Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Qupperneq 10

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Qupperneq 10
Ragnheiður Guðmundsdóttir Fædd 30. aprll 1924 Dáin 28. janúar 1977 Ljósiö frá Svartagili. Eitt sinn var þaö hlutskipti mitt aö veröa farkennari í Noröurárdal, sem er meöal hinna fögru og sérkennilegu byggöa Borgarfjaröar. Þar kynntist ég mörgu gáfuöu og viösýnu fólki, sem ég minnist ætiö meö viröingu og þakk- læti. Ekki tel ég óliklegt aö hiö ágæta fólk hafi litiö á mig sem „kött i bóli bjarnar”, þar sem ég varö eftirmaöur hins fjölhæfa og skemmtilega kennara Skeggja Asbjarnarsonar. En ekki var ég látin gjalda þess. Börnin sem ég kynntistí kennslustarfi minu þar, mun ég ávallt telja til minna beztu vina. Nú hefur eitt af minum kæru börnum ver- iö kvatt burt héöan úr heimi, þaö er hún Heiða min frá Svartagili með fal- lega bjarta brosið sitt. Heiða var hálfsystir Skeggja Asbjarnarsonar, þau voru sammæöra. Heiöa var elzt af börnum foreldra sinna, Jónínu Sofffu Davíösdóttur, Davíössonar bónda i örnólfsdal, bróð- ur Þorsteins bónda á Arnbjargarlæk, en þeir voru synir Daviös bónda á Þor- gautsstööum Þorbjarnarsonar á Lundum (Lundarætt, Huröarbaksætt og Kiingenbergsætt), en móöir Jóninu Soffiu var Guörún Magnúsdóttir prests aö Gilsbakka Sigurössonar prests aö Auðkúlu, en móðir séra Magnúsar var Rósa Magnúsdóttir i Myrkárdal Jónssonar prests aö Myrká Ketilsson- ar, en frá þessum ættum eru komnir margir þjóökunnir menn. Amma Jóninu, kona séra Magnúsar, var Guörún Pétursdóttir hreppstjóra og bændahöföinga aö Miðhópi i Húna- vatnssýslu og konu hans Júliönu Soffiu Þóröardóttur systur Guörúnar konu Björn Blöndals sýslumanns i Húna- vatnssýslu en þær voru systradætur Björns Olsen á Þingeyrum og uppeld- isdætur hans. Guðmundur faöir Heiöu var Gisla- son Sigurössonar á Króki i Noröurár- dal og Ragnheiöar Rögnvaldsdóttur. Góö og greind merkiskona. Heiöa bar nafn hennar. Að Heiöu stóöu góöar ættir, en sérstaklega var húsfreyjan Jónina talin stórættuð, enda leyndi það sér ekki I skapgerö hennar og fram- komu að hún átti til góðra að telja. Heiöa var mjög lik móöur sinni og var þeim þaö sameiginlegt aö taka and- streymi meö brosi á vör án þess aö mögla. Heiöa fæddisti Fornahvammi i Noröurárdalþarsem foreldrar hennar hófu búskap og önnuöust þar gisti- og greiöasölu. Hefur mér veriö tjáö af kunnugum aö þau hjón hafi veriö vin- sæl og samhent i að greiða fyrir ferða- fólki, og ekki sizt þeim sem I erfiöleik- um áttu, og þá oft gefiö meira en getan leyföi. Guömundur var dugnaðarmaö- ur og Jónina óvenju fjölhæf og dugleg húsmóöir. Heiöa mun hafa veriö ung aö árum er foreldrar hennar fluttu aö Svartagili I Noröurárdal og seinna fluttust þau aö Veiöilæk i Þverárhlið. Þá haföi Heiöa eignast tvö alsystkin: Guölaug Bjarna og Guðbjörgu. Bæjarnafniö Svartagil ber ekki i sér birtu, en i huga mínum er bjart yfir þessu bæjarheiti, þar bjó gott fólk, er átti andlegan auð, sem er veraldar gulli verðmætara. Mun ég seint gleyma þeim góðleik er húsfreyjan þar sýndi mér og þeim skemmtilega heimilisbrag er þar rikti. Fáum árum seinna varö Heiöa nem- andi minn er ég veitti forstööu hús- mæðraskólanum að Staðarfelli I Dölum og enn var eins og sólskin gleö- innar og kærleikans ljómaöi af andliti þessarar fallegu og glæsilegu stúlku. Einlægni hennar og trúmennska var einstök, enda vann hún sér strax vin- áttu kennara og nemenda. Heiöa stundaöi nám sitt af samviskusemi og sýndi góða hæfileika, hún var list- hneigö og dratthög. Fallegi hláturinn hennar og gamansemi var smitandi og geröi hana mjög vinsæla, auk þess hve vönduö hún var til orös og æöis og hátt- vis i allri framkomu. Næstu vet- ur dvaldi hún i Reykjavik við nám og störf og átti þá heimili hjá frændfólki sinu og var undir hand- leiöslu Skeggja bróöur sins er hún unni mjög og leit á sem sinn annan fööur. En aðalheimili sitt átti hún i fööur- garði, þar til hún giftist 21. desember 1946, Magnúsi Kristinssyni forstjóra, hinum ágætasta manni ættuðum úr Vestmannaeyjum. Með Heiöu og tengdafólki hennar tókst strax góö vin- átta, einkum meö tengdamóöur henn- ar Agústu Arnbjörnsdóttur sem var henni alltaf mjög góð og mat Heiða hana mikils. Heiöa og Magnús voru mjög samhent og ber fallegt heimili þeirra vott um vandaöan listasmekk. Þar rikti skemmtilegt andrúmsloft og mikil gestrisni, sem margir nutu og geyma góöar minningar um. Þau hjón tóku þátt I margvislegum félagsstörf- um og eitt var þeim áérstaklega hug- leikið að veröa öörum aö liði, sem meö þurftu, einkum þeim er ekki gátu talaö máli sinu sjálfir. Félagasamt. van- gefinna var áhugamál þeirra og hefur Magnús unniö þar mikiö og gott starf, einnig tók Heiða þar virkan þátt i fé- lagsstarfinu meöan heilsan leyföi og siöan fylgdist hún af áhuga meö þeim málum og gladdist ef maöur hennar gat orðib þar ab liði. Þau eiga tvær myndarlegar dætur á lifi, Agústu Kristinu, gifta Sigurði Jónssyni húsa- smiðameistara og eiga þau þrjú mannvænleg börn, og Soffiu flugfreyju gifta Kristni Guöjónssyni skrifstofu- manni. Yngstu dóttur sfna, Jóninu misstu þau á tfunda ári. Heiða unni heimili sinu og fjölskyldu mjög og vann þvi allt er hún mátti, meöan henni entist geta til. Hún var óvenju hlý og elskuleg og mikil húsmóöir. Þaö var hluti af gæfu hennar aö fá lengst af aö dvelja á heimili sinu i langri sjúk- dómsbaráttu og njóta umhyggju og skilnings eiginmanns sins, elskulegra dætra og tengdasona og fylgjast meö myndarlegu barnabörnunum sem hún unni mjög. Þaö virtist óvenjuleg sam- heldni og kærleikur rikja i sambúö þessarar fjölskyldu, og er ósk min aö slik eindrægni megi rikja meö niöjum þeirra. Heiöa er horfin sjónum okkar i bjarma hækkandi sólar, vil ég þvi senda ástvinum hennar öilum innileg- ustu og dýpstu samúöarkveöjur. Ljós- iö frá Svartagili mun ekki slokkna i minningu þeirra sem þess nutu og þaö þekktu. Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri. 10 Islendingaþættir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.