Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Page 9
Jóhann Steingrímsson
Eftir skamma en þungbæra legu
á sjúkrahúsi lézt Jóhann Stein-
grimsson málari aöeins 34 ára
gamall. Foreldrar hans voru
Guörún Pétursdóttir og Steingrimur
Þóröarson trésmiöur. Þau fluttu frá
Hverageröi til Reykjavikur um haust-
iö 1943 og var Jóhann þá abeins nokk-
urra mánaöa gamall, en heimili þeirra
I Reykjavik var i Efstasundi 37. Börn
þeirra voru fjögur og Jóhann yngstur.
Eftir nokkurra ára samvistir i Efsta-
sundinu misstu þau systkinin móður
sina, en héldu hópinn þar til faöir
þeirra giftist ööru sinni og þá bættust
viö fjórar hálfsystur.
Jóhann giftist ungur Gróu Clafsdótt-
ur, og áttu þau saman eina dóttur, sem
nú er 10 ára gömul. Þau Gróa skildu
eftir skamma sambúö, en nokkru siöar
giftist Jóhann aftur Guöbjörgu
Baldursdóttur og meö henni eignaöist
hann dóttur sem er nú fjögurra ára
þegar hún missir fööur sinn, en auk
hennar gekk Jóhann I fööurstaö tveim
börnum Guöbjargar er hún átti áöur
en þau kynntust. Fyrstu minningar
minar um Jóhann eru frá vetrinum
1951, er viö hjónin stofnuöum okkar
fyrsta heimili í Efstasundi 26. Þá vakti
athygli mina snarlegur snáöi dökkur
yfirlitum sem fékkst viö mannvirkja-
gerö úr snjó, hann gekk aö verki meö
harðfylgi og röggsemi og mér virtist
sem hann væri sjálfkjörinn foringi
hópsins er aö framkvæmdunum stóö.
BUseta min I Efstasundinu var stutt
og tengslin viö dökkhæröa snáöann,
sem ég raunar vissi þá ekki nein deili
á, rofnuðu.
Um þaö bil 10 árum siðar bar fund-
um okkar aftur saman og svipmótiö
var óbreytt. Jóhann haföi byrjaö nám i
málaraiðn og meistarinn var Hákon 1.
Jónsson sá sami og ég haföi lært hjá.
Viö Jóhann tókum nú tal saman i
fyrsta skiptiog þá kom i ljós aö viö átt-
um ætt aö rekja til sömu sveitar i
Fljótum I Skagafiröi og móöurafinn er
mér sérlega minnisstæöur, Pétur
Jónsson, sem jafnan gekk undir nafn-
inu „Stóri Pétur” og meö honum og
Jóhanni mátti greina augljóst ættar-
mót.
Uppfrá þessum degi urðu samfundir
okkar tíöari og kynnin náin. Starf mitt
orsakar, aö kynni af málurum veröa
nánari en almennt gerist á meöal
stéttarfelaga. Jóhann, eöa Jói eins og
hann var ætiö nefndur af félögunum,
er einn af þeim úr hópi yngri manna
sem mér er hugstæðastur.
Þaö er mikill léttir I starfi aö koma á
vinnustað þar sem ríkir glaðværð og
ferskt andrúmsloft. Þaö var mér jafn-
an tilhlökkunarefni að hitta Jóa, hvort
heldur var skammtimadvöl á vinnu-
staö eða i vinahópi.
Honum lágu jafnan á vörum gaman-
yröi og eiginlegt var honum aö flétta
spaug inn I samræöur og var sama
hvers eðlis umræöuefniö var, og til-
svör hans viö glettum annarra komu
umsvifalaust og hittu I mark . Oröum
sinum hagaöihann svp aö engan sveiö
undan og engum uröu leiöigjarnar orö-
ræður hans, þótt um langar samvistir
væri að ræða. Slikt er ekki á færi ann-
arra en þeirra sem eru vel greindir og
búa yfir næmri kimnigáfu og skilningi
á mannlegum samskiptum. Hann var
frjálslegur I fasi og ófeiminn án þess
þó aö nokkrum kæmi i hug framhleypni
eöa mikillæti.
Hann var frjálslyndur i skoöunum
og sagði hverjum sem i hlut átti mein-
ingu sina ef svo bar undir, án þess þó
að lenda i hörðum deilum viö menn.
Fleira mætti nefna sem var jákvætt I
fari hans, en hér skal staöar numiö.
Höfuðeinkennið var glaöværðin sem
geröi þaö að verkum aö hann var hrók-
ur alls fagnaðar hvar sem hann kom.
Fáir munu þeir, sem ekki er hægt að
finna lestihjá ef grannt er skoðað, og
Jói var einn af þeim, sem ekki var
tamt aö haga liferni sinu eftir form-
fastri forskrift, en þeir þverbrestir
hurfu 1 skuggann vegna björtu hliö-
anna.
Ef hægt er aö nota orðið persónu-
töfra sem samlikingu um dauölega
menn, þá var þá að finna I fari
Jóhanns Steingrimssonar.
Jói mun á sinum stutta starfstlma
sem málari hafa eignast marga góöa
kunningja og vini, i þeim hópi mætti
nefna samstarfsmenn í stjórn Málara-
félags Reykjavikur, en þar átti hann
sæti á árunum 1968-1970.
Þá má einnig nefna meistarann
hans, Hákon 1. Jónsson, en á milli
þeirra hefur rikt vinátta og Jói talaöi
ætiö um þennan læriiheistara sinn af
virðingu. Ég tel mig mæla fyrir munn
allra þeirra sem ég hef hér nefnt er ég
ber fram þakkir fyrir ánægjuleg sam-
skipti og góö kynni sem þvi miöur uröu
of stutt og fengu óvæntan endi.
Konu, börnum, öldruðum fööur og
öðrum nákomnum ættingjum sendi ég
hugheilar samúöarkveöjur.
Hjálmar Jónsson
Til minningar um vin minn,
Jóhann Steingrimsson.
Þegar lifsins blómin blá
breiöast yfir engi,
Þá er gott aö eiga þrá
fyrir unga drengi. »
Þú varst glaður, hreinn og hlýr
hljóma slóst á strengi,
okkar björtu ævintýr
eflaust man ég lengi.
Hvil þú vinur,
hvil þú rótt,
hvil þú ást og tregi.
Megi guð þér góöa nótt
gefa á hinzta degi.
Þinn vinur
Gunnar Ingólfsson.
t
islendingaþættir
9