Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Page 44

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Page 44
Kristbjörg Jóhannsdóttir Agúst Magnússon og KristbjSrg Júhannsdúttir. Fædd 23. júli 1897 Dáin 13. desember 1976. Kristbjörg Stefania Jóhanns- dóttir andaöist á sjúkrahúsinu á Húsavik 13. desember s.l. á 80. aldursári, og var jarðsett frá Raufarhafnarkirkju 18. s.m. Kristbjörg var fædd aö Núpi i öxarfiröi, dóttir hjónanna Mar- grétar Vigfúsdóttur frá Núpi og Jóhanns Baldvinssonar frá Þjófs- stööum i Núpasveit. Fyrstu barnsárin bjuggu foreldrar henn- ar á Núpi, en fluttu um aldamót aö Rifi á Sléttu, þar sem þau bjuggu sæmdarbúi eftir þaö alla sina búskapartið, og var Jóhann þar vitavörður. Systkini Krist- bjargar voru Björgvin, útgerðar- maöur á Raufarhöfn, látinn fyrir allmörgum árum, og Ingibjörg húsfreyja á Rifi, nú búsett á Raufarhöfn. Ung að árum kynnt- ist Kristbjörg manni sínum, Agústi Magnússyni, Einarssonar, Steinsstööum viö Smiöjustig i Reykjavik, en þau voru þá bæöi viö nám i kvöldskóla Asgrims Magnússonar á Bergstaöastig i Reykjavik. Þau giftust 1917 og hófu þá búsetu á Raufarhöfn, þar sem Agústrak verzlun i tvö ár, en veitti siðan forstööu um 9 ára skeiö útibúi Kaupfélags Noröur- Þingeyinga á Raufarhöfn til 1927. Um árabil var Agúst hafnsögu- maður á Raufarhöfn og áhalda- og „lagerfetjóri” hjá Sildarverk- smiöjum rikisins þar á staönum. En geröist uppúr 1950 aftur verzlunarmaöur hjá útibúi K.N.Þ. á Raufarhöfn og siðar Kaupfélagi Raufarhafnar og var þar síöustu 15starfsár ævi sinnar. Hann lézt haustiö 1970. Þeim hjónum var 8 barna auöiö, i aldursröö: Jóhann Magnús, ívar, Baldvin, Karl, Geir, Guöný, Hilmar og Gunnar. Ivar lézt frá þremur ungum börnum I blóma lifsins, og tóku þá afi og amma tvö þeirra í fóstur og uppeldi, tvar ogEyrúnuönnu,en 17 ára gamall fórst ívar yngri, bráöefnilegur piltur, af raflosti. Þeir einir, sem reynt hafa, vita hvaö slikur ást- vinamissir veldur þungum trega. Niöjar þeirra eru nú 50 talsins. Agúst og Kristbjörg byggöu litið timburhús, Sæból á Raufarhöfn, og þar komu þau upp öllum sinum barnaskara. Nútimafólk skiiur ekki, hvernig var hægt aö veita svo mörgum lifsbjörg viö þeirra tima aöstæöur, en reynslan sýnir, aö það var fært, þegar allir stóöu saman. Ég kynntist fyrst persónulega tengdaforeldrum minum, er ég og kona min, Guöný, dvöldum hjá þeim sumarlangt 1950. Auk okkar voruþá á heimili þeirra tvö börn tvars óg þrir bræður Guðnýjar útivinnandi heima auk tilfallandi gesta. Frá þvi ári áttum viö aö jafnaöi þar einhverja sumardvöl, um ára skeiö, meö vaxandi dætrahóp. Aldrei varð ég þess var, aö húseigendum þætti aö sér þrengt, og ekki var þar gert upp á milli manna. Mig undraöi þá og oft siöar, hvaö samstaöa fjöl- skyldunnar i Sæbóli var traust og sönn. Vinnutimi tengdamömmu var þá sem jafnan áöur og siöar, langur. Venjulegur vinnudagur entist varla til nauösynlegra starfa, og önnur störf, sem ekki voru beint viðkomandi matseld og húshaldi, stóðu oft frameftir nóttu. Þótt hún væri önnum kafin, var jafnan timi aflögu fyrir ömmubörnin, og ekki amaöist Agúst afi viö þeim heldur. Kristbjörg var ekki gefin fyrir aö dveljast utan heimilis, enda þar alltaf nóg aö gera. Þó gaf hún sér tima til aö vera til staöar, þegar tvær elztu dætur okkar voru bornar i heiminn, önnur austur á Héraði, hin vestur i Skagafirði. I báðum tilfellum voru samgönguerfiöleikar aö vetrarlagi. En þaö leit út fyrir, að þaö væri jafn sjálfsagt og aö skreppa i sild, bjarta sumarnótt. Hún var listræn til handanna svo af bar, enda oft fengin til að leiö- beina á þvi sviöi. Og ekki eru auö- taldar þær flikur sem hún hefur sniöið og saumaö fyrir sig og aöra, eöa leiöbeint meö um dag- ana. Fram undir fermingaraldur fengu dætur minar, fjórar, jóla- kjólana frá ömmu. Arlega af nýrri gerö og úr breytilegum efn- um. „Módel” kjólar, sem pössuöu svo vel, aö engan gat grunaö ann- aö en þær heföu staöiö viö hné ömmu sinnar þar til siðasta pifa eöa tala var fest. Hvernig slikt sjónminni starfar get ég ekki út- skýrt, þvi aldrei varö ég var viö, aö hún tæki mál af telpunum, þó að hún sæi þær um tima að sumri til mörg árin. Ég gat þess áöur, aö samstaöa fjölskyldunnar á Sæ- bóli var tengd sterkum böndum. Strax og ég, eini tengdasonurinn, var kominn i fjölskylduna fannst tengdamömmu ekki hlýða, aö ég ætti samastaö á Raufarhöfn, ann- ars staöar en i hennar húsum og hélztsvo fram til hinztu stundar. Breytti þar engu; hvort ég var einn á ferð eöa með fjölskyldu, og aö ég átti á Raufarhöfn nákomiö frændfólk i mörgum húsum og systur búsettar á staönum. Mörg undanfarin ár átti Kristbjörg viö slitsjúkdóma aö striða. Haustiö 1975 varö hún fyrir sjúkdóms- áfalli, sem skerti mjög minni hennar á köflum. Viö vorum islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.