Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 34

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 34
Ingibjörg Björnsdóttir fyrrum húsfreyja í Kolgröf Fædd 4. ágúst 1915 Dáin 27. nóvember 1976. Er dauðans klukka kallar: komið, komið hér, enginn, enginn getur undan vikið sér. Lögmál lifs og dauða lykur um hvert hjóm, allt, sem anda dregur, á sinn skapadóm. Þann 4. desember s.l. var Ingi- björg Björnsdóttir, Skógargötu 13 Sauðárkróki, til moldar borin frá Viðimýrarkirkju. HUn varð bráðkvödd á heimili sinu að kveldi þess 27. nóvember. Ingibjörg var fædd á Krithóli á Neðribyggð 4. dag ágústmánaðar 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Árnason, bóndi á Krithóli febrúar 1973 eftir þungbær veikindi. Málleysingjarnir misstu mikið þeg- ar Ingibjörg fluttist frá Vaðnesi. Eng- inn var sem hún að annast þá, er vanda bar að höndum, hvort sem var við fæðingu eða önnur veikindi. Var hún llka oft sótt af næstu bæjum, er slikan vanda bar að og var hann oftast leystur með prýöi.. Og nú er hún öll þessi blessaða kona, og hún hefur lokiö dagsverki sinu meö heiðri og miklum sóma. Börnum sln- um varhún sönn móðir, hamingjusöm móðir og eiginkona. Hún trúði guði og frelsara sinum fyrir öllu, vonaði allt og umbar allt. Og börnin hennar þakka henni svo undra margt á lífsleiðinni og margir fleiri, þar á meðal ég, sem þessar línur skrifa um leið og ég sendi þeim og öðr- um vandamönnum innilegar samúö- arkveðjur. Og aö endingu kveð ég Ingibjörgu vinkonu mina með þessu sálmaversi, sem þýtt hefur S. Egilsson. Nú legg ég augun aftur ó, Guð þinn náöarkraftur min veri vörn 1 nótt. Æ, virst mig aö þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. 1 guös friöi. Jón Gunnlaugsson 34 og Jóhanna Sæmundsdóttir. Arni, faðir Björns, var sonur Jóns Árnasonar, skálds á Viðimýri og konu hans Ástriðar Sigurðardótt- ur. Móðir Björns og kona Árna var Ingibjörg Björnsd., bónda I Mælifellsárseli, Finnbogasonar, bónda á Sjöundastöðum f FTóka- dal, Jónssonar. Foreldrar Jó- hönnu voru Sæmundur Jóhanns- son, bóndi á Krithóli, og 1. kona Sæmundar, Ingibjörg Guðmunds- dóttir, Guðmundssonar I As- hildarholti, Jónssonar sterka á Hryggjum, Þorsteinssonar. Þetta eru kunnar bændaættir i Skagafirði. Ingibjörg dvaldist hjá foreldr- um sinum, fyrst á Krithóli og sið- ar Krithólsgerði — nýbýli, sem foreldrar hennar reistu i landi Krithóls á rústum gamals eyði- býlis. Árið 1938, þann 16. mai, gekk hún i hjónaband meö Hrólfi Jóhannessyni, bónda i Kolgröf á Efribyggð. Ingibjörg og Hrólfur bjuggu I Kolgröf, fyrst i tvibýli á móti Birni, bróður Hrólfs, og konu hans, Þorbjörgu Bjarnadóttur — Björn og Hrólfur áttu sinn helm- ing jarðarinnar hvor — til ársins 1944, en kaupa þá hlut Björns, og siðan á allri jörðinni til 1962, er þau bregða búi og flytja til Sauðárkróks. Fljótt byrjuðu þau hjónin að gera jörð sinni til góða, eftir þvi sem efni og aðstæður framast leyfðu. Landið var girt, skurðir skornir, túnrækt og byggingar framkvæmdar og rafvæðing „barin I gegn” þrátt fyrir þær aö- stæður, að Kolgröf var á þvi svæði, sem samþykktir um raf- lagnir um byggðir landsins náðu þá ekki til. Árin milli 1940 og 1950 voru skagfirzkum bændum, vestan Vatna, að mörgu leyti þung i skauti, þá herjaði mæðiveikin á fjárstofn þeirra og gerði ómældan usla, sem endaði með allsherjar niðurskurði. Þá varð hver og einn að neyta allra ráða til að sjá sér og sinum farborða. Þessi plága kom ekki siður hart niður á þeim Kolgrafarhjónum en öðrum. Margar vonir tengdar bú- skapnum og afkomuháttum framtiðarinnar voru dæmdar til að bresta — i bili —. Hrólfur I Kolgröf brá á það ráð — eins og fleiri — að gerast varð- maður fram á heiðum. Þá kom það I hiut konunnar að sjá um bú og börn, og stóðst hún þá þolraun af mikilli prýði, þrátt fyrir veila heilsu, enda mjög sýnt um bústörf og auk þess skepnuvinur mikill. Ingibjörg frá Kolgröf var kona vel gerð, hljóðlát og Ihugul meö góða dómgreind og siðferðisvit- und. Hún kunni af eðlislægni að ala börn sin þannig upp, að kring um hana var hvorki ys né þys, flausturslæti né flumbruháttur, heldur kyrrðog spekt, samstilling I háttum og framkomu. Börnum sinum var hún hin leiðandi og kærleiksrika móðir, sem sá og skildi að traustasti hornsteinn undir uppeldi þeirra er umönnun og mótunarhæfni móðurinnar,og dýrmætasti arfur hvers einstaklings eru góðar minningar bernskunnar. íslendingaþættir J

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.