Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Qupperneq 56
Petrína Jónsdóttir
öörum. Um þeirra óskir cg þarfir
var ekki talað, annað var ofar á
blaði. Ibúðin var alltaf nógu stór.
Flatsængurnar á eldhúsgólfinu
voru bara misjafnlega margar.
Aldrei heyröi ég þær mæðgurnar
vera aö barma sér eöa hafa uppi
búksorgartal. öllum virtist liða
vel þarna á Laugaveginum þótt
ekkert væri þar af nútimaþægind-
um.
Þuriður Gisladóttir gekk aö öll-
um störfum með glaöværð og
áhuga, enda tápmikil og lengst af
vel heilsuhraust. Hún stundaði á
yngri árum fiskvinnu viða.meöal
annarra staða I Viöey. 1 mörg
sumur vann hún við heyskap hjá
Reykjavlkurborg. Hún hafði
menn i fæði. Þvoði þvotta. Vann
viö slikt I mörg ár á Hótel Vlk.
Hvarvetna, sem hún starfaði, lað-
aðist samstarfsfólkið að henni.
Hún tók lika þátt I gleði þess og
mótlæti, og engum hefi ég kynnzt,
sem gladdist eins innilega, þegar
einhverjum vini eöa vandamanni
gekk eitthvað I haginn. Hún var
frásagnarglöö, en umtalsfróm
Hún fylgdist vel með frændfólki
slnu fjær og nær og var öllum
trygg og heil.
Þuriður Gisladóttir giftist ekki,
en einn son eignaðist hún meö
Zophoniasi Sveinssyni frá
Akranesi, Skúla að nafni, en hann
lézt 34 ára gamall frá konu og
tveimur ungum sonum. Hún bar
ekki þann harm sinn á torg, en
hjálpaði tengdadóttur sinni við
uppeldi drengjanna og batzí
henni og hennar fólki óslitandi
vináttuböndum, enda varði sú
sambúð til slðasta dags. Það eru
sólbjartar minningarnar um
þessa heiðurskonu, sem nú er
horfin af sviðinu eftir langa veg-
ferö. Um hana lék á langri æfi
blær birtu og voryls, hispursleys-
is og reisnar. Það var eins og hún
hefði aldrei verið meö eða kynnzt
nema góðu fólki, og til þess hugs-
aði hún fallega.
1 orðskviöum Salomons segir á
einum stað „Gott mannorö er
dýrmætara en mikill auöur. Vin-
sæld er betri en silfur og gull”.
Pálmi Eyjólfsson,
Fædd 23. april 1894.
Dáin 29. janúar 1977.
I dag fer fram frá Akranes-
kirkju útför Petrlnar Jónsdóttur,
sem andaðist I sjúkrahúsi Akra-
ness þann 29. janúar 1977, eftir
langt og erfitt sjúkdómsstrið.
Petrlna var fædd aö Gröf I
Lundareykjadal 23. apríl 1894.
Foreldrar hennar voru Ingveldur
Pétursdóttir og Jón Jónsson. Þau
Ingveldur og Jón bjuggu að Gröf I
Lundareykjadal frá árinu 1888 til
ársins 1898. Siöan voru þau Ing-
veldur og Jón I vinnumennsku á
ýmsum stööum I Borgarfjarðar-
héraði meö börn sín, en sum
þeirra fóru til vandalausra og ól-
ust þar upp.
Petrlna giftist 13. mal 1921 Al-
bert Gunnlaugssyni.
Albert, maður Petrinu, var
fæddur 17. júll 1894, dáinn 9. aprll
1935 og var hann 41 árs er hann
lézt. Börn þeirra voru 9 og var
það elzta 13 ára og það yngsta á
fyrsta ári er Albert lézt.
Stóð nú Petrina uppi ein með
barnahópinn eins og þá kom I ljós
hennar mikii dugnaður og kjark-
ur, sem einkenndi hana og öll
hennar störf allt hennar ltf. Hún
kom börnunum sinum öllum til
manns, án nokkurrar hjáipar frá
þvl opinbera. Þá voru ekki trygg-
ingar eða önnur samhjáip tu ao
setja traust sitt á, eins og nú er,
og þá var á þessum árum litil at-
vinna, og erfiðara með llfsbjarg-
armöguleika alla heldur en nú er.
Petrína varð að vinna utan
heimilisins til að afla sinu mann-
marga heimili tekna, svo þegar
börnin komu til aldurs fóru þau að
hjálpa henni og eru börn hennar
öll hið mesta dugnaðar og at-
gervisfólk. Barnabörnin hennar
Petu eru crðin 24 og barna-
barnabörnm 8.
Eftir aö börnin komust upp
haföi Peta rýmri tíma til að
sinna þeim hugöarefnum sínum,
sem ábyggilega alltaf hafa á hana
strltt, en hún I önn daganna I bar-
áttunni fyrir sinu mannmarga
heimili, og velferð barna sinna,
hafði ekki tima né efni til að
sinna, en það var hinn skapandi
listhneigð hennar, sem birtist
manni er komið var inn á heimili
hennará Akranesi. Eru þaöhinar
fögru útsaumuðu myndir sem eru
sannkölluö listaverk og útsaumur
margs konar, sem allt ber vott
um skapandi og listhagar hendur,
sem fjallað hafa um þessa fögru
muni.
Hún Peta var hetja sem aldrei
lét basliö smækka sig og hélt
reisn sinni allt til loka ævidagsins.
Og ef litið er yfir æviteril þess-
arar mikilhæfu og góðu konu,
hlýtur maður aö undrast það
hversu ævistarf hennar hefur ver-
iö stórt I sniöum, og þó llf hennar
hafi ekki alltaf verið dans á rós-
um, varhúnsú sem gekk meösig-
ur af hólmi I hinni erfiöu llfsbar-
áttu. Peta var trúuð kona, sem
trúði á mátt hins góöa I einu og
öllu.
Ég votta svo börnum hennar og
systkinum og öðrum aðstandend-
um samúð mlna. Ég, kona mln og
systkini kveðjum þig svo hinztu
kveðju með hjartans þökk fyrir
allar velgjörðir okkur sýndar.
Ég vil svo enda þessi fátæklegu
kveðjuorð mín með þvi að setja
hér tvö erindi úr hinu fagra kvæði
„Ekkjan við ána”, eftir Guðm.
Friðjónsson:
Er börnin voru I ómegð, húnbjó viðmarga þraut,
— hjá börnunum I ellinni þess hún aftur naut --
Hún kenndi þeim að lesa og kemba, prjóna og spinna,
Hún kenndi þeim fyrst aö tala og svo aö ganga og vinna.
Erbúiðvar að ,,lesa”,hún barþeim kvöldverðinn
og breiddi siðan ofan á litla hópinn sinn,
á versin sin þau minnti og vermdi kalda fætur,
en vakti sjálf og prjónaði fram á miðjar nætur,
Agnar Gunnlaugsson.
Islendingaþættir