Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 50

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 50
Guðmundur Bjarnason Þótt fáeinir dagar séu liönir siðan Guðmundur æskuvinur minn og félagi frá unglingsárun- um átti þetta merkisafmæli lang- ar mig til að set ja á blaö afmælis- kveðju og segja frá honum þeö sem fyrst kemur i hugann. Hann er fæddur á Hömrum i Reykholtsdal 28. des. 1886 og er Borgfirðingur i ættir fram. For- eldrar hans, þau Ingibjörg Odds- dóttir og Bjarni Sigurðsson, voru búendur á Hömrum árin 1875- 1895, en það ár lézt faðir hans að- eins hálfsextugur að aldri. Börn þeirra Ingibjargar og Bjarna voru fimm, þau elztu a ferming- araldri, og með þeim hélt móð- ir þeirra búskap áfram til 1898, en það vor fluttist fjölskyldan öll að Hæli í Flókadal til Þórðar Sig- urðssonar bónda þar, er var mág- ur Ingibjargar og föðurbróðir barnanna. Var þetta mikiö sæmdarverk af Þórðar hendi, en hann var gildur bóndi og stoð sveitar sinnar. Gerðist Ingibjörg bústýra hans og var á Hæli til æviloka. Hún var dóttir Odds bónda á Brennistöðum, Bjarna- sonar bónda í Vatnshorni i Skorradal, Hermannssonar, og er, mikil ættog fjöl'menn fráBjarna í Vatnshorni komin. Bjarni bóndi á Hömrum, faðir Guðmundar, var sonur Sigurðar bónda þar, Bjarnasonar. Hann var á sinni tið einn af fremstu bændum sveitarinnar og söng- maður mikill enda forsöngvari i Reykholtskirkju. Kona hans var Margrét Þórðardóttir, afasystir Halldórs bónda á Kjalvararstöö- um er lézt nær hálftiræður 1961. Sonur hans er Helgi Jósef cand mag., sem við fáum aö hlusta á i Rikisútvarpinu nokkrum sinnum á mánuöi hverjum — en aðeins fimm minútur hvert skipti sem mætti lengja. Faðir Siguröar á Hömrum var Bjarr.i bóndi, sama stað frá 1814-1845, en hann var fæddur á Akrane'si. Kona hans var Guðrún Pétursdóttir. bónda i Hvitanesi og ósi, og konu hans Margrétar Jónsdóttur, er var systurdóttir séra Jóns Grimsson- ar iGörðum á Akranesi, ensonur hans var Grímur amtmaður og dóttir Ingibjörg „húsfreyjan á Bessastöðum”, móðir Grims Thomsens skálds og alþingis- manns. Eins og þegar er sagt flutti móðir Guðmundar að Hæli ásamt öllum börnum sinum og þar hef- ur heimili Guömundar verið sið- an. Systkini hans f jögur tóku sér bólfestu annars staðar. Helga sem elzt var systkinanna, varð húsfreyja á Akranesi, Oddur gerðist skósmiöur i Reykjavik, Sigurður varð bóndi á Oddsstöð- um i Lundarreykjadal, kvæntur Vigdisi Hannesdóttur frá Deild- artungu, og er hún nú nær hálfti- ræð að aldri en maður hennar, Sigurðurer látinn fyrir nokkrum árum. Yngstur systkinanna er Július, er lengi var stórbóndi á höfuðbólinu Leirá i Leirársveit, en hefur seinustu árin verið á Hrafnistu vegna heilsubilunar og er nú á sjúkrahúsi Akraness. Þcgar aldur færðist yfir Þórð á Hæli og kraftar þurru, fékk hann Guðmundi frænda sinum i hendur jörð sina og bú. Var Guðmundur bóndi á Hæli frá 1912 til 1938. Guð- mundur kvæntist ágætri konu sama ár og hann hóf búskap. Hún var Helga, dóttir hinna kunnu Varmalækjarhjóna, Herdlsar Sieurðardóttur frá Efstabæ og Jakobs Jónssonar frá Deildar- tungu. Helga var jafnan talin ein hin álitlegasta af hinum borg- firzku ungfreyjum, vel gefin og hin gervilegasta, en hjúskapur þeirra varð skammvinnur^ þvi hún lézt 1928. Börn þeirra eru þrjú, Jakob bóndi á Hæli, ókvænt- ur, Ingibjörg húsfreyja á Hæli, gift Ingimundi Asgeirssyni frá Reykjum i Lundarreykjadal, og þriðja barnið erHerdis, húsfreyja á Þverfelli i Lundarreykjadal, gift Birni bónda Daviðssyni, Björnssonar. Siðari kona Guðmundar, sem einnig er látin, var Stefania Arn- órsdöttir, prests að Hvammi i Laxárdal i Skagafirði og viðar. Dóttir þeirra er Margrét, leik- kona við Þjóðleikhusið. Guðmundur er sæmdarmaður i hvivetna, góður bóndi og heimil- isfaðir, ágætur félagsmaður og nýtur mikils trausts samferða- og samstarfsmanna sinna. Hann hefur um marga áratugi átt sæti i sveitarstjórn Reykdæla og gengt hinum ymsu störfum öðrum í sveit sinni. Égminnist hans frá unga aldri, er við áttum bernskuheimili í nánd við hvorn annan, en einkum sem félagsbróður i Ungmennafé- iagi Reykdæla á fyrstu árum þess. Þar var hann hinn fórnfúsi félagi, alltaf tilbúinnum hjálp og greiða þegar þurfti, léttur og hressilegur á félagsfundum og samkomum og jafnan einn þeirra, er myndaði þann anda og hugðarefni sem rikti og þarf að rikja á fundum ungmennafélag- anna, bæði á fyrstu fundum þeirra og siðar. _______________,__Þórðar. Inei- bjargarogbarna hennar var gott að Vera og frjálslegt, bæði meðal fjölskyldunnar sjálfrar og ann- arra heimilismanna. Þar var alin upp Vilborg Jóhannesdóttir, siöar húsfreyja í Geirshlið, en nú hér l höfuðborginni, mjög góöumhæfi- leikum búin og ein hinna myndar- legustu ungra kvenna um þær mundir þar efra. Einhvemtima veturinn 1908- 1909 var ég á Hæli. Þá var þvi skotið fram eitt kvöldið að þeir bræður þrir og ég skyldum, þegar allir heimilismenn væru gengnir til náða, halda umræðufund. A þetta féllumst við allir og stóð fundurinn lengi nætur. Umræöu- efni voru vist frjálsleg fyrst og, fremst um störf Ungmennafé- lagsins sem þá var á fyrsta ári og! okkur varvist fast i hug að liföi á- fram og starfaði. Og svo hafa umræðursnúiztum landsins gagri og nauðsynjar sem svo var orðaö ■ En árin liðu og leiðir skildusit um langa hrið vegna fjarlægðar og annars. En svo bar siðar við að fundum bar saman og kom þá i ljós að enn þá var i hugum okkar sitthvað frá gömlum tima, er Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.