Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 11
Björn Guðnason bóndi Stóra-Sandfelli Skriðdal f. 20. ág. 1897. d. 22. des. 1976. A6 morgni miðvikudagsins 22. des. s.l. lézt á Heilsugæzlustöðinni Egils- stöðum Björn Guðnason i Stóra-Sand- felli, eftir aðeins sólarhrings veikindi. Heilsu hans hafði að visu hrakað hin slðari ár, sem að likum lætur um jafn aldraöan mann. Þessi snöggu um- skipti nú, komu þó öllum á óvart. Dag- inn áöur gekk hann aö sinum venju- legu Utiverkum af sama áhuganum og endranær, þó þau hafi vitanlega dreg- izt saman hin slðari ár. Auk þess sendi hann fjarlægum frændum og vinum hinar árvissu jóla og nýárskveðjur, þvi aldrei brást tryggð hans og ein- lægni þar sem hún hafði einu sinni náð að festa rætur. „En þegar að kallið kemur, kaupir sér enginn frl.” Hann var jarðsettur 30. s.m. aö við- stöddu mörgu fólki I heimagrafreit I Stóra-Sandfelli á hinum frlöa staö, uppruna hans og ævistarfs. Mér finnst þaö næsta táknrænt, aö Björn Guðna- son skyldi hverfa til nýrrar tilveru, á fyrsta degi hinnar hækkandi sólar. Hann var borinn I þennan heim, á mörkum hins gamla og nýja tlma, I sögu okkar litla þjóðfélags og skipaöi sér, er hann haföi aldur og þroska til I sveit hinna bjartsýnu umbótamanna og þar átti hann heima meöan heilsa og kraftar leyföu. Björn var mikill heimilisvinur Þor- valdsstaöa fólksins og haföi svo verið allt frá dögum Vilborgar og Benedikts, sem uröu honum hugstæð og hann vitnaði jafnan til, er góðra var getið, en hjá þeim hafði hann verið, tlma og tlma sem unglingur, bæði aö sumri og vetri. Með honum er þvl horfinn, einn þessara góðu tryggu samferöamanna og vina,sem alla tíö var samur jafn og aldrei brást. En þannig er þaö, menn koma og fara á öllum aldursskeiöum, þó alls sé i leitaö. En m inningarnar um góða vini, er gott aö geyma, þaö er fjársjóður, sem ekki fyrnist. Og nú þegar hann er allur vildi ég fylgja hon- um úr hlaöi með nokkrum minningar- oröum. En þar sem ég hefi áöur skrif- aö um hann afmælisgreinar, verður hér stiklað á átóru og nánast um upp- rifjun aö ræöa. Björn Guönason var fæddur á Þor- valdsstöðum 20. ág. 1897. Foreldrar hans voru hjónin Guöni Björnsson Arnasonar Scheving og Vilborg Kristjánsdóttir bónda f Grófargeröi á Völlum. Séra Agúst Sigurðsson á Mælifelli, rakti ættir þessara hjóna, er hann jarðsöng Kristján bónda I Stóra-Sandfelli, þá sóknarprestur I Vallanesi 18. apríl 1970. Tók ég þá ætt- færslu upp I minningargrein um Kristján I Islendingaþætti Tlmans 10. júli s.á. Samkvæmt henni eru börn -þeirra Vilborgar og Guðna I föðurætt I 7. lið frá Lárusi Scheving klaustur- haldara á Mööruvöllum og konu hans Þórunnar Þorleifsdóttur lögmanns Kortssonar, en I móðurætt af kjarn- miklu bændafólki á Héraði. Eins og framan greinir, voru þau Guðni og Vilborg til heimilis á Þor- valdsstööum er Björn fæddist og höföu þar einhver jaröarafnot, hjá Benedikt Eyjólfssyni. Voru þeir Benedikt og Guðni bæði frændur og vinir, aldir upp hvor á slnu Sandfellinu I hinu bezta ná- býli. Vorið 1901 fluttu þau I Stóra-Sandfell á part úr jöröinni sem var erföahlutur Guöna og áttu þar heima upp frá þvl. Ekki var jaröar- partur þessi þaö kostamikill, aö á hon- um yröi rekiö stórt bú, áöur en tækni hins nýja tlma kom til sögunnar, enda fjárhagur þeirra lengst af þröngur. Björn var elztur fimm barna þeirra Guöna.og Vilborgar, þá Kristján. Hin eru bændurnir: Benedikt í Asgarði, Haraldur á Eyjólfsstöðum og Sigrún húsfreyja I Arnkelsgeröi. Það vakti á slnum tíma verðskuldaöa athygli hvað þessi systkinahópur var samstilltur, að bæta og prýða þetta ábýli sitt og leggja grunninn að fyrirferöarmiklum og traustum búskap þar, enda varö þessi félagsbúskapur og heimili i Sand felli I fremstu röö I byggöarlaginu og eitt af máttarstólpum sveitarfélagsins og hefur svo verið æ siöan. Björn stundaöi nám 1 Eiðaskóla samtimis Kristjáni bróður slnum vet- urna 1920-21 og 1921-22 og slöan einn vetur á kennaranámskeiöi I Reykja- vík. Björn var ágætlega greindur og stundaöi námiö á Eiðum af kappi og dugnaði, enda mat skólastjórinn, sem þá var séra Asmundur Guðmundsson, sfðar biskup, hann mikils, ekki einung- is fyrir námshæfni, heldur og llka hina traustu og einbeittu skapgerö. Aö þessu námi loknu settist Björn að heima I Sandfelli, enda tók nú systkina hópurinn að dreifast, svo eftir uröu bara Björn og Kristján, sem héldu fé- lagsbúinu áfram og settu metnað sinn I, ekki einungis að halda I horfinu, heldur og sækja fram af miklum dugn- aði og ósérhllfni. Björn kvæntist ekki, en Kristján árið 1950 Sigurborgu Guönadóttur af Eskifirði, sem staðiö hefur fyrir búinu siðan, af miklum myndarskap. Fram til þess tlma, veitti móöir þeirra Vilborg Kristjáns- dóttir búinu forstöðu. Þó Björn væri I eðli sinu bóndi og starfsmaöur mikill, hneigöist hugur hans fljótt að félagsmálum, eftir að hann var fyrir alvöru setztur aö búskap I Sandfelli. A fyrstu áratugum aldar- innar var margt af ungu atgervisfólki I Skriðdal og llflegri ungmennafélags- starfssemi. Björn skipaði sér þar fljótlega I fremstu röð og gerðist for- maöur Ungmennafélags Skriðdæla langa hrlð. Þaö tlmabil var mjög at- hafnasamt i sögu félagsins. Þaö réðst meöal annars I að byggja samkomu- hús, er var stærra en önnur hliðstæð hús, sem einstöku hreppar eöa félög hér á Héraði voru þá að koma sér upp. Hús þetta var tekiö I notkun árið 1932 Islendingaþættir 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.