskiptamanna sinna. A kreppuárunum var á ýmsan hátt reynt Islendingaþættir aö auka atvinnu á ísafiröi og var Finn- björn meö I stofnun fyrirtækja, sem hann taldi aö gætu oröiö til viöreisnar atvinnullfi þar. Finnbjörn vann nokkuö aö félags- málum, var i dansk-Isl. félaginu og haföi lifandi áhuga á vinabæjarstarf- semi norrænu félaganna og fór sem fulltrúi bæjarfélagsins á mót i öllum vinabæjum Isafjaröar á Noröur- löndum. Þá var hann frlmúrari eftir aö sú starfsemi hófst á ísafiröi og mat þann félagsskap mikils. Finnbjörn var tvigiftur. Fyrri kona hans var Ragnhildur Guömundsdóttir frá Flateyri. Þau kynntust er þau voru •bæöi viö iönnám i Kaupmannahöfn og giftu sig þar, en settust svo ab á Isa- firöi. Þau eignuöust tvo drengi, Guömund Ólaf, nú sölustjóra i Lands- smiöjunni og Ingólf, sem nú ekur eigin sendiferöabil I Reykjavík. Ragnhildur veiktist skömmu eftir aö Ingólfur fæddist og varö aö fara á sjúkrahús og þurfti þvi að fá aðstoð á meöan til þess aö gæta litlu drengj- anna. Valdi hún til þess Sigriði Þórðardóttur systur mlna, en þær voru æskuvinkonur frá Flateyri. En margt fer ööruvlsi en ætlað er. Ranghildur lézt á sjúkrahúsinu og dvöl Sigriöar varö lengri á heimilinu, en ætlab var I fyrstu, eöa þar til 1958 aö hún andaðist Þau Finnbjörn giftu sig 1926 og eignuö- ust fimm börn, en þau eru: Ragn- hildur, búsett i Washington, Guöbjart- ur loftskeytamaður, búsettur á Isa- firöi, Finnbjörn málarameistari, búsettur i Reykavik, Halldóra, búsett I Kópavogi og Þóröur flugstjóri, búsettur I Kópavogi. 011 sjö börnin hafa stofnaö sin eigin heimili, sem aö reisn og myndarskap bera foreldrum og uppeldi gott vitni, enda reynzt Starfhæfir borgarar i sinni samtlö. Afkomendur Finnbjarnar munu hafa veriö orönir 45 er hann andaöist. Ég kynntist Finnbirni ekki fyrr en eftir aö hann kvæntist Sigrlöi systur minni. Þaö hefur ekki veriö auövelt hlutverk, aö fylla þaö skarö, þegar móöir tveggja barna hans og glæsileg eiginkona hvarf svo skyndilega. Sigriöi var kært aö gera vinkonu sinni þann greiöa aö gæta litlu drengjanna um tima, en þegar dauöinn greip svo óvænt inn I, þá gjörbreyttist viðhorfiö og er enginn til frásagnar um þaö sálarstrlö sem þá var háö. Sigriöur var greind kona og þó skólaganga væri litil, þá haföi hún aflað sér menntunar, en sjálf taldi hún sig hafa sótt mest I gott uppeldi og vistir hjá góöu fólki á myndarheimilum. Sambúö þeirra Finnbjarnar og Sigriöar reyndist hin ágætasta og heimiliö myndarlegt, þar sem öllum þótti gott aö koma, enda oft gest- kvæmt, ekki sizt af ættfólki, sem var fjölmennt I báöar áttir. Hin gamal- þekkta islenzka gestrisni var þar einlæg, auk þess sem viss reisn var yfir heimilisbragnum. Þó skólavegir væru ekki vegir þeirra hjóna 1 æsku, þá var mikib lesið á heimilinu. Munu flest blöö og tlmarit, sem þá komu út I landinu hafa veriö keypt þar og lesin, auk margra ágætis bóka. Ég á góöar minnigar þaban meö húsráöendum og heimilisvininum, ljúfmenninu og skáldinu Hreiöari Geirdal, sem boröaöi þar i áratugi, þar sem skegg- rætt var að loknum erli dagsins um þau mál sem á dagskrá voru, bæöi hér og erlendis og ekki siöur um spirit- isma, bækur, skáld og listamenn. Systir min var hláturmild aö upplagi og Finnbjörn gleöimaöur, sem naut sln vel i vinahópi. Þau höföu bæöi gaman af músik og var stundum ómur þar I 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.