Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 50

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 50
Guðmundur Bjarnason Þótt fáeinir dagar séu liönir siðan Guðmundur æskuvinur minn og félagi frá unglingsárun- um átti þetta merkisafmæli lang- ar mig til að set ja á blaö afmælis- kveðju og segja frá honum þeö sem fyrst kemur i hugann. Hann er fæddur á Hömrum i Reykholtsdal 28. des. 1886 og er Borgfirðingur i ættir fram. For- eldrar hans, þau Ingibjörg Odds- dóttir og Bjarni Sigurðsson, voru búendur á Hömrum árin 1875- 1895, en það ár lézt faðir hans að- eins hálfsextugur að aldri. Börn þeirra Ingibjargar og Bjarna voru fimm, þau elztu a ferming- araldri, og með þeim hélt móð- ir þeirra búskap áfram til 1898, en það vor fluttist fjölskyldan öll að Hæli í Flókadal til Þórðar Sig- urðssonar bónda þar, er var mág- ur Ingibjargar og föðurbróðir barnanna. Var þetta mikiö sæmdarverk af Þórðar hendi, en hann var gildur bóndi og stoð sveitar sinnar. Gerðist Ingibjörg bústýra hans og var á Hæli til æviloka. Hún var dóttir Odds bónda á Brennistöðum, Bjarna- sonar bónda í Vatnshorni i Skorradal, Hermannssonar, og er, mikil ættog fjöl'menn fráBjarna í Vatnshorni komin. Bjarni bóndi á Hömrum, faðir Guðmundar, var sonur Sigurðar bónda þar, Bjarnasonar. Hann var á sinni tið einn af fremstu bændum sveitarinnar og söng- maður mikill enda forsöngvari i Reykholtskirkju. Kona hans var Margrét Þórðardóttir, afasystir Halldórs bónda á Kjalvararstöö- um er lézt nær hálftiræður 1961. Sonur hans er Helgi Jósef cand mag., sem við fáum aö hlusta á i Rikisútvarpinu nokkrum sinnum á mánuöi hverjum — en aðeins fimm minútur hvert skipti sem mætti lengja. Faðir Siguröar á Hömrum var Bjarr.i bóndi, sama stað frá 1814-1845, en hann var fæddur á Akrane'si. Kona hans var Guðrún Pétursdóttir. bónda i Hvitanesi og ósi, og konu hans Margrétar Jónsdóttur, er var systurdóttir séra Jóns Grimsson- ar iGörðum á Akranesi, ensonur hans var Grímur amtmaður og dóttir Ingibjörg „húsfreyjan á Bessastöðum”, móðir Grims Thomsens skálds og alþingis- manns. Eins og þegar er sagt flutti móðir Guðmundar að Hæli ásamt öllum börnum sinum og þar hef- ur heimili Guömundar verið sið- an. Systkini hans f jögur tóku sér bólfestu annars staðar. Helga sem elzt var systkinanna, varð húsfreyja á Akranesi, Oddur gerðist skósmiöur i Reykjavik, Sigurður varð bóndi á Oddsstöð- um i Lundarreykjadal, kvæntur Vigdisi Hannesdóttur frá Deild- artungu, og er hún nú nær hálfti- ræð að aldri en maður hennar, Sigurðurer látinn fyrir nokkrum árum. Yngstur systkinanna er Július, er lengi var stórbóndi á höfuðbólinu Leirá i Leirársveit, en hefur seinustu árin verið á Hrafnistu vegna heilsubilunar og er nú á sjúkrahúsi Akraness. Þcgar aldur færðist yfir Þórð á Hæli og kraftar þurru, fékk hann Guðmundi frænda sinum i hendur jörð sina og bú. Var Guðmundur bóndi á Hæli frá 1912 til 1938. Guð- mundur kvæntist ágætri konu sama ár og hann hóf búskap. Hún var Helga, dóttir hinna kunnu Varmalækjarhjóna, Herdlsar Sieurðardóttur frá Efstabæ og Jakobs Jónssonar frá Deildar- tungu. Helga var jafnan talin ein hin álitlegasta af hinum borg- firzku ungfreyjum, vel gefin og hin gervilegasta, en hjúskapur þeirra varð skammvinnur^ þvi hún lézt 1928. Börn þeirra eru þrjú, Jakob bóndi á Hæli, ókvænt- ur, Ingibjörg húsfreyja á Hæli, gift Ingimundi Asgeirssyni frá Reykjum i Lundarreykjadal, og þriðja barnið erHerdis, húsfreyja á Þverfelli i Lundarreykjadal, gift Birni bónda Daviðssyni, Björnssonar. Siðari kona Guðmundar, sem einnig er látin, var Stefania Arn- órsdöttir, prests að Hvammi i Laxárdal i Skagafirði og viðar. Dóttir þeirra er Margrét, leik- kona við Þjóðleikhusið. Guðmundur er sæmdarmaður i hvivetna, góður bóndi og heimil- isfaðir, ágætur félagsmaður og nýtur mikils trausts samferða- og samstarfsmanna sinna. Hann hefur um marga áratugi átt sæti i sveitarstjórn Reykdæla og gengt hinum ymsu störfum öðrum í sveit sinni. Égminnist hans frá unga aldri, er við áttum bernskuheimili í nánd við hvorn annan, en einkum sem félagsbróður i Ungmennafé- iagi Reykdæla á fyrstu árum þess. Þar var hann hinn fórnfúsi félagi, alltaf tilbúinnum hjálp og greiða þegar þurfti, léttur og hressilegur á félagsfundum og samkomum og jafnan einn þeirra, er myndaði þann anda og hugðarefni sem rikti og þarf að rikja á fundum ungmennafélag- anna, bæði á fyrstu fundum þeirra og siðar. _______________,__Þórðar. Inei- bjargarogbarna hennar var gott að Vera og frjálslegt, bæði meðal fjölskyldunnar sjálfrar og ann- arra heimilismanna. Þar var alin upp Vilborg Jóhannesdóttir, siöar húsfreyja í Geirshlið, en nú hér l höfuðborginni, mjög góöumhæfi- leikum búin og ein hinna myndar- legustu ungra kvenna um þær mundir þar efra. Einhvemtima veturinn 1908- 1909 var ég á Hæli. Þá var þvi skotið fram eitt kvöldið að þeir bræður þrir og ég skyldum, þegar allir heimilismenn væru gengnir til náða, halda umræðufund. A þetta féllumst við allir og stóð fundurinn lengi nætur. Umræöu- efni voru vist frjálsleg fyrst og, fremst um störf Ungmennafé- lagsins sem þá var á fyrsta ári og! okkur varvist fast i hug að liföi á- fram og starfaði. Og svo hafa umræðursnúiztum landsins gagri og nauðsynjar sem svo var orðaö ■ En árin liðu og leiðir skildusit um langa hrið vegna fjarlægðar og annars. En svo bar siðar við að fundum bar saman og kom þá i ljós að enn þá var i hugum okkar sitthvað frá gömlum tima, er Islendingaþættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.