Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 31

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 31
um, hvort heldur sem ganga þurfti á hólm viö pólitlskan and- stæBing á fundi, forma tillögur og greinargerBir eBa gera þorra- blótsannál og flytja gleöimál — i tali' eBa tónum, þvi hann var á- gætur söngmaBur. Atti Kristján lengst af, aB ég hygg, frlstundir fáar. Þannig fer þeim, sem ánetjast félagsmálun- um i jafnrikum mæli og hann. Samkennd Kristjáns meB þeim, sem máttu sin minna var rík og hlý. Störfhans aB málefnum van- gefinna siBustu misserin voru dæmigerB fyrir þennan þáttinn i skaphöfn hans og eru mörgum kunn. Enn hugstæöari eru mér einstök viBbrögB þegar vanda bar aB höndum, stundum óvænt og skyndilega, en þaB rek ég ekki nánar hér. 1 þann mund, sem Kristján tók viB starfi námsstjóra og siBar fræBslustjóra urBu eins konar þáttaskiliævihans. Hann tók raí i rikara mæli en áfiur aB einbeita sér aB afmörkuBu verkefni. Mun þar hafa komiB til bæBi ásetning- ur og svo hitt, aB i ákaflega eril- sömu starfi fræBslustjóra verBur margskiptingu trauBla eBa ekki viB komiB. HafBi Kristján haft orB á þessu viB kunningja okkar beggja og látiB vel af breyting- unni. Sjálfur fann ég glöggt aB hánn mat hiB nýja starf mikils og lagBi sig i framkróka i þjónust- unni. ÞaB hefir mjög mætt á fræBslu- stjórunum þessi fyrstu misseri aB skipuleggja og byggja upp þýB- ingarmikiB þjónustustarf viB ó- trúlega erfiB ytri skilyrBi. En hópurinn hefir sýnt þolgæBi og samheldni og sigraB þraut. Enginn veit stundina þá kalliB kemur. Kristján lézt á Borgar- spitalanum 44 ára gamall. Hann verBur kvaddur i kapellunni 1 Fossvogi á mánudag og jarBnesk- ar leifar lagöar til hvildar þar suBurfrá. MeB söknuBi og þökk kveB ég samstarfsmann og félaga og árna fararheilla um ókunna stigu. Elinu og börnunum og öör- um ástvinum votta ég innilega samúB. Vilhjálmur Hjálmarsson. AB kvöldi dags 1. febrúar s.l. barst mér sú harmafregn, aö Kristján Ingólfsson, fræöslustjóri væri látinn. Hann andaöist á Borgarsjúkrahúsinu i Reykjavik 44 ára aö aldri. Aldrei eru and- látsfregnir sviplegri, en þegar menn á bezta aldri eru brott kallaöir. Kristján Ingólfsson fæddist á Sólbakka á SeyBisfirBi 8. október 1932. Foreldrar hans voru Ingólf- ur Hrólfsson, verkamaöur og kona hans GuBrún Eiriksdóttir. Þau ólust bæöi upp á Vopnafiröi og bjuggu þar um hriö á Vakur- stöBum. Aö þeim stóöu ættir úr Skaftafellssýslum, EyjafirBi og Þingeyjarsýslum. Þau fluttust til SeyöisfjarBar 1924. Kristján ólst upp á Seyöisfiröi og var þar i bama- og unglingaskóla, en lauk gagnfræöaprófi frá Gagnfræöa-^ skólanum i Vestmannaeyjum 1949. Um eins árs skeiö var hann viö nám i tþróttaskólanum i Haukadal. SIBan lagöi hann stund á nám i Kennaraskóla tslands og lauk þaöan prófi 1954. 26. desem- ber 1954 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Elinu óskarsdóttur. Hún er alin upp i Reykjavik aö Skeggjagötu 5, en þar búa for- eldrar hennar, Ingileif Steinunn GuBmundsdóttir ættuö frá Mos- völlum i Onundarfiröi og Óskar Gislason, ökukennari frá IragerBi á Stokkseyri. Þau Kristján og Elln eignuöust 3 börn. Ingileif , sem er viB liffræöinám i Háskóla Islands, Ingólf, sem stundar nám viö Menntaskólann á Akureyri og Óskar, sem er nemandi I grunn- skóla á Reyöarfiröi. Eftir kennarapróf lá leiö Kristjáns austur i Vik i Mýrdal og var hann skólastjóri barna- og unglinga- skólans þar i eitt ár. A meBan lauk Elin námi viö Kennara- skólann. Eftir aö hafa kennt eitt. ár viö barnaskólann á Bildudal fluttust þau til Eskifjaröar og tók Kristján þar viB stjórn barna- og unglingaskólans. Þvi starfi gegndi hann i mörg ár. Hann var settur námsstjóri Austurlands 1973. 1975 var, samkvæmt grunn- skólalögunum, stofnaö embætti fræöslustjóra i Austurlandskjör- dæmi. Kristján var settur til aö gegna þessu embætti 1975 og skip- aöur 1976. A æskuheimili Kristján austur á Seyöisfiröi rikti mikill áhugi á félags-ogstjórnmálum. Þar veltu menn fyrir sér lögmálum um- hverfis og samfélags. Faöir Kristjáns, Ingólfur Hrólfsson, var i hópi forystumanna AlþýBu- flokksins á SeyBisfirBi. Hann var formaöur verkamannafélagsins Fram um margra ára skeiB og áberandi persónuleiki 1 bæjarlifi SeyBisfjaröar. Enginn vafi er á þvi, afi Kristján hefur i fööurhús- um drukkiö i sig áhuga á þjóö- félagsmálum, mannlegum kjör- um og umhverfi. Þótt Kristján yrBi ekki gamall maöur markaBi hann viöa spor, ýtti viö umhverfinu hvar sem hann fór, breytti kyrrstööu i lif, settirótá hugi manna, var jafnan i fararbroddi. Kristján var mikl- um hæfileikum búinn, harö- greindur, rökfastur og ötull, hélt þvi vel til hags er hann las, enda stálminnugur, funamælskur, orö- snjall og oröheitur á stundum, skapiö mikiö og þykkjan þung, ef þvi var aö skipta. Spauggreind Kristjáns var ómenguÐ. t sam- kvæmum var hann jafnan hrókur alls fagnaBar. Hann mælti visur af munni fram, sagöi oft hnyttnar sögur og hélt ósjaldan eftirminni- legar tækifærisræöur. Hann var sjófróöur og vissi deili á fjölda manna viös vegar um land. Stundum hef ég velt þvi fyrir mér, hvenær svo önnum köfnum félagsmálamanni sem Kristján var gafst timi til lestrar. Hér er þó ótaliö þaö, sem e.t.v. er mest um vert. Kristján var drengur góöur. Fáir stóöust rei&ari en hann, ef ranglæti var beitt, sér- staklega ef gengiö var á hlut þeirra er minna mega sin. Þaö var þvi engin tilviljun, aö Kristján baröist alla tiö fyrir auknu félagslegu réttlæti, aö hann geröist svo umsvifamikill i félagsmálum og stjórnmálum, sem raun ber vitni. Um árabil var hann i stjórn Ungmenna- og tþróttasambands Austurlands, mörg ár formaBur. Hann átti sæti 1 miöstjórn Þjóö- varnarflokksins 1954-’56 og var i framboöi fyrir þann flokks á Austurlandi 1956. Hann starfaöi um skeiö I Samtök- um herstöövaandstæBinga. En lengst og mest starfaöi hann i Framsóknarflokknum og átti sæti i miöstjórn hans frá 1963- 1974, var varaþingmaöur flokks- ins um hriö og sat nokkröm sinn- um á Alþingi. Kristján var sjálfstæöur 1 hugs- un, i raun og veru sósialisti aö lifsskoöun, og þvi hlaut hann aö veröa bágrækur i Framsóknar- flokknum, enda gat hann ekki átt samleiö meö honum til lengdar, sagöi aö lokum skiliö viö hann og var framarlega i flokki þeirra manna, er stofnuöu MöBruvalla- hreyfinguna 1973. Ég fékk tækifæri til aö kynnast Kristjáni náiö, er viB tókum sæti i Grunnskólanefndinni i júni 1972 og störfuöum þar til vors ’74. En frumvarpiö, sem nefndin samdi, var afgreitt sem lög frá Alþingi á margfrægum þingfundi 8. mai 1974, er Olafur Jóhannesson rauf þing og boöaöi til nýrra kosninga. Kristján starfaöi af miklum dugnaöi i nefndinni og hliföi sér aldrei, hafBi frumkvæöi um margt, ekki sizt þaö er varöaöi dreifbýliö. Ég hygg, aö á engan nefndarmann sé hallaö þótt sagt sé, aö Kristján hafi átt einna drýgstan þátt i starfi nefndarinn- ar. Hann haföi góöa þekkingu á skólamálum, er hann hóf nefndarstörfin og ágæta, er þeim lauk. Leitun mun vera aö mönn- um, sem höföu jafnmikinn áhuga á skólamálum dreifbýlisins og islendingaþættír 31

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.