Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Page 47

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Page 47
r Jón Arnason fyrrverandi bankastjóri F. 17/11 1885 D. 1/1 1977. Þeir geta bókstaflega ekki hætt sinu starfi. Einhvers staðar stendur: „Verið ekki smeikir viö að nálgast upptekna manninn, þvl hann er upptekinn, vegna þess að hann vill vera það. Þannig var um Þorlák. Hann setti á stofn hænsnabú I Hafnarfiröi sem hann annaðist, allt til dauðadags, ásamt Guölaugu og Bjarna, sem lengst hafa búið með föður sfnum, aö ógleymdum Þóri, sem var til- tölulega nýfluttur að heiman. Þar að auki var Þorlákur maðurinn er fjölskyldan sótti til i vandræðum sinum.enda vænlegasti maöurinn til að gefa holl og velmeint ráð. Siðustu 2 árin hafði Þorlákur átt við allmikla vanheilsu að striöa, en þó lét hann aldrei bil- bug á sér finna og gekk að vinnu sinni, hvað sem á gekk. Er hann aö lokum var lagður inn á spitala og hann sjálfur vissi að hverju dró, þá brá hann ekki venju sinni. Einlægnin skein út úr honum og maður fann hlýjuna er streymdi frá honum. Orö voru óþörf, augun sögðu: þakka þér fyrir að þú komst. Slðustu orð Þorláks I þessu llfi lýsa honum einna bezt, en hann sagði viö hjúkrunarkon- urnar á spltalanum: „Skiliö kveöju til allra”. Auk þeirra þriggja barna Þor- láks, er hér hafa verið nefnd, þá áttti hann 6 önnur, en þau eru: Borghildur, gift Sveinbirni Ólafs- syni, Annes Svavar giftur Grétu Böðvarsdóttur, Marteinn Guð- berg giftur Halldóru Jónsdóttur, Ellnborg Þórdls gift Steindóri Arasyni, Kristján giftur Guðrúnu Grlmsdóttur, Guöbrandur Sveinn Ingimar giftur Astu Jónasdóttur, öll búsett I Hafnarfirði. Alls munu afkomendur Þorláks vera um eöa yfir 45. Ég og fjölskylda min vottum öllum aðstandendum dýpstu samúð á þessari skilnaðarstund. Megi þjóð vor öðlast þá ham- ingju, að eignast fleiri syni, sem Þorlákur Guðbrandsson var. Blessuð sé minning hans. G. Helgason og fjölskylda islendingaþættir Kveðja fró Sambandi íslenzkra samvinnufélaga Jón Árnason fyrrverandi bankastjóri og framkvæmda- stjóri i Sambandinu andaðist á gamlársdag, niutiu og eins árs að aldri og er útför hans gerð i dag. Jón hóf störf i Sambandinu um leið og opnuð var heildsölu- skrifstofa á vegum þess i Reykjavik árið 1917. Tveimur árum siðar veröur hann fram- kvæmdastjóri Otflutningsdeild- ar Sambandsins um leið og til hennar var stofnað, og þvi starfi gegndi hann til ársins 1946, að hann varð bankastjóri Landsbankans. Þegar hann lét af störfum i Sambandinu var hann kjörinn heiðursíélagi þess. Á þeim áratugum sem Jón Árnason gegndi íramkvæmda- stjórastarfi Otflutningsdeildar Sambandsins, stýrði hann stór- sókn i afurðasölumálum sam- vinnumanna til lands og sjávar og átti mjög rikan þátt i þróun útflutningsviðskipta þjóðarinn- ar allrar. Á þessum árum voru þessir þýðingarmiklu þættir i samvinnustarfinu og raunar i atvinnulifi allrar þjóðarinnar, meðferð og sala afurðanna, færðir mjög i það horf, sem reynzt hefur farsæl undirstaða þeirra stórfelldu framfara, sem orðið hafa i landinu. Mörg voru járn i eldinum og margt nýmæla kom til. Nefna má útflutnin freökjöts, byggingu kjötfrysti- húsa og siðan fiskfrystingu, uppbyggingu samvinnuiðnaðar úr ull og skinnum, kjötsölu- skipulagið innanlands sam- kvæmt kjötsölulögunum og ný- skipan sölumála sjávarútvegs- ins á félagslegum grundvelli. i öllum þessum umsvifum var Jón Árnason i fylkingarbrjósti, ýmist beint á vegum Sam- bandsins og kaupfélaganna eða með öðrum þegar fleiri þurftu að koma til. Jón átti áratugum saman þátt í flestum opinberum samningum, sem gerðir voru erlendis um viðskipti og fjár- mál. Að þessum mikilvægu málum vann Jón Árriason af þeirri at- orku og krafti, sem honum var lagið, þvi hann var harðdugleg- ur framkvæmdamaður, áræð- inn og farsæll. Nutu samvinnu- menn i rikum mæli forustu Jóns i afuröasölumálum og brautryð- jendastarfs hans i þeim efnum nýttist einnig allri þjóðinni á þeim umbrota- og breytinga- timum, sem þá voru. Astæða er til að minna á það sérstaklega, hve þýðingarmikið og farsælt starf Jón Árnason vann i samvinnuhreyfingunni i þágu bændastéttarinnar og með þýðingarmikilli forustu sinni i undirbúningi og framkvæmd afurðasölulöggjafar landbún- aðarins, sem hann átti i'jkan þátt i, en það leikur ekki á tveim tungum að afurðasölu- skipulagið sem innleitt var á kreppuárunum, reyndist sú lyftistöng, sem hóf landbúnað- inn úr djúpum öldudal til far- sællar þróunar. Samvinnumenn hafa margt að þakka Jóni Arnasyni nú við leiðarlokin og kveðja hann með virðingu og þakklæti. Eysteinn Jónsson Erlendui’ Einarsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.